Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 46
46 FÓLK 14. sept 2018 Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. Birgitta Haukdal: Bakkaflöt 3, Garðabær Hin húsvíska söngkona Birgitta Haukdal hefur hrifið landann lengi. Hún vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sem stofnuð var árið 1998. Hljómsveitin var virk frá aldamótum til ársins 2005 og gaf út smelli á borð við Fingur og Stórir hr- ingir. Platínumplatan Allt sem ég sé, frá árinu 2002, er ein sú mest selda í íslenskri tónlistarsögu. Árið 2003 bætti Birgitta rós í hnappagatið þegar hún söng lagið Open Your Heart í Eurovision-söngvakeppninni fyrir Ís- lands hönd. Laginu gekk prýðilega og náði áttunda sæti. Samkvæmt tekjublaði DV var Birgitta með 222 þúsund krónur í mánað- artekjur en það segir þó ekki alla söguna. Birgitta og eiginmaður hennar, lögmaðurinn og Engeyingurinn Benedikt Einarsson, búa í glæsihýsi við Bakkaflöt í Garðabæ. Birgitta er ekki aðeins hæfileikarík söngkona. Nýverið hefur hún verið að gefa út barnabækur sem hafa vakið nokkra athygli og stúlkuna Láru og ljónið Ljónsa. Björk: Ægissíða 94, Reykjavík Söngkonan Björk sló í gegn aðeins tólf ára gömul árið 1977 þegar út kom barnaplatan Björk. Á níunda ára- tugnum sneri hún sér að pönki og popptónlist og gaf út plötur með hljómsveitunum Kukli og Sykurmolunum. Sykurmolarnir vöktu athygli erlendis sem var óvanalegt fyrir íslenskar hljómsveitir á þeim tíma. Það var þó ekki fyrr en eftir að Sykurmolarnir hættu, árið 1992, að Björk varð heimsfræg. Fyrstu þrjár sólóplöturnar sem gefnar voru út erlendis, Debut, Post og Homogenic, voru allar við toppinn á breska metsölulistanum og nafn hennar varð þekkt um allan heim. Frægðin jókst enn frekar þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark árið 2000, og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna. Á athöfnina mætti hún klædd svanskjól eins og frægt er orðið. Björk hefur gefið út tónlist allar götur síðan og þó að vinsældirnar séu ekki jafn miklar og áður á hún enn þá dyggan aðdáendahóp. Samkvæmt síðunni Celebr- ity Net Worth eru eignir Bjarkar metnar á fimm milljarða króna. Hún býr í íbúð við Ægisíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Steingrímur J. Sigfússon: Þingasel 6, Breiðholt Steingrímur hefur verið höfuðborgarbúi frá því hann settist á þing fyrir 35 árum. Sem forseti þingsins er hann með rúmlega 1,8 milljónir króna í laun á mánuði. Ofan á það bætast svo ýmsar greiðslur á borð við húsnæðis- og dvalarkostnað sem ætlaðar eru þingmönnum landsbyggðarinnar og ferðakostnað, bæði innanlands og utan. Einnig fær hann greiddan starfskostn- að, gistikostnað, símakostnað og dagpeninga. Inn í þessu eru ekki tölur um ferðakostnað í og úr vinnu en sem forseti Alþingis hefur hann aðgang að bíl og bílstjóra á vegum þingsins. Þess má geta að aukagreiðslur til þingmanna eru ákvarð- aðar af forsætisnefnd Alþingis þar sem Steingrímur fer með for- mennsku. Þegar Steingrímur lætur af störfum má búast við því að hann verði með ein myndarlegustu eftirlaun á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að verða ódauðleg- ur á málverki sem hengt verður upp í sölum þingsins. Magnús Scheving: Bauganes 22, Reykjavík Magnús er íþrótta- og athafnamaður sem hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir baráttu sína fyrir að efla hreyf- ingu og bæta mataræði barna. Hann er margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í þolfimi og var valinn íþróttamaður ársins 1994. Í kjölfarið skrifaði hann og lék í leikritinu Latabæ sem vakti mikla athygli hér á landi. Hann hélt áfram að vinna með verkefnið sem endaði sem sjónvarps- þættir fyrir börn um allan heim. Árið 2010 reyndi hann svo fyrir sér í Hollywood án árangurs. Magnús skildi við Ragnheiði Melsted árið 2014, þau eiga tvö börn. Fyrir á hann eina dóttur. Í dag er hann í sambandi með Hrefnu Björk Sverrisdóttur, sem hann kynntist við gerð sjónvarpsþáttanna um Latabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.