Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Qupperneq 20
20 14. sept 2018FRÉTTIR hérlendis. Eitt af því sem skilaði miklum ávinningi var fræg ljós­ mynd af ótrúlegri ljósadýrð á himn­ inum fyrir ofan Hótel Rangá. Þegar ég sá þessa mynd þá hugsaði ég strax að hún væri milljón dollara virði. Þessi mynd skipaði stóran sess í öllu okkar markaðsstarfi og hún fór um allan heim í tengslum við samstarfið við Great hotels of the world,“ segir Björn. Íslendingar lausnamiðaðir tækifærissinnar Þrátt fyrir góða upplifun gesta og viðunandi herbergjanýtingu mátti samt lítið út af bregða. Í kjöl­ far efnahagshrunsins hófst síðan blómaskeið í hótelrekstri og sér­ staklega í kjölfar eldsumbrotanna á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli sumarið 2010. Björn grínast með að það hafi verið eins og þessi mark­ aðssetning hafi verið pöntuð af æðri máttarvöldum en þó efi hann að aðrar þjóðir en Íslendingar hafi gripið gæsina jafn hratt og vel. „Mín upplifun af þeim Ís­ lendingum sem ég hef unnið með er að þeir séu ótrúlega lausnamið­ aðir tækifærissinnar. Ég meina það á mjög jákvæðan hátt og ég dáist að því hugarfari. Það hentar mínum persónuleika mun betur en hvern­ ig verklagið er í heimalandi mínu. Hér eru verkin drifin af, boðleiðir stuttar og síðan er tekist á við þau vandamál og áskoranir sem koma upp. Í Svíþjóð hefði farið í gang nefndarvinna og skýrslugerð í rúmt ár áður en einhvers konar ákvarð­ anir hefðu verið teknar. Vissulega eru stundum mistök gerð í æði­ bunuganginum en almennt held ég að þetta hugarfar sé mun meira til góðs en ills,“ segir Björn og hlær. Hann segist sannfærður um að þessi persónuleikaeinkenni hafi reynst Íslendingum nauðsynleg til þess að lifa af við harðneskjulegar aðstæður fyrr á öldum. „Ef hval rak upp í fjöru þá varð að bregðast hratt við og drífa sig með allt tiltækt lið áður en aðrir væru komnir á vett­ vang. Lífsbaráttan var svo hörð að þeir sem voru ekki sífellt með aug­ un opin fyrir tækifærum urðu und­ ir,“ segir Björn. Minni sóðaskapur en áður við ferðamannaperlur Hann segist vera fullur aðdáunar á því hvernig íslensk stjórnvöld og íslenski ferðamannaiðnaður­ inn hafi tekist á við ferðamanna­ sprenginguna. „Það hafa verið unnin kraftaverk í ferðamennsku hérlendis. Þetta er einstakt á heims­ vísu að þjóð geti á svo skömmum tíma hrundið af stað svo öflugu markaðsstarfi og byggt upp innviði til þess að taka á móti svona ótrú­ legum fjölda. Hrunið, eldgosin og fótboltaævintýrið hafa hjálpað til en það er ekki sjálfsagt að það skili sér beint í fjölgun ferðamanna. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar hafa hamrað járnið á meðan það er heitt og það ber að lofa. Vissulega hafa verið vaxtarverkir og stundum hef­ ur kerfið verið við þolmörk en ann­ að væri í raun óeðlilegt. Um tíma fannst mér sóðaskapur við helstu ferðamannastaði vera orðinn stórt vandamál en eins og Íslendingum er tamt var tekist á við vandamál­ ið hratt og örugglega. Ég tel mig sjá mikinn mun varðandi umgengni á tveimur árum. Að sama skapi er komin mikil þörf á fjárfestingu í vegakerfinu og ég trúi ekki öðru en að drifið verði í því,“ segir Björn. Vill markaðssetja Íslendingasögurnar betur Að hans mati verða Íslendingar að vera hugmyndaríkir við markaðs­ setningu landsins á næstunni og leggja áherslu á nýja áfangastaði í stað þeirra heimsfrægu. Þá verði þeir einnig að velja hvers konar ferðamennska verði í boði en ekki taka öllum fagnandi. „Suðurlandið er magnað svæði en að mínu mati er það komið að þolmörkum. Ferða­ mennirnir eru orðnir of margir og ef fjöldinn eykst enn frekar þá mun það skemma upplifun gest­ anna. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að stýra ferðamönnum inn á aðra landshluta, til dæmis Vestfirði og Austurland. Menn verða líka að átta sig á að það geta falist verð­ mæti og tækifæri í einhverju sem heimamenn telja ekkert merkilegt. Hrjóstrug auðn getur haft mikið að­ dráttarafl,“ segir Björn. Þá telur hann að mikil tæki­ færi felist í söguarfi Íslendinga. „Ís­ lendingasögurnar eru heimsfrægar og mér finnst of lítið gert í því að markaðssetja þær fyrir ferðamenn. Það þarf fleiri söfn og upplýsingar á slíkum söguslóðum um allt land. Ekki síður hvernig fólk hreinlega fór að því að lifa af hérna á árum áður. Það er eitthvað sem ferðamenn vilja kynnast og fá upplýsingar um,“ seg­ ir Björn og ástríðan leynir sér ekki í röddinni. Sinnti besta starfi í heimi í ár Samstarfi Björns við Friðrik og Hótel Rangá lauk fyrir nokkrum árum. Við tók verkefni sem hann kallar „besta starf í heimi“ og síð­ an barátta við erfið veikindi. „Eftir Rangárævin týrið þá fékk ég það verkefni hjá Great hotels of the world að ferðast um heiminn, gista á frábærum hótelum og gera úttekt á þeim. Það var tækifæri sem býðst aðeins einu sinni á ævinni, að fá að ferðast og njóta lífsins og skrifa skýrslu um það,“ segir Björn og hlær. Hann segist hafa lært mikið á ferðalaginu og það hafi gefið hon­ um enn betri innsýn í hvaða þjón­ ustu og upplifun ferðamenn eru að leita að. Það varð þó bið á því að Björn gæti nýtt þá þekkingu í hótelrekstri því hann er nýlega skriðinn upp úr erfiðum veikindum. „Hótel­ reksturinn getur reynt mikið á og í alltof mörg ár þá vann ég myrkr­ anna á milli og hugsaði ekki nægi­ lega um heilsuna. Það kom síðan að skuldadögum,“ segir Björn. Hann fékk nokkur hjartaáföll og fór síðan í erfiða hjartaskurðaðgerð. „Það tók tíma að ná fullri heilsu en ég setti sjálfan mig í forgang og er eins og nýsleginn túskildingur í dag. Ég er fullur starfsorku en reynslunni rík­ ari varðandi hvað skiptir máli. Það er mikilvægt að sinna vinnunni vel, en það sem skiptir öllu máli er vinn­ an og fjölskyldan,“ segir Björn. Hann eignaðist nýlega dóttur ásamt eigin­ konu sinni. Með norðurljósa áhuga hans í huga kom aðeins eitt nafn til greina: „Aurora. Það var ákveðið um leið og við vissum að vona væri á henni,“ segir Björn brosandi. Hann hefur undanfarin misseri unnið sem ráðgjafi í hótelrekstri, aðallega í Póllandi, en hyggur á frekari landvinninga hér heima í tengslum við hótelrekstur. „Ég er að vinna við mjög spennandi verk­ efni sem snýr að lúxushótelupp­ byggingu úti á landi. Ég elska að starfa með Íslendingum á Íslandi og ég vona því að þetta verkefni gangi eftir,“ segir Björn. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI NÆSTI KAFLI HEFST HÉR Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆR 54.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at BREIÐAVÍK 11, 112 REYKJAVÍK (GRAFARVOGI) 43.500.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 109 M2 3 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at HLÍÐARHJALLI 66, 200 KÓPAVOGUR 37.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 98 M2 2 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 „Ég held að orðatil- tækið „glöggt er gests augað“, eigi ágætlega við Björn segist elska að vinna með Íslending- um sem hann segir vera lausnamiðaða tækifærissinna, á góðan hátt mynd:/ Hanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.