Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 62
60 BREIÐFIRÐINGUR Skólastjóri lýðháskólans var Hjálmar Bosson, maður kominn af bændaættum, en kona hans var Anna Bosson, komin af merkri aðalsætt á Skáni. Það er út af fyrir sig merkilegt í landi mikillar stéttaskiptingar eins og Svíþjóð var þá. Kennslan þarna fór að mestu leyti fram í fyrirlestrum og sjálfstæðum störfum undir leiðsögn kennara. Þarna voru engin próf hvorki inn í skólann né út úr honum, aðeins vottorð þegar námi var hætt. Til þess að geta gert sér hugmynd um hvernig tímanum þarna var varið langar mig að draga aðeins lauslega mynd af einum starfsdegi þar. Það var vakið með bjölluhringingu kl. 7 á morgnana og að 20 mínútum liðnum var morgundrykkur í stóra matsalnum. Eftir það átti að taka til í herbergjunum og kl. 8 var hringt í skólann. Þá söfnuðust allir nemendur og kenn- arar saman í samkomusal skólans. Þar var sunginn sálmur og frú Bosson lék undir á píanó. Því næst flutti skólastjóri eða einhver kennaranna ræðu eða hugvekju og bað stuttrar bænar. Þá var aftur sunginn sálmur og svo var stutt hlé þar til kennslustundir hófust. Fyrri hluta dags voru bóklegir tímar, saga, landafræði, móðurmál, reikningur o. fl. Kl. 11,30 var miðdegisverður. í stóra matsalnum var dúkað borð og sérhver stóð við sinn stól þar til húsmóðirin eða ein- hver kennarinn kom og bað guð að blessa matinn. Þá settust allir og tóku til matar. Við borðið var alltaf gætt fyllstu kurteisi og þess að hugsa meira um þá sem næst sátu en sjálfan sig. Kl. 1 byrjaði handavinna. Það var sniðið og saumað - í höndum og á saumavélar - bæði föt og dúkar, sumar knippl- uðu eða filleruðu og sátu þá gjarnan úti í sólskininu með knipplibrettin eða dúkana. Aðrar ófu og gaman þótti mér að sitja og baldýra úti undir stórri eik sem óx við skólahornið, rétt hjá vefstofunni. Það tré var jafngamalt skólanum, gróður- sett árið 1876. í vefstofunni var oft glatt á hjalla og sungið hástöfum þegar búið var að setja upp vefina. Handavinna og vefnaður voru ævinlega milli kl. 1 og 4,30, en kl. 3 var miðdegisdrykkur, sem oftast var kaffi eða rabbar- barasaft og borðað brauð með. Hann var oft úti á grasflöt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.