Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
14. sept 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Ráð að skipta í
óverðtryggt
Umræður um kjarasamninga
voru áberandi í umræðum um
stefnuræðu for
sætisráðherra.
Orðið „stöðug
leiki“ bar á
góma. Vandinn
er hins vegar
sá að stjórn
málamenn eiga erfiðan vetur
í vændum. Verkalýðsleiðtogar
hafa þegar boðað blóðugar að
gerðir og telst það ekki ólíklegt
á þessum tímapunkti að árið
2019 verði verkfallsárið mikla.
Nýjustu tölur Hagstofunnar
sýna að meðallaun eru rúmar
700 þúsund krónur á meðan
miðgildið er um 600 þúsund
krónur. Gefur það til kynna að
hæstu launin togi upp meðal
talið. Með slíkar upplýsingar
í vopnabúrinu verður erfitt
fyrir þá sem hafa milljón eða
meira á mánuði að sannfæra
almúgann um að samþykkja
nokkra þúsundkalla í launa
hækkun. Slíkt mun án efa leiða
til verðbólgu og frekari átaka á
vinnumarkaði. Fyrir húsnæðis
eigendur með verðtryggt lán
er kannski ráð að skipta yfir í
óverðtryggt lán. Við munum öll
hvað gerðist síðast.
Logi í eldhúsinu
Logi Einarsson, formaður Sam
fylkingarinnar, gerði sitt besta
til að halda athygli landans í
umræðum um
stefnuræðu for
sætisráðherra á
Alþingi síðast
liðið miðviku
dagskvöld. Líkt
og vera ber skaut
hann föstum
skotum á ríkisstjórnina. Fyr
ir þá sem voru ekki búnir að
skipta um stöð vakti það athygli
að Logi talaði óvenju mik
ið um mat í ræðu sinni. Sagði
hann í einni myndlíkingu að
roastbeef, graflax, lamb, rauð
kál, rækjuhlaup með brúnni
sósu, saman á diski, væri ekki
í áhugavert í sjálfu sér. Líkti
hann svo ríkisstjórnarsamstarfi
Vinstri grænna og Sjálfstæðis
flokks við rétt þar sem hrogn og
súkkulaði sé uppistaðan. Taldi
Logi að þessi tvö hráefni ættu
ekki vel saman. Staðreyndin er
að lengi hefur tíðkast að blanda
saman kavíar og súkkulaði og
verið rannsakað hvers vegna
þessi hráefnin passa vel saman.
Kannski þarf Logi að verja
meiri tíma í eldhúsinu.
Það þarf að bjarga þessum konum
DV
fjallar í dag um
vændi í Reykjavík.
Í höfuðborginni
er að finna tugi
vændiskvenna af ýmsum þjóð
ernum. Blaðamaður DV pantaði
þjónustu hjá yfir 20 konum á einni
kvöldstund þar sem verð fyrir hálf
tíma var 25 þúsund en 35 þúsund
fyrir klukkutíma. Konurnar voru
með aðsetur víðs vegar miðsvæð
is í höfuðborginni og gistu margar
í leiguíbúðum í gegnum hið fræga
Airbnb.
Blaðamenn DV fylgdust
með íslenskum karlmönnum
kaupa sér þjónustu þessara
kvenna og könnuðu hvort mögu
legt væri að kaupa vændi á
kampavínsklúbbum. Það reyndist
afar auðvelt. Þá leiddi rannsókn
DV einnig í ljós að ætla megi að
á Íslandi sé að finna fólk sem hafi
tekjur af vændisstarfsemi með
milligöngu um slíkt.
Menn hafa misjafna skoðun á
því hvernig skilgreina eigi vændi.
Sumir kaupendur líta á vændi ein
faldlega sem hvert annað starf sem
unnið er af konu af fúsum og frjáls
um vilja. Aðrir telja vændi vera
kynferðisofbeldi og að karlmenn
séu að nýta sér neyð kvenna. Hér
á landi hefur verið reynt að sporna
við vændi með því að setja lög en
lögregla skiptir sér lítið af þessum
málaflokki. Íslendingar fetuðu í
fótspor Svía árið 2009 og settu lög
sem gera refsivert að kaupa þjón
ustu vændiskvenna. Var það nokk
uð umdeilt þegar lögin voru sett en
vonast var til að það myndi draga
úr vændi og vændiskaupum. Þró
unin hefur hins vegar verið önn
ur. Vændi grasserar í Reykjavík og
á öðrum stöðum í heiminum og
allt er hægt að kaupa fyrir peninga.
Á síðustu áratugum hefur vændi
sem og mansal á konum aukist
og er vöxtur þess markaðar hvað
mestur, næst á eftir eiturlyfja og
vopnamarkaðnum.
Margir karlar lifa í þeirri blekk
ingu að hægt sé að greina á milli
þess hvaða konur eru seldar man
sali og hvaða konur eru í vændi af
„fúsum og frjálsum vilja“. Í umfjöll
un Kvennaathvarfsins um mansal
og vændi, þar sem bent er á ábyrgð
þeirra sem kaupa konur, segir:
„Kona sem ber harminn utan á
sér er ekki góð söluvara og oft ligg
ur líf og heilsa þeirra við að afla
sem mestra tekna. Að sjálfu leiðir
að kúnninn fær þá ímynd sem
hann sjálfur kýs og getur sannfært
sig um að hann eigi í viðskipta
sambandi á jafnréttisgrundvelli.“
Fyrir mörgum árum tók leiðar
ahöfundur viðtal við nokkrar er
lendar vændiskonur. Það var
engan veginn hægt að sjá utan á
konunum hvort þær stunduðu
vændi af fúsum og frjálsum vilja.
Reyndar tel ég að hjá öllum sem
selja líkama sinn hafi eitthvað
átt sér stað sem hafi hrakið við
komandi út í þennan dimma og
drungalega heim. Hvort sem það
er ofbeldi í æsku, slys, fátækt, kyn
ferðisofbeldi eða hreinlega mann
rán. Já, ég segi rán á manneskju því
ég ræddi við konu sem hafði farið
út úr húsi sínu í AusturEvrópu en
rankað við sér á Spáni, læst inni í
húsi þar sem henni var gefið dóp,
nauðgað ítrekað og svo seldur að
gangur að henni. Það var engin
leið að sjá það á henni. Hún trúði
mér fyrir þessu þegar við hittumst
daginn eftir á kaffihúsi til að ræða
frekar um vændisheiminn. Hún
bar það ekki utan á sér að hún
seldi aðgang að líkama sínum þar
sem við sátum á móti hvort öðru.
Hún hefði getað verið systir þín,
vinkona eða frænka þín.
Það eru meira en tíu ár síðan
ég tók þetta viðtal. Þá taldi ég að
leiðin til að draga úr því að konur
væru misnotaðar í þessum heimi
væri að lögleiða vændi, að ríkið
ræki vændishús með öryggis
verði frá Securitas og peningarn
ir væru notaðir hjálpa konum út
úr þessum heimi eða fræða þær til
að forða þeim frá því að verða þar
þolendur. Þetta er líklega leið sem
aldrei verður að veruleika og ég ef
ast nú um að hún sé rétta leiðin
þótt aðrir hafi trú á henni. Ég er
ekki með hina fullkomnu lausn
en ég veit að það þarf að bregðast
við og sú löggjöf sem var sett fyrir
næstum tíu árum er ekki að virka.
Niðurstaðan er nefnilega slá
andi. Vændi grasserar í Reykja
vík, í leiguíbúðum, gistiheimil
um og kampavínsklúbbum sem
aldrei fyrr þar sem allt er í boði.
Það er hægt að borga fyrir kynlíf,
endaþarmsmök, munnmök, láta
berja sig og jafnvel borga fyrir það
að fá að berja konur. Og það gera
bæði erlendir og íslenskir karl
menn. Það þarf að bjarga þessum
konum. n
Leiðari
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Spurning vikunnar Eiga einkaaðilar að fá að taka þátt í vegagerð?
„Nei, er þetta ekki fyrir samfélagið allt?“
Rut Sigtryggsdóttir
„Já, ekki gerir ríkið það.“
Magnús Sigurðsson
„Já, er ekki þörf á því?“
Margrét Jóhannsdóttir
„Ég er ekki búinn að kynna mér þessi mál nógu vel til að
geta svarað því.“
Ísak Grant
ORÐIÐ Á GÖTUNNI ENGINN ÁRANGUR, ALLT STOPP
M
argir undrast óvinsældir
innan við eins árs gamall
ar ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur en aðrir
benda á að einstakir ráðherrar
tryggi fylgistap og óvinsældir með
framgöngu sinni.
Dæmi um þetta er Svandís
Svavarsdóttir sem hefur sem heil
brigðisráðherra tekist á undra
skömmum tíma að fá alla upp á
móti sér. Taktík hennar virðist lík
því sem hún stundaði áður sem
umhverfisráðherra, að tefja og
þæfa mál sem eru henni ekki hug
myndafræðilega þóknanleg, svara
ekki erindum og koma hlutum í
bullandi ágreining.
Gott dæmi um þetta er and
staða ráðherrans við allt sem heit
ir einkarekstur í heilbrigðiskerf
inu. Ríkið er frekar látið greiða
fyrir dýrari aðgerðir í Svíþjóð en
framkvæma þær í Ármúlanum
hjá Klíníkinni og sjálfstætt starf
andi sérfræðilæknar vita ekkert
um sína stöðu þar sem Svandís
vill helst ríkisvæða allt heilbrigðis
kerfið og feta þannig slóð sem ekk
ert vestrænt markaðsþjóðfélag
hefur valið sér.
Að auki er eitt verst geymda
leyndarmálið í pólitíkinni það að
Svandís er dugleg að gagnrýna for
sætisráðherrann sinn og samherja
á bak við tjöldin og er á henni að
heyra að aðrir gætu valdið verk
efnum Katrínar Jakobsdóttur tölu
vert betur.
Orðið á götunni er að ljóst sé að
vinsældir ríkisstjórnarinnar muni
hrapa áfram ef einstakir ráðherrar
fara að dæmi Svandísar og vinna
fremur fyrir þröngan flokkskjarna
en almenning. n