Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 30
30 FÓLK 14. sept 2018 ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum ÍSLENSKIR AUÐKÝFINGAR FRAMTÍÐARINNAR Gísli Hauksson Gísli Hauksson stofnaði hið umdeilda fjármálafyrirtæki GAMMA rétt fyrir efnahagshrunið árið 2008. Fyrirtækið óx hratt á næstu árum og sérstaklega með því að koma auga á ýmis tækifæri, eins og þau sem sköpuðust á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Gísli hætti sem forstjóri GAMMA með hvelli í mars á þessu ári. Hann hefur síðan einbeitt sér að eigin fjárfestingum og hefur sýnt að hann er klókur á því sviði. „Gísli þefar uppi tækifæri til að græða peninga. Hann á eftir að gera eitthvað stórt,“ segir einn álitsgjafi. Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn var maðurinn á bak við Plain Vanilla-ævintýrið sem var ótrúlegt í meira lagi. Leikur fé- lagsins, Quiz up, sló í gegn meðal notenda smáforrita um allan heim. Tilboðum upp á milljarða rigndi inn en Þorsteinn og félagar ákváðu að taka fyrirtækið alla leið og stóðu í stafni er verðmæti þess fuðraði upp. Eftir stendur gríðarleg þekk- ing og reynsla sem Þorsteinn mun búa að við uppbyggingu næstu gullgæsar, Teatime Games. „Það þarf bara einhver að löðr- unga Steina næst og garga á hann: Seldu Steini, seldu,“ segir álitsgjafi. Agnes og Rebekka Guðmundardætur Agnes og Rebekka eru dætur eins umsvifamesta kvótakóngs landsins, Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Þær hafa setið í stjórn félagsins síðan í apríl 2016 og hafa því aflað sér mikilvægrar þekkingar á stjórnun fyrirtækja og fjárfestingum. „Þetta eru flottar ungar konur með bein í nefinu. Guðmundur hefur byggt upp ótrúlegt veldi og því er aldrei að vita nema dæturnar verði föðurbetrungar og fari með himinskautum í íslensku við- skiptalífi,“ segir álitsgjafi. Benedikt Einarsson Benedikt er sonur Einars Sveinssonar, sem er einn af ættarlaukum Engeyjarættarinnar valdamiklu. Einar, faðir hans, hefur verið afar umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi undanfarna áratugi og á hluta í mörgum öflugum fyrirtækj- um. Þar má meðal annars nefna Kynnisferð- ir, Dagar (áður ISS) Borgun og Tékkland. Einar hefur eftirlátið Benedikt að stýra ýmsum veigamiklum þáttum fjölskyldu- veldisins. „Hann er hámenntaður lögfræðingur en skartar einnig MBA-gráðu frá virt- um skóla í Barcelona. Það og öflugur heimanmundur mun gera að verkum að Benedikt verður áhrifamikill í ís- lensku viðskiptalífi á næstu árum,“ seg- ir álitsgjafi. Gísli Hauksson, einn stofnandi GAMMA Frægð fylgir ekki alltaf peningum ekki frekar en að peningum fylgi frægð, á það sérstaklega við hér á landi. Það gerist þó oft og eiga margir þekkt- ir einstaklingar nóg af peningum. DV tók saman nokkra fræga sem eru ekki á flæðiskeri staddir. Umfjöllun um fleiri fræga er hægt að sjá á vef DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.