Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 62
62 SPORT 14. sept 2018
Heimir Hallgrímsson - 2016
Úkraína 1-1 Ísland
Ísland 3-2 Finnland
Stigafjöldi - 4
Markatala = Eitt mark í plús
HÖRMUNGARBYRJUN HAMRENS
n Versta byrjun landsliðsþjálfara í mörg ár n Erfiðir andstæðingar og meiðsli lykilmanna höfðu áhrif
Þ
að byrjar ekki vel hjá Erik
Hamren, þjálfara íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta,
en fyrsta verkefni hans með
hópinn er á enda. Íslenska liðið var
rassskellt í fyrsta leik Hamrens. Sá
leikur fór fram ytra gegn Sviss og
tapaðist 6-0. Hamren stýrði svo sín-
um fyrsta heimaleik í vikunni og
unnu Belgar nokkuð auðveldan 0-3
sigur. Byrjun Hamrens er slæm og
ef síðustu 20 ár eru skoðuð þá kem-
ur Hamren ekki vel út.
Mistök í sínum fyrsta landsleik
Hamren gerði sig sekan um mistök
í sínum fyrsta landsleik og hefur í
raun viðurkennt þau. Hann spil-
aði með leikkerfið, 4-4-2 í tap-
inu gegn Sviss. Íslenska liðið
var undirmannað á mið-
svæðinu sem varð til þess
að vörnin fékk afar mörg
áhlaup á sig. Fjarvera
lykil manna hefur heldur
ekki hjálpað Hamren í byrj-
un. Jóhann Berg Guðmundsson
og Aron Einar Gunnarsson leika
í ensku úrvalsdeildinni og misstu
af báðum leikjunum, Alfreð Finn-
bogason hefur verið duglegur að
skora fyrir liðið og leikur í þýsku
úrvalsdeildinni, hann gat ekki tek-
ið þátt í verkefninu. Emil Hallfreðs-
son, sem leikur í úrvalsdeildinni á
Ítalíu, missti af fyrri leiknum, það
sást svo gegn Belgíu hvað hann
hjálpar liðinu mikið. Íslenska liðið
má illa við því að missa menn í
meiðsli og hvað þá þegar um er að
ræða fjóra af þeim fimm leikmönn-
um sem leika í fjórum sterkustu
deildum í heimi.
Hamren var sáttur þrátt fyrir tap
Hamren var ánægður með
landsliðið í leiknum
gegn Belgíu þrátt
fyrir um væri
að ræða fyrsta
tap liðsins á
heimavelli,
í keppn-
isleik, frá
því í
júní
árið
2013. „Við get um verið sátt ir við
frammistöðuna á móti einu besta
liði í heimi. Þeir spila góðan fót-
bolta. Það eina sem ég var ekki
sátt ur við var að skora ekki mark.
Við unn um eins og lið í 90 mín út-
ur, ólíkt því sem við gerðum á móti
Sviss. Þar vor um við 11 ein stak-
ling ar. Við verðum að spila sem lið
á móti liði eins og Belg íu. Þú getur
verið sigurvegari þrátt fyrir að tapa.
Erfiðasta byrjun sem þjálfari gat
fengið
Fyrstu fimm leikir Hamrens í starfi
eru þeir erfiðustu sem íslenskur
landsliðsþjálfari hefur
fengið. Tveir leikir gegn
Belgíu,
næstbestu knattspyrnuþjóð í heimi,
Sviss, sem er áttunda besta lands-
lið í heimi, og æfingarleikur gegn
Frakklandi sem eru heimsmeist-
arar. „Ég vissi að fyrstu fimm leik-
irn ir væru erfiðir. Frakk ar, Belg ar
tvisvar og Sviss tvisvar. Við
verðum að reyna að spila
vel og ná í úr slit og verða
eitt af tíu bestu liðun-
um fyr ir drátt inn í
undan keppni EM.“
Kemur illa út í
samanburði
Í samanburði við þá
átta þjálfara sem stýrt
hafa landsliðinu í 21 ár þá kem-
ur Hamren illa út. Um er að ræða
samanburð úr keppnisleikjum en
flestir af þessum þjálfurum fengu
æfingarleiki til að byrja með. Það
er hægt að finna til með Hamren
en á móti kemur þá tek-
ur hann við besta ís-
lenska landsliði sem
við höfum átt. Að-
eins Atli Eðvalds-
son hefur ekki náð
í stig í fyrstu tveim-
ur leikjum sínum í
starfi síðustu ár. n
Lars Lagerbäck - 2012
Ísland 2-0 Noregur
Kýpur 1-0 Ísland
Stigafjöldi - 3
Markatala = Eitt mark í plús
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Erik Hamren – 2018
Sviss 6-0 Ísland
Ísland 0-3 Belgía
Stigafjöldi – 0
Markatala = 9 mörk í mínus
Ólafur Jóhannesson 2007/2008
Danmörk 3-0 Ísland
Noregur 2-2 Ísland
Stigafjöldi - 1
Markatala = Þrjú mörk í mínus
Eyjólfur Sverrisson - 2006
Norður-Írland 0-3 Ísland
Ísland 0-2 Danmörk
Stigafjöldi - 3
Markatala = Eitt mark í plús
Atli Eðvaldsson - 2000
Ísland 1-2 Danmörk
Tékkland 4-0 Ísland
Stigafjöldi - 0
Markatala = Fimm mörk í mínus
Guðjón Þórðarson - 1997
Liechtenstein 0-4 Ísland
Ísland 2-4 Írland
Stigafjöldi - 3
Markatala = Tvö mörk í plús
Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson - 2003
Ísland 2-1 Færeyjar
Litháen 0-3 Ísland
Stigafjöldi - 6
Markatala = Fjögur mörk í plús