Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 54

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 54
52 BREIÐFIRÐINGUR langmest þjóðlegur fróðleikur, sem hann skráði eftir eigin minni eða eftir handritum annarra. Þá segir Jón Guðnason um Friðrik: Þó að ýmsar mannlýsingar hans séu snjallar (hvort sem alveg réttar eru eða ekki), þá er sú mannlýsing mikilúð- legust, er hann gefur oss af sjálfum sér. Vér kynnumst hér gáfuðum manni, sem hefir öðlast sinn þroska og mótast í þröngu umhverfi á fyrri hluta 19. aldar. Þó að hann næmi skólalærdóm og tímar breyttust í átt til meiri frjálshyggju, haggaðist ekki lífsskoðun hans. Útleggingar hans á draum- um [Friðrik trúði á drauma og taldi sig dreyma fyrir dag- látum, innsk. TRE] myndu nú teljast til hjátrúar, en voru í raun og veru iðkun þess, er honum var innrætt í æsku. „Hefði það verið hverjum meðalmanni ofraun að ætla sér að koma honum af skoðun sinni í hverju því, er hann hafði ásett sér að fylgja, því að hann var vel máli farinn og svo voru rökfærslur hans engin léttavara“. (Sunnanfari, 13, 8. tbl.)37) Að lokinni þessari tilvitnun í Sighvat Grímsson Borgfirðing, segir Jón Guðnason: Ef lýsa ætti séra Friðrik í sem stystu máli, myndu þau orð eiga best við, að hann hafi verið - „fornmaður mikilúðlegur á prestabúningi“ - eins og nafni hans, draummaður móður hans, sem hann var heitinn eftir.38> Þegar Friðrik lýkur ritun æviminninganna 78 ára gamall, getur hann í niðurlagsorðum um deilur sem hann átti aðild að um þær mundir, og segir að sig hafi dreymt föður sinn koma á sáttafund í því máli og taka þar til máls, svo segjandi: „Eg, Eggert Jónsson, geng ekki að sættum sökum afleiðinganna“.39) Ekki getur Friðrik um niðurstöður deilunnar og líkast til hefur henni ekki verið lokið þegar hann setti punktinn aftan við ritið. En þó hann sé aldurhniginn orðinn heldur þar enn á penna hinn harðgerði veraldarmaður sem vill standa á rétt- inum, svo vitnað sé í Jón Guðnason.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.