Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 40
Fyrir bílinn 14. september 2018KYNNINGARBLAÐ Ein algengasta athugasemdin við söluskoðun á notuðum bílum er sú að undirvagninn sé farinn að ryðga. Þetta dregur mjög úr endursöluverði bílanna. Fagmannleg og regluleg ryðvörn er mikilvæg fyrir endingu bílsins en haustin eru sá árstími þegar flestir láta ryðverja bílinn sinn. „Við erum með mikla seltu og sérstakar aðstæður á götum hér yfir vetrartímann, sem verja þarf bílinn fyrir,“ segir Baldur Jónsson hjá Bílahöllinni-Bílaryðvörn þar sem fara saman mikil þekking á ryðvörn og bestu fáanlegu ryðvarnarefnin. „Við notum hágæða ryðvarn- arefni sem heitir Dinitrol. Til að ryðverja undirvagn þarf þrjár til fjórar gerðir af efnum eftir því hvar er borið á. Inn í öll lokuð hólf fer til dæmis fituvaxefni sem er alltaf lifandi. Það þýðir hins vegar lítið að setja slíkt efni undir botninn þar sem mesta álagið er því það skolast of fljótt í burtu; þar þarf að vinna með sterkara efni sem helst á, þek- ur botninn í heild sinni og veitir líka hljóðeinangrun,“ segir Baldur. Að meðaltali þarf að ryðverja bíl á þriggja ára fresti og flestir koma með bílinn á haustin til að gera hann kláran fyrir veturinn. Þetta er því ekki mikil fjárfesting yfir líftíma bílsins en það kostar rúmar 40.000 krónur að ryðverja meðalfjölskyldu- bíl. „Best er að koma með bílinn áður en hann byrjar að ryðga en það er líka hægt að vinna með bíla sem eru byrjaðir að ryðga. Bíllinn er háþrýstiþveginn og hreinsað- ur þannig að engin selta sé undir honum; síðan er hann hitablásinn. Sérstökum efnum sem stoppa ryð er sprautað á svæðin sem byrjuð eru að ryðga og svo eru sterkari efni sett yfir þau til að verja þau,“ segir Baldur. Hreinn undirvagn og réttu efnin Fagmennsku þarf til að veita réttu ryðvörnina og Baldur leggur áherslu á að þetta snúist ekki um að gluða bara einhverri ryðvörn á bílinn. Þess er gætt að undirvagninn sé alveg hreinn og síðan þarf að beita mis- munandi gerðum af ryðvarnarefni á mismunandi staði bílsins. Undir hágæðalínunni Dinitrol er að finna allar gerðir af efnum sem þarf að nota og hafa starfsmenn Bílaryð- varnar mikla reynslu og þekkingu á þeim. Jón Ragnarsson stofnaði Bílar- yðvörn og starfar í fyrirtækinu ásamt sonum sínum tveimur, Baldri og Rúnari. Fyrirtækið er rekið á sama stað og bílasalan Bílahöll- in, að Bíldshöfða 5. Símanúmer er 587-1390. Einnig er hægt að koma með bílinn að Bíldshöfða 5 og láta ástandsmeta hann. Starfsmenn meta þá hvort bíllinn þarf á ryðvörn að halda fyrir veturinn. BÍLAHÖLLIN-BÍLARYÐVÖRN: Hágæða Dinitrol-ryðvarnarefni og fagmennska við ryðvörn Fituvaxefni eru sett í öll holrúm og bita Allir bílar eru gufuþvegnir og þurrkaðir í hitablæstri Bílaryðvörn er staðsett á Bíldshöfða 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.