Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 2
2 14. sept 2018FRÉTTIR Í DV þessa vikuna er fjallað um ríka Íslendinga og hafa margir þeirra þénað vel á viðskiptum sem hinn almenni borgari verður lítið var við. Búa þeir í glæsihýsum og fljúga á einkaþotum til framandi staða. Sumir myndu segja að enginn ætti skilið að verða svo auðugur að hann vissi ekki aura sinna tal. Aðrir myndu segja að „þjóðargersemar“, sem hafa fengið alla þjóðina til að gleðjast, eigi það svo sannarlega skilið. Hér eru fimm einstaklingar sem ættu að vera ríkir. Laddi Grínistinn Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, er nú orðinn 71 árs gamall og hefur fengið landann til að emja af hlátri í tæplega hálfa öld. Orðið Laddi er eiginlega orðið samnefnari yfir spaug. Fáir Íslendingar eiga það jafn mikið skilið að vera ríkir og Laddi, sem skilur eftir sig herskara af persónum. Óli Stef „Takk Óli“ sagði öll þjóðin þegar hand- boltakempan Ólafur Stefánsson lagði harpixið á hilluna árið 2013. Ólafur hefur ekki þurft að lepja dauðann úr skel enda stundaði hann atvinnumennsku með liðum á borð við Magdeburg og Ciudad Real. Vitaskuld verður samt enginn mjög ríkur af því að spila jaðarsport eins og handbolta. Raggi Bjarna Hvað sem Geir Ólafs kann að finnast þá er Ragnar Bjarna- son Sinatra okkar Íslendinga. Við höfum hlustað á djúpa og ómþýða rödd Ragnars síðan árið 1954 og hann hefur alltaf aðlagast sínum samtíma. Á árum áður keyrði hann leigubíl og rak sjoppu þrátt fyrir að vera einn vinsælasti söngvari landsins. Raggi á skilið að fá eyju í Karíbahafinu. Margrét Lára Margrét Lára Viðars- dóttir leiddi þá kynslóð íslenskra knattspyrnu- kvenna sem tryggði sér þátttökurétt á þremur Evrópumótum í röð. Hún hefur raðað inn mörkunum og meðal annars verið marka- hæst í Evrópukeppni félagsliða í tvígang. Í karlaknattspyrnu væri slíkur leikmaður orðinn moldríkur. Jóhanna á Háafelli Jóhanna B. Þorvalds- dóttir, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, hefur tekið að sér það óeigingjarna starf að bjarga íslensku geitinni. Langt er síðan bændur hættu al- mennt að halda geitur og er stofninn því í bráðri hættu. Jóhanna hefur barist í bökkum við að halda geitunum og þjóðin hefur safnað peningum í reksturinn. Íslendingar sem ættu að vera ríkir Á þessum degi, 14. september 1741 – George Friedric Handel lýkur við óratoríuna Messiah. 1801 – William McKinley deyr í kjölfar tilræðis sem átti sér stað 6. september. 1917 – Kunngert er opinberlega að Rússland sé lýðveldi. 1984 – Joe Kittinger leggur af stað í loftbelgnum Peace yfir Atlantshafið. Ferðinni lauk 18. september og varð hann fyrstur manna til að afreka þetta einn síns liðs. 1997 – Fimm undirvagnar járn- brautarlestar Ahmedabad–Howrah hraðlestarinnar steypast í á í Bilaspur í Madhya Pradesh á Indlandi með þeim afleiðingum að 81 lætur lífið. Síðustu orðin „Ég vildi frekar vera á skíðum.“ – Stan Laurel (1890–1965) eftir að hann fékk síðustu sprautu læknis- meðferðar sinnar. n Hilmar Ágúst sakaður um að hafa falsað hæfnispróf í umsókn til Samgöngustofu n Skilaði inn fölsuðu flugskírteini L ögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæð- inu hefur lagt fram ákæru á hendur Hilmari Ágústi Hilm- arssyni, flug- og athafna- manni, fyrir skjalafals. Er Hilmar sakaður um að hafa lagt fram falsað afrit af hæfn- isprófi fyrir Bombardier-flugvél af gerðinni BD-700 þegar hann sótti um endurútgáfu á flugliða- skírteini sínu fyrir slíka vél í sept- ember 2015. Ákæruvaldið telur að Hilmar hafi ekki lokið tilskildu upprifjunarnámskeiði hjá sam- þykktu þjálfunarfyrirtæki. Þess í stað hafi hann breytt skýrslu um hæfnispróf á aðra tegund flugvéla, Bombardier CL604/605, sem hann hafði sannarlega lokið. Þannig leit út fyrir að um væri að ræða hæfn- ispróf fyrir BD-700. Ekki tókst að birta Hilmari Ágústi ákæruna og því var hún auglýst í Lögbirtinga- blaðinu. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Með dæmda barnaníðinga í forsvari fyrirtækis Á dögunum var Hilmar Ágúst mið- depillinn í farsakenndri umfjöll- un DV um umsvif fyrirtækja hans á Reykjavíkurflugvelli. Hilmar Ágúst, sem búsettur er í Sviss, hef- ur ekki verið mjög áberandi í ís- lensku samfélagi undanfarin ár. Af þeim sökum veittu fjölmiðlar því enga sérstaka athygli að nafn hans kom við sögu þegar Panamaskjöl- in voru gerð opinber. Þar var hann meðal þeirra Íslendinga sem skráðir voru fyrir aflandsfélögum á Cayman-eyjum í Karíbahafinu. Félög Hilmars sem þar komu fram voru Avijet Limited og Global Fuel Limited. Annað þessara félaga, Global Fuel, er skráð með lögheimili í Skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli en fasteignin er í eigu Hilmars Ágústs í gegnum félagið Bjargfast ehf. Þar eru einnig önnur félög í eigu Hilm- ars Ágúst skráð með lögheimili. Meðal annars Heimflug, BIRK In- vest, ACE FBO og Ace Handling. Í áðurnefndri umfjöllun DV kom fram að hinn margdæmdi barna- níðingur, Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, er skráður sem stjórnarformað- ur og framkvæmdastjóri síðan í maí síðastliðnum. Einn ann- ar einstaklingur situr í stjórn Ace Handling, Robert Tomasz Czarny, sem einnig er dæmdur barnaníð- ingur. Í umfjölluninni kom fram að Hilmar Ágúst hefði ráðið Sig- urð Inga vegna þess að hann hefði vorkennt honum. Þegar Hilmar Ágúst var spurður hvort hann vissi að varamaður Sigurðar í stjórn fé- lagsins væri dæmdur barnaníð- ingur, sagðist Hilmar ekki hafa vit- að af því. „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga,“ sagði Hilmar og hló. Þá vakti sérstaka athygli að í Skýli 1 er einnig sértrúarsöfnuð- ur með afmarkað tilbeiðslusvæði, Postulakirkjan Beth-Shekhinah. Sá er veitir söfnuðinum for- stöðu er kung-fu presturinn Dan Sommer. Sommer hefur áður ver- ið til umfjöllunar hjá DV í tengsl- um við Sigga hakkara. Hann var sálgæslumaður hans meðan Siggi afplánaði dóma sína og sá um til- skilda samfélagsþjónustu hans þegar hann var látinn laus úr fang- elsi. Fram kom að Sommer og söfnuður hans fengu afnot af Skýli 1 í skiptum fyrir ólaunaða vinnu og ráðgjöf við öryggisstörf. n PANAMAPRINS ÁKÆRÐUR FYRIR SKJALAFALS Hilmar Ágúst Hilmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.