Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 6
6 14. sept 2018FRÉTTIR
Þ
etta mun breyta lífi mínu,
það er ekkert flóknara,“
segir Unnar Þór Sæ
mundsson tannlækna
túristi í samtali við DV. Undan
farna viku hefur Unnar Þór
dvalið í góðu yfirlæti á sérstöku
tannlæknahóteli í útjaðri Búda
pest og sótt sér löngu tímabæra
þjónustu. Ástæðan er sú að
þjónustan er margfalt ódýrari en
heima á Íslandi, að sögn Unnars.
Hann segir að tannheilsu hans
hafi hrakað mjög undanfarin ár
og var í óefni komið. „Ég hafði
vanrækt tennurnar í mér og má
helst kenna peningaleysi um. Ég
var einnig í óreglu um tíma og
eftir að hafa lokið meðferð þá
vaknaði ég upp við þann vonda
draum að tennurnar voru illa
farnar,“ segir Unnar Þór.
Var orðinn veikur vegna
tannsýkinga
Hann var kominn með alvar
legar sýkingar og sá fram á rán
dýrar bráðabirgðaaðgerðir og
síðan enn dýrari viðgerðir yfir
langt tímabil hérlendis. „Ég var
orðinn veikur út af sýkingunum
og þurfti sýklalyf. Ég fór í eina
stutta bráðabirgðaaðgerð hjá ís
lenskum tannlækni sem kostaði
mig 40 þúsund og þá fór ég að
velta öðrum möguleikum fyrir
mér,“ segir Unnar Þór. Eftir leit á
netinu fann hann Fedasz Dental
og leist vel á. „Það var engin
spurning í mínum huga að þetta
var besti valkosturinn fyrir mig.
Ég varð að bregðast við og þess
ar umfangsmiklu aðgerðir hefðu
verið rúmlega helmingi dýrari á
Íslandi og tekið mun lengri tíma.
Að mínu mati er verð á tann
læknaþjónustu á Íslandi alltof
hátt,“ segir Unnar Þór.
Hann óttaðist ekki hryllings
sögur um léleg gæði efna og að
dýrt myndi reynast að gera við
fúskið eftir ungversku tannlækn
ana. „Stór hluti íslenskra lækna
er byrjaður að mennta sig hér
ytra þannig að Íslendingar eru
í vondum málum ef ungverska
heilbrigðiskerfið er eitt
allsherjar fúsk. Ungverjaland er
eitt vinsælasta land heims þegar
kemur að tannlæknatúrisma og
stofan sem ég valdi mér er hlað
in lofi,“ segir Unnar Þór. Hann
sendi myndir út til stofunnar
og nokkru síðar pantaði hann
sér flug út til Búdapest. „Ég fékk
aðstoð við að fjármagna þetta
frá vinum og ættingjum og verð
þeim ævinlega þakklátur,“ segir
Unnar Þór.
Eins og áður segir þá gistir
hann á hóteli sem er í eigu
sömu aðila og tannlæknastof
an. „Þetta er mjög þægilegt og
það var vel tekið á móti mér. Ég
var skoðaður og síðan fékk ég
nákvæma áætlun yfir það sem
þyrfti að gera og heildarkostn
að. Alls er ég að borga 5.000
evrur (um 650 þúsund krónur)
fyrir fjórar rótarfylltar tennur,
þar af þrjár með þremur rótum,
sjö fyllingar og aðrar lagfær
ingar, eina fjarlægða tönn og sex
krónur á framtennur. Að auki
var innifalin mjög vönduð tann
hvíttun og einhver umfangs
mesta tannhreinsun sem ég hef
upplifað. Þá var hótelgisting
með morgunverði innifalin auk
ferðalagsins til og frá flugvelli,“
segir Unnar Þór. Hann fullyrðir
að kostnaðurinn við þessar að
gerðir á Íslandi myndi nálgast
1,5 milljónir króna.
„Mér líður ótrúlega vel hérna
og það gildir líka þegar ég er í
stólnum. Þeir eru ósparir á deyf
ingarnar og ég kenni mér einskis
meins. Þjónustan er rosaleg góð
og nákvæmlega farið eftir dag
skránni. Ég hef yfirleitt mætt í
einn tíma á dag síðan ég mætti,
um klukkustund á dag, en
lengsti tíminn tók reyndar tæpar
fjórar klukkustundir. Ég hef því
nógan frítíma til að skoða mig
um í Búdapest og hvílast,“ segir
Unnar Þór.
Hægt er að fylgjast með sein
ustu dögum Unnars á tann
læknahótelinu í Búdapest
á Snapchatreikningi hans,
unnartho. Þá verður nánar fjall
að um tannlæknatúrisma á DV.
is á næstu dögum. n
Hver er
hún
n Hún fæddist á
Akureyri þann 4.
september árið 1986.
n Hún útskrifaðist
af félagsfræðabraut
Menntaskólans við
Hamrahlíð árið 2006.
n Hún hefur lokið meistaraprófi
í Evrópufræðum og Evrópurétti
frá Edinborgarháskóla, BA-prófi
í stjórnmálafræði frá Háskóla
Íslands og stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
n Hún hefur starfað sem sjálf-
boðaliði hjá Rauða krossinum og
verið aðalmaður í jafnréttis- og
mannréttindaráði Kópavogsbæjar.
n Hún er dyggur hundaeigandi.
SVAR: SEMA ERLA SERDAR
Meiri Noreg og minni Busta
H
vert mannsbarn veit að
epilluhátíðin sem kölluð
er Secret Solstice er
meinsemd í okkar þjóðfé
lagi. Þarna hlusta gufuruglaðir og
gufuósandi unglingar á eitthvert
bölvað garg sem á að heita menn
ing og krydd í tilveruna.
Svarthöfði á erfitt með að skilja
tilvistarrétt þessa ósóma. Hvert
er eiginlega menningarlegt gildi
þess að fá lyfjafeitan óvita eins
og Busta Rhymes til að skemmta
landanum? Nei, Secret Solstice
er allt annað en upphefð fyrir
vora þjóð og auk þess til mikils
ama fyrir íbúa Laugarneshverfis.
Þeir eiga skilið kertafleytingu eða
tvær fyrir að hafa gengið í gegnum
þessa vítiskvöl í fimm ár.
Svarthöfði hefur mikla sam
úð með þeim íbúum sem búa í
námunda við tónleikasvæðið.
Þeir þurfa að horfa upp á ókunn
ugt fólk pissa utan í limgerði,
unglinga bryðja læknadóp og
dauðskelkuð dýrin ýlfra. Helför
in í Laugardalnum mun verða
skammarblettur í sögubókum
framtíðarinnar.
Upplifun hins norska Knut
Ödegard, íbúa í Laugarnes
hverfinu, er enn greipt í huga
Svarthöfða. Rusli var hent í
garðinn hans og hann fann hvergi
bílastæði. Alls staðar var búið að
leggja bílum skakkt upp á gang
stéttir og olían lak úr þeim.
„Beint fyrir framan húsið okk
ar, sem stendur við tvístefnugötu,
var lagt bíl með unglingum. Þeir
stilltu upp borði og stólum úti
á miðri götu, komu með kæli
box með áfengi og höfðu „partý“
þarna á miðri götunni,“ sagði
Knut. Vesalings maðurinn.
Knut stakk upp á að tónlistin
yrði lækkuð og löggæsla efld og
Svarthöfði telur það þjóðráð. Ef
halda á svona húllumhæ á annað
borð þá þurfa norskar áherslur að
vera til staðar. Norðmenn eru sér
fræðingar í skemmtun.
Nú á að flytja hátíðina úr
Laugardalnum yfir á Klambra
túnið en Svarthöfði sér ekki að
það leysi neinn vanda. Ekki frekar
en þegar kirkjan færir bersynduga
klerka milli brauða þegar þeir eru
gripnir með lúkuna undir ferm
ingarkyrtlunum. Nei, Hlíða og
Holtafólk á þetta ekkert frekar
skilið. Það þarf hvort eð er að um
bera hvers dags fylleríið úr mið
bænum. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Upphaflega stóð til að „Like“-hnappur-
inn á Facebook héti „Awesome“-
hnappurinn.
Fleiri láta lífið á hverju ári af völdum
sælgætis- og gossjálfsala en af völdum
hákarla.
Að minnsta kosti fjórir karlmenn sem
gegndu hlutverki „Marlboro-mannsins“
í tóbaksauglýsingum dóu úr lungna-
krabbameini.
Öflugasti jarðskjálfti heims, frá
upphafi mælinga, reið yfir Chile þann
22. maí 1960 og mældist 9,5 stig.
Söngkonan
Janis Joplin
gaf vinum
sínum yfir
2.500
dollara í
arf með
skilaboðun-
um: „Haldið
svakalegt
partí þegar
ég er öll.“
UNNAR ÞÓR SÓTTI SÉR TANNLÆKNAÞJÓNUSTU Í UNGVERJALANDI
n Unnar Þór dvelur á tannlæknahóteli í Búdapest n Segir verðmuninn gríðarlegan
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Tennur Unnars
Þórs voru illa
farnar.
Fedasz Dental-hótelið í útjaðri Búdapest.
Unnar Þór Sæmundsson er himinlifandi með nýja ungverska tanngarðinn.