Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 33
14. september 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Fyrir bílinn VAKA: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú Þjónusta er lykil-orðið hér og ég sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins legg áherslu á 100% þjónustu,“ seg- ir Daníel Már Einarsson, framkvæmdastjóri Vöku. Fyrirtækið verður 70 ára á næsta ári og er eitt elsta fyrirtæki landsins á sviði þjónustu við bíleigendur. Vaka veitir mjög fjöl- þætta þjónustu á sviði bíla og starfsmenn eru um 30 talsins. Dekkjaþjónusta er veigamikill þáttur í starf- seminni. „Við seljum bæði notuð dekk og ný en erum að minnka við okkur í notuðu dekkjunum enda er verð- munurinn á notuðum dekkj- um og nýjum orðinn frekar lítill. Í nýjum dekkjum erum við mest í merkinu Sailun, en þau þykja mjög vönduð, ekki síst miðað við hvað þau eru ódýr,“ segir Daníel. Vaka veitir fulla þjónustu á vel búnu dekkjaverk- stæðinu og er bæði hægt að panta tíma í síma 567- 6700 eða koma á staðinn og þá hugsanlega bíða dá- litla stund. Að sjálfsögðu eru dekkjaskipti og umfelgum í boði og er lögð mikil áhersla á góða þjónustu í dekkja- skiptunum. Nagladekk verða orðin lögleg undir bílana frá og með 15. nóvember en margir eru núna að skipta yfir í heilsársdekk eða vetrardekk án nagla. Vaka rekur einnig dekkja- hótel þar sem bíleigendur geta geymt vetrardekkin sín yfir sumarið eða sum- ardekkin sín yfir haustið. „Þetta er afskaplega ódýr kostur til að losna við þau óþægindi að troða dekkj- unum inn í bílinn og geyma þau,“ segir Daníel. Vöku uppboðið slær í gegn Uppboðsvefurinn vaka- uppbod.is var settur í gang fyrir um tveimur mánuð- um og hefur slegið í gegn. Þar er afar margt í boði, flest bílatengt en þó ekki allt. Þarna er gott úrval af notuðum bílum, dekkjum og varahlutum, en líka alls konar aðrir hlutir, til dæmis kaffivélar gámar, kranar o.fl. „Í upp- boðinu leggj- um við einnig mikla áherslu á góða þjón- ustu. Ef þú til dæmis kemur hing- að með bíl til sölu þá þarftu ekki að spá í pappírsvinnu eða að sýna bílinn, við sjáum um þetta allt saman,“ segir Daníel. Sem fyrr segir er vefurinn afar vinsæll og allt virðist seljast þar. Bæði er það vegna þess að þarna getur fólk gert hagstæð kaup en ekki síður vegna þess að mörgum þykir mjög gaman að vera á uppboði og skoða það sem í boði er. Vefur vöku: vaka.is Uppboðsvefurinn: vaka- uppbod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.