Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
sem næst er. Þar á ég kunningjakonu sem er kennslukona frá
Tárna svo ég kem ekki til allra ókunnugra þar heldur. í apríl er
ég ekki ráðin í hvað ég geri. Þá er nú páskavikan fyrst og svo
má ég til að skoða kóngsins Kaupmannahöfn. Og svo hefi ég
lofað að vera í Færeyjum 1. maí. Simun av Skarði, sem er
þeirra helsti og þjóðlegasti maður, hefur skrifað og beðið um
íslenska kennslukonu frá 1. maí til 28. júlí. Nú hefur Halldóra
Bjarnadóttir skrifað mér og spurt hvort ég vilji taka þetta að
mér. Það er nærri 3 mánuðir og ég fæ 300 kr. í kaup og allt
frítt - bústað hjá góðu fólki. Það runnu nú á mig tvær grímur
er ég fékk bréfið, því ég hafði hlakkað til að fá að vera heima
hjá ykkur í sumar og mamma og pabbi hefðu lrka kannski
þurft þess með - en þegar ég hugsaði betur um, þá var óráð að
slá hendi á móti þessu. Ég hefi eytt peningum og skemmt mér
og lært heilt ár og safnað nýjum kröftum. - Kiddi verður að fá
hjálp og tækifæri býðst til að vinna eftir lánið í vetur og maður
lifir nú ekki bara til að leika sér. Ég veit að þið hefðuð haft
meiri ánægju af því að ég kæmi fyrr, en nú hef ég lofað þessu
- reyndar ekki fengið svar aftur, svo það er ekki fast ákveðið.
Ja, ég kem þá að öllu forfallalausu í ágústbyrjun, get kannski
verið 1. ágúst í Reykjavík ef vel stendur á ferðum og þá hef ég
2 mánuði frí - ef ég held áfram á Patró - sem ég hugsa nú
þetta árið - hvað sem lengur verður. Og svo ef ég lifi og við
öll seinna - skal ég víst vera hjá ykkur öllum á víxl, ef þið
viljið hafa mig annars. Verst þykir mér með mömmu og pabba
- það verða vonbrigði fyrir þau en Matta verður heima von-
andi.
Ég hefi verið hér á „konsert" og söfnum og skemmt mér vel.
Allt er hér í Noregi líkara og heima en Svíþjóð. - í Svíþjóð er
allt svo stillt og rólegt og kurteist og allir eins og hræddir hver
við annan - kannski að segja eitthvað sem ekki á við. Hér
gengur allt í logandi spretti og víst ekki allir sem hugsa um
aðra en sjálfa sig. En ég kann nú fullt eins vel við Norðmenn
sem Svía.
A sunnudaginn var, var ég hjá skólasystur minni úr kenn-
araskólanum, Guðrúnu Bóels. Hún er gift hér - 1/2 tíma