Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 37
Fyrir bílinn 14. september 2018 KYNNINGARBLAÐ Felga sem lítur vel út uppi á vegg eða á mynd getur alls ekki passað við hvaða bíl sem er. Þegar velja á felgur á bíla þá reyn- um við að finna einhverja samsvar- andi lögun á bílnum og felgunum, til dæmis í speglum, ljósum eða lit bílsins,“ segir Valdimar Sigurjónsson, eigandi Dekkjasölunnar, Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Felgur eru afar mikilvægar fyrir útlit bílsins og það getur verið gaman að finna réttu felgurnar. „Sumir segja að felgurnar séu 90% af útliti bíls- ins, en eitt er víst að ef felgurnar eru ljótar eða illa farnar þá skiptir engu máli hvað þú gerir fyrir bílinn, hversu vel þú bónar hann til dæmis,“ segir Valdimar. Hann bendir einnig á að Dekkja- salan sé með ýmiss konar þjónustu og aukahluti sem varða felgur. „Við pólýhúðum felgur og lánum dekk og felgur á meðan þannig að bíll- inn stoppar ekkert. Hér erum við með felguréttingarbekk og vél til að demantsskera framhliðar á felgum sem hafa skemmst og rispast. Við eigum felgubolta og rær fyrir flestar gerðir bíla, hér eru til miðjuhringir og „spacers“ til að allt passi fyrir hvern bíl. Einnig eigum við loftþrýstiskynjara og getum forritað þá inn í alla bíla.“ Viðskiptavinur sem staddur var á staðnum hafði á orði hversu gott úrval væri af felgum og sagðist vera afar sáttur við þá fjölbreyttu val- möguleika sem væru í boði, hann minntist einnig á hversu mikilvægt það væri fyrir bíleigendur að geta leyst allt á einum stað, bæði hvað varðar aukahluti sem haldast í hend- ur við felguskipti og úrval af gæða- dekkjum á góðu verði. „Við erum með fjölbreytt úrval af dekkjum, enda er mjög misjafnt hvað hentar aðstæðum hvers og eins,“ segir Valdimar „Vinsælustu dekkin hjá okkur eru Hankook. Það eru dekk sem kröfuharðir bíleigendur vilja, enda eru þau á toppnum í öllum virtum gæða- prófunum ásamt því að verðið er afar hagstætt, sérstaklega þegar tillit er tekið til gæða og endingar.“ „Bæði haust- törnin og vor- törnin í dekkja- skiptum byrja fyrr hér á Dekkjasölunni en á öðrum dekkjaverk- stæðum,“ segir Valdi- mar. „Ástæða þess er að margir vilja eiga tvo ganga af dekkjum og felgum fyrir sumar og vetur. Þessi hópur er fyrr á ferðinni til að gera allt klárt. Við bjóðum fólki upp á að geyma dekkin og felgurnar á dekkjahótelinu hjá okkur og smella þeim undir þegar rétti tíminn kemur. Einnig bjóðum við þeim sem geyma dekk á hótelinu upp á tímapantanir til að losna við biðraðirnar.“ Dekkjasalan kappkostar að veita toppþjónustu. Allar felgur og dekk eru skráð með myndum, verði og lýsingu á heimasíðu fyrirtækisins, dekkjasalan.is. Símanúmerið hjá Dekkjasölunni er 587-3757. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á net- fangið dekkjasalan@dekkjasalan.is. DEKKJASALAN: Sérfræðingar í felgum Myndir/Hanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.