Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 66
66 FÓLK 14. sept 2018 Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR ÁSTIN LIFIR EKKI ALLTAF AÐ EILÍFU Á stin, eins dásamleg og hún er, endist ekki alltaf í samböndum og pör slíta þeim af af ýmsum ástæðum eða jafnvel engri. Svala og Einar skilin Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með ís- lensku tónlistar- og skemmt- analífi að ein dáðasta söngkona landsins, Svala Björgvins, er flutt aftur til Íslands. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðan og hefur vart undan að taka að sér verkefni, meðal annars nýtt lag og myndband með Reykja- víkurdætrum auk þess að troða upp með Stjórninni og Siggu Beinteins. Þetta er tími mikilla breytinga hjá Svölu því heimildir herma að hún og eiginmaður hennar, Ein- ar Egilsson, séu að ganga í gegn- um skilnað. Þannig varð Einar eftir í Los Angeles í Bandaríkj- um þar sem parið hefur haldið heimili undanfarin ár. Svala og Einar hafa verið kærustupar í tæpan aldarfjórð- ung en þau giftu sig með pomp og prakt í Landakotskirkju í júlí 2013. Þau hafa í gegnum tíð- ina starfað saman að tónlist og skipuðu meðal annars tríóið Steed Lord, ásamt Edda, bróð- ur Einars. Í apríl 2008 beið þjóðin með öndina í hálsinum þegar fréttist af alvarlegu umferðarslysi sem Svala og Einar höfðu lent í á Reykjanesbraut ásamt Edda og föður bræðranna, Agli Einars- syni, upptökustjóra á RÚV. Áreksturinn var harður og mátti teljast mikil mildi að enginn hafi látið lífið í slysinu. Einar slasað- ist mest af fjórmenningunum og þurfti meðal annars að dveljast á spítala í tvo og hálfan mánuð til þess að fá bót meina sinna. Á brattann að sækja: Rikka og Haraldur hætt saman Eitt glæsilegasta par landsins, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Haraldur Örn Ólafsson, hafa nú slitið sambandi sínu. Friðrika Hjördís, eða Rikka eins og hún er alltaf kölluð, er Íslending- um að góðu kunn enda hef- ur hún starfað í fjölmiðlum um marga ára skeið og vakið sér- staka lukku sem matgæðing- ur og sælkeri. Haraldur Örn er síðan einn helsti afreksmaður Íslendinga þegar kemur að úti- vist og fjallamennsku en hann var fyrstur Íslendinga til þess að ganga á norður- og suðurpólinn auk þess að klífa sjö hæstu tinda heims. Parið fór að stinga saman nefjum fyrir tæpum þrem- ur árum en þá höfðu þau verið vinir um skeið. Þau fundu sam- eiginlega ástríðu í útivistinni og fóru meðal annars saman í ævin týraferðir til Hamalajafjalla og var þeirri för gerð góð skil í fjölmiðlum. En núna er ævintýr- inu lokið og parið hefur ákveðið að halda á sinn pólinn hvort. Ástin fölnaði Óhætt er að fullyrða að lands- menn séu í sárum yfir skilnaði tveggja dáðustu Íslendinganna í íþróttum og listum, leikkon- unnar Ágústu Evu Erlends- dóttur og handboltakappans Arons Pálmasonar. Óljósar fregnir af skilnaðinum bárust í sumar en þó var ekki á vísan að róa enda hafði parið verið í fjar- búð um nokkurt skeið. Segja má að endanleg staðfesting hafi borist þegar Ágústa Eva og Aron voru hvort á sínum listanum yfir álitlega einhleypa Íslendinga hjá bíræfnum fjölmiðli á dögun- um. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.