Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 64
64 14. september 2018 Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri B andarísku stúlkunni Lori Gale Billingsley var lýst sem „líflegri, hlýrri og góðhjart- aðri“ persónu. Lori glímdi við flogaveiki en lét það ekki hafa áhrif á tilveruna. Þann 11. október, 1982, fannst Lori, þá 17 ára, látin í skólpræsi við Southwest Miller- -veg í Beaverton í Oregon-fylki. Líki hennar hafði verið vafið inn í rykhlíf sem var alblóðug. Lögreglan taldi sig þá þegar vita hver morðinginn var; Kenneth Lee Hicks, 19 ára, sem bjó á næstu hæð fyrir neðan íbúð Lori. Var vingjarnleg Alkunna var að Kenneth hafði ver- ið nánast blindaður af ást til Lori. Hún hafði ekki endurgoldið til- finningar hans en engu að síð- ur sýnt honum vinsemd og verið honum innan handar þegar hann átti erfitt. Hvað sem mögulegri óskhyggju Kenneths leið, þá bar Lori ekki nokkrar tilfinningar til hans og þau höfðu aldrei ruglað saman reytum. Daginn sem Lori hvarf hafði sést til hennar og Kenneths þar sem þau gengu saman út í búð. Rekinn að heiman Einhver vandræði höfðu verið á Kenneth og hafði oft slegið í brýnu milli hans og ættingja hans. Nokkrum mánuðum áður en Lori hvarf hafði Kenneth verið kastað á dyr á heimili sínu og gert að sjá um sig sjálfur. Þá hafði Lori kennt í brjósti um Kenneth og, kannski fyrir til- stuðlan hennar, sá móðir henn- ar aumur á honum og leyfði hon- um að liggja á sófanum á heimili þeirra um nokkurra vikna skeið. Kenneth var þó ekki lengi heim- ilislaus því frændi hans og frænka tóku hann inn á þeirra heimili á neðri hæðinni. Stungin tólf sinnum Þegar Lori hvarf var það systir hennar, Vickie, sem fyrst hóf leit að henni. Vickie, sem var fjór- um árum yngri en Lori, var þess fullviss að systir hennar hefði ekki skilið flogaveikilyfin eftir heima ef hún hygði á langa fjarveru. Leit Vickie bar ekki árangur og SAKAMÁL „Þetta var ekki í fyrsta eða síðasta skipti sem sakborning- ur notaði hendur sínar og vasahníf til illra verka 30 ÁRA DÓMUR FÉLL EFTIR 30 ÁR n Lori Gale var myrt árið 1982 n Málið safnaði ryki í fjölmörg ár 5. ágúst, 2012, skaut Bandaríkjamaðurinn Wade Michael Page sex manns til bana og særði fjóra að auki í sikha-hofi í Oak Creek í Wisconsin. Ástæðu morðanna mátti sennilega rekja til þess að Page trúði á yfir- burði hvíta kynþáttarins. Sjálfur svipti Page sig lífi með skoti í höfuðið eftir að hafa fengið skot í kviðinn úr byssu lögreglu sem mætti á svæðið. Lori Gale Billingsley Lík hennar fannst vafið inn í alblóð- uga ábreiðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.