Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 86

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 86
84 BREIÐFIRÐINGUR líklega af vangá - því að hann leit ekki í þá átt sem ég var og hvarf undarlega fljótt bak við ljósastaur. En ég komst inn. Vinkona mín - Harriet - hafði skrifað konu í Osló sem hún vildi endilega að ég heimsækti. Hún hét Ingeborg Möller og var dóttir þekkts fræðimanns í Osló - prófessors Muncks - sem þá var látinn. Frú Möller hafði verið gift - ég held manni af þýskum ættum og átti 2 hálfvaxna syni. Ég fékk boð frá henni að hún yrði heima einn sunnudag í febrúar og þá væri ég velkomin. Ég lagði því af stað og keypti mér farseðil með járnbrautar- lest, því að frú Möller bjó fyrir utan borgina. Ég var nú ekki í sem bestu skapi er ég lagði af stað - ekki vissi ég hversvegna - en ég kveið einhvernveginn fyrir. I lestinni fannst mér heldur leiðinlegt. Beint á móti mér sat karl - rauðhærður og feitur, alltaf hlæjandi og var með fiðlukassa undir hendinni. Mér leiddist karlinn og allt annað og fannst nú afar heimsku- legt af mér að vera að flækjast þetta í ókunnu landi til ókunn- ugrar konu sem ég átti ekkert erindi við. En ég var nú komin af stað og var því ekki um annað að gera en halda áfram. Þegar ég kom á stöðina þar sem ég átti að yfirgefa lestina, litaðist ég um eftir einhverjum sem ég gæti spurt til vegar, því að frú Möller bjó þó nokkurn spotta frá stöðinni. En þá kom allt í einu á móti mér ung stúlka sem spurði mig hvort ég héti Kristjana Hannesdóttir, en hún var send að taka á móti mér. Stúlkan var þýsk og kunni norsku svona álíka og ég, a.m.k. skildum við hvor aðra. Eftir stundarfjórðung vorum við komnar á hæð eina. Þaðan var dásamlegt útsýni - skógi vaxnir ásar og snævi þaktar dældir á milli en hvítmáluð hús gægðust fram á milli skógar- lundanna. í fjarska var svo Kristjaníufjörðurinn sléttur og glitr- andi í logninu. Það var glaðasólskin og snjórinn þiðnaði af húsþökunum. Þarna uppi á hæðinni var svart, gamalt hús, bjálkabyggt með hvítum gluggum. Þarna bjó frú Möller. Hún kom á móti okkur og bauð mig velkomna - mjög alúðlega. Hún var há og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.