Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
langmest þjóðlegur fróðleikur, sem hann skráði eftir eigin
minni eða eftir handritum annarra. Þá segir Jón Guðnason um
Friðrik:
Þó að ýmsar mannlýsingar hans séu snjallar (hvort sem
alveg réttar eru eða ekki), þá er sú mannlýsing mikilúð-
legust, er hann gefur oss af sjálfum sér. Vér kynnumst hér
gáfuðum manni, sem hefir öðlast sinn þroska og mótast í
þröngu umhverfi á fyrri hluta 19. aldar. Þó að hann næmi
skólalærdóm og tímar breyttust í átt til meiri frjálshyggju,
haggaðist ekki lífsskoðun hans. Útleggingar hans á draum-
um [Friðrik trúði á drauma og taldi sig dreyma fyrir dag-
látum, innsk. TRE] myndu nú teljast til hjátrúar, en voru í
raun og veru iðkun þess, er honum var innrætt í æsku.
„Hefði það verið hverjum meðalmanni ofraun að ætla sér
að koma honum af skoðun sinni í hverju því, er hann hafði
ásett sér að fylgja, því að hann var vel máli farinn og svo voru
rökfærslur hans engin léttavara“. (Sunnanfari, 13, 8. tbl.)37)
Að lokinni þessari tilvitnun í Sighvat Grímsson Borgfirðing,
segir Jón Guðnason:
Ef lýsa ætti séra Friðrik í sem stystu máli, myndu þau orð
eiga best við, að hann hafi verið - „fornmaður mikilúðlegur
á prestabúningi“ - eins og nafni hans, draummaður móður
hans, sem hann var heitinn eftir.38>
Þegar Friðrik lýkur ritun æviminninganna 78 ára gamall, getur
hann í niðurlagsorðum um deilur sem hann átti aðild að um
þær mundir, og segir að sig hafi dreymt föður sinn koma á
sáttafund í því máli og taka þar til máls, svo segjandi: „Eg,
Eggert Jónsson, geng ekki að sættum sökum afleiðinganna“.39)
Ekki getur Friðrik um niðurstöður deilunnar og líkast til
hefur henni ekki verið lokið þegar hann setti punktinn aftan
við ritið. En þó hann sé aldurhniginn orðinn heldur þar enn á
penna hinn harðgerði veraldarmaður sem vill standa á rétt-
inum, svo vitnað sé í Jón Guðnason.