Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 32
32 FÓLK 14. sept 2018 Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum SVONA BÚA HINIR RÍKU Í BORGINNI Þórður Már Jóhannesson: Heimalind 24, Kópavogur Fjárfestirinn Þórð- ur Már Jóhannesson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum en hann er þekktastur fyrir að hafa verið for- stjóri fjárfestingarbank- ans Straums-Burðaráss en var rekinn eftir tíu mánuði í starfi. Þá var hann einnig forstjóri og hluthafi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem fór á hliðina í bankahruninu. Eftir hrunið dró hann sig í hlé frá viðskiptalíf- inu en kom svo af fullum þunga inn aftur árið 2012. Þórður á meðal annars 6,5 prósenta hlut í Festum, sem reka lágvöru- verslunina Krónuna og Elko. Nýlega keypti olíufélagið N1 12 prósenta hlut á 1,7 milljarða króna. Þórður hefur einnig verið eigandi í félögum á borð við Brekku Retail, leigufélaginu Heimavöllum og bílaþvottastöðinni Lindinni. Eiginkona Þórðar er Nanna Björg Lúðvíksdóttir, fyrrverandi ritstjóri og golfari. Þau búa í glæsilegu einbýlishúsi við Heimalind í Kópavogi. Björgólfur Thor Björgólfsson: London, Bretland Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor hefur komið víða við á sínum ferli í viðskiptum. Hann byrjaði sem skemmtistaðaeigandi í Reykjavík ásamt Skúla Mogensen, þeir ráku skemmtistaðina Hótel Borg og Tunglið. Hann hefur viðskipti í blóðinu, en hann er barnabarnabarn Thors Jen- sen athafnamanns, barnabarn Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra og sonur Björgólfs Guðmundssonar, sem áður var einn áhrifamesti maður í íslensku viðskiptalífi. Björgólfur Thor, sem þekktur er sem Thor á erlendri grundu, átti og rak bruggverksmiðjur í Rússlandi ásamt föður sínum. Þeir komu síðan heim til Íslands og keyptu Landsbankann og lyfjafyrirtæki, sem í dag er Actavis. Síðar fór hann inn í fjarskiptamarkað og átti símafyrirtæki í Búlgaríu og Ís- landi. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á lista Forbes yfir 500 rík- ustu menn í heimi, hann féll af þeim lista í bankahruninu en er nú aftur byrjaður að klifra upp listann. Í janúar var hann í 1.116 sæti með eignir upp á rúmlega 186 milljarða króna. Hann er reyndar eini Íslendingurinn sem kemst á lista Forbes. Björgólfur Thor býr að mestu í London ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur og þremur börnum, en ættaróðal hans er við Tjörnina í Reykjavík. Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Sig- urðsson: Birkihvammur 3, Hafnarfjörður Guðrún og Ágúst stofnuðu útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði árið 1970 og ráku það í rúmlega fjörutíu ár. Árið 2014 ákváðu þau að selja frystitogara útgerðarinnar, Þór HF 4, til Rússlands og kvótann til Síldarvinnslunnar, Gjögurs og Út- gerðarfélags Akureyringa. Guðrún og Ágúst áttu þá samanlagt fjörutíu pró- senta hlut í Stálskipum og þrjú börn þeirra fimmtán prósent hvert en eign- ir félagsins árið 2012 voru 3,6 milljarð- ar. Fyrirtækið var þó ekki aflagt heldur var skipt um gír og fjárfest í fasteignum og rekstri innanlands. Guðrún og Lárus, sem eru komin á ní- ræðisaldur, hafa meðal annars fjárfest í eignarhaldsfélaginu Heima- völlum GP sem hefur umsýslu fyrir leigufélagið Heimavelli. Hagn- aður Heimavalla var 2,7 milljarðar árið 2017 sem var aukning um hálfan milljarð milli ára. Guðrún og Ágúst búa í glæsilegu einbýlishúsi við Birkihvamm ná- lægt Hafnarfjarðarhöfn. Hilmar Veigar Pétursson: London, Bretland Nýverið var tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem gefur út geimleikinn EVE Online, seldur suðurkóreska fyrirtækinu Pearl Abyss. Kaupverðið var 46 milljarðar króna en salan hefur verið í pípunum hjá eigendum í nærri tvö ár. Hilmar Veigar hefur verið forstjóri CCP í átján ár. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og gaf út borðspil sem nefndist Hættuspil. Það var þó aðeins undanfari tölvuleikjaævintýrisins sem hefur síðan þá velt millj- örðum króna og aðdáendur hópast til Íslands til að sækja ráðstefnur um EVE Online. Auk þess að stýra fyrirtækinu var Hilmar sjálfur einn af stærstu hluthöf- unum fyrir kaupin, og átti hann 6,5 prósenta hlut. Hans hagnaður af sölunni var því um þrír milljarðar króna. Afkoma fyrirtækisins hefur gengið í bylgjum undanfarin ár. Árið 2014 tapaði það 8,7 milljörðum króna en ári síðar var hagnaðurinn 2,7 milljarðar og afgangur hefur verið í rekstrinum síðan þá. Hilmar er kvæntur Guðrúnu Elísabetu Stefánsdóttur tölvunarfræðingi og eru þau búsett í London. Hreggviður Jónsson: Byggðarendi 13, Reykjavík Hreggviður er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, sem á og rek- ur ýmis fyrirtæki. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norður- ljósa þar sem hann starfaði náið með Jóni Ólafssyni vatnskóngi. Félag Hreggviðs, Veritas, seldi nýverið 12 prósenta hlut sinn í Festi, rekstraraðila Krónunnar og Elko, til N1. Hagnaðurinn nam rúmlega 1,7 milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.