Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 39
Fyrir bílinn 14. september 2018 KYNNINGARBLAÐ
SMUR OG DEKK:
Dekkjaþjónusta, almennar
viðgerðir og dráttarbílaþjónusta
Hér eru margar brekkur og fjöll og því eru um 85% ökumanna hér á negldum
dekkjum yfir veturinn. Það fer eftir
tíðarfari hvenær vertíðin hefst en ef
það byrjar að snjóa fyrir lok sept-
ember þá er ljóst að fólk bíður ekki
með að fara á nagladekkin,“ segir
Páll Heiðar Hauksson, eigandi verk-
stæðisins Smur og dekk, Aðalstræti
3, Patreksfirði.
Páll er meistaralærður bifvélavirki
og hefur rekið verkstæðið í 17 ár.
Auk hans eru þar tveir starfsmenn.
„Núna fara vetrarverðlistarnir úr
Reykjavík að detta inn og fólk fer að
hafa samband og panta sér tíma.
Við seljum aðallega dekk frá Sóln-
ingu og Bílabúð Benna og bjóðum
að sjálfsögðu líka upp á umfelgun,“
segir Páll.
Verkstæði hans þjónustar
sunnanverða Vestfirði og segir Páll
að það sé mikið að gera allt árið.
„Mest er að gera á sumrin þegar
túristarnir bætast við. Það róast
örlítið í september og þá höfum
við tíma til að taka til. Svo byrjar
dekkjavertíðin.“
Smur og dekk sinnir öllum al-
mennum bílaviðgerðum og þjón-
ustar allt frá sláttuvélum og upp
í vörubíla, að minnsta kosti hvað
snertir minniháttar viðhald. Góð-
ur lager varahluta er til staðar, til
dæmis olíusíur og bremsuklossar, en
síðan er pantað eftir þörfum og er
biðtími stuttur.
„Það er ekki löng bið hér eftir við-
gerð en ég reyni að forgangsraða
eftir þörfum viðskiptavina,“ segir
Páll. Verkstæðið er vel búið tækjum
og er til dæmis með aflestrartölvur
og bilanagreiningatölvur.
Fyrir utan viðgerðir og dekkja-
þjónustu hjálpar Smur og dekk
vegfarendum sem festast í snjónum
í vetur en fyrirtækið er með dráttar-
bílaþjónustu og hefur auk þess til
reiðu 37 tommu jeppa með spili.
„Tryggingafélög og FÍB leita til okkar
þegar fólk festir bílana sína hér fyrir
vestan,“ segir Páll.
Nánari upplýsingar fást í síma
456-1144 eða í gegnum netfangið
palli@patro.is.
Smur og dekk þjónar háum og lágum;
fyrir tveimur árum þurfti forsetabíllinn
aðstoð.