Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 24
24 FÓLK - VIÐTAL 14. sept 2018
U
ndanfarin ár hefur Brynjar
verið áberandi á samfé-
lagsmiðlum, þá sérstaklega
Facebook, þar sem hann
lýsir skoðunum sínum á málefn-
um líðandi stundar. Hefur það
gert hann að einum umdeildasta
manni á Íslandi í dag. Hann hik-
ar ekki við að tjá skoðanir sínar og
uppsker iðulega bæði lof og fyrir-
litningu fyrir vikið. „Ég get stund-
um sagt óþægilega hluti. Málið er
að stjórnmálamenn eru mikið til
hættir í pólitík og hættir að þora að
hafa skoðanir vegna þess að þetta
er farið að snúast um að styggja
engan og helst hafa alla góða. Það
er bara ekki hægt,“ segir Brynjar
rólegur.
Hann telur sjálfan sig ekki vera
umdeildan. „Um leið og þú hefur
einhverjar skoðanir þá ertu orðinn
umdeildur, jafnvel sérkennilegur.
Ég held að ekkert af því eigi við, ég
er ekkert umdeildur hjá fólki sem
þekkir mig. Ég held að fólki finnist
ég tiltölulega venjulegur maður.“
Brynjar og blaðamaður DV horfa
hvor á annan eitt augnablik. „Nei,
ókei, ekki alveg venjulegur maður.
Ekki í klæðaburði, útliti eða svona
öðrum aukaatriðum. Kannski létt
sérlundaður. Ég lít alltaf út eins
og ég sé fúll. Eins og konan mín
segir, „getur þú ekki reynt að vera
svolítið glaðlegur?“. Ég svara því
að það eigi ekki við mig. Ég er
samt ekkert sérstaklega fúll,“ segir
Brynjar fúll á svipinn.
Enginn Trump
Brynjar er Reykvíkingur og hefur
búið í Reykjavík alla sína ævi.
Hann mikill Valsari og spilaði
knattspyrnu með félaginu á árum
áður, fyrir utan eitt tímabil með
Fylki. Hann gekk í Hlíðaskóla og
Menntaskólann við Hamrahlíð
áður en hann fór í lögfræði við Há-
skóla Íslands. Áður en hann sett-
ist á þing var hann formaður Lög-
mannafélags Íslands og sjálfstætt
starfandi lögmaður.
Hvað vitum við ekki um þig?
„Það sem menn vita ekki um
mig er hvað ég er mjúkur maður,
segi kannski ekki dúnmjúkur en
allt að því, og frekar viðkvæm-
ur. Þeir sem segja skoðun sína
virka oft eins og þeir séu harðir
og töffarar. Ég er samt ekki töffari
eins og menn vilja halda, það er
það skrítna við mig. Ég á mjög
erfitt með að sjá eitthvað sorglegt
og tek gjarnan að mér þá sem eiga
undir högg að sækja, jafnvel um-
komulaus dýr. Ef fólk heldur að ég
sé einhver Trump þá er það mikill
misskilningur.“
Það má skynja viðkvæmni hjá
þér þegar verið er að ræða erf-
ið mál, er þetta reynslan af lög-
mannsstörfunum sem þú ert að
taka með þér inn í þingstörfin?
„Ég var auðvitað að sinna fólki
sem átti mjög á brattann að sækja.
Ég var að hjálpa fólki sem hafði
engan. Ég rukkaði aldrei fátækt
fólk í lögmannsstörfum. Ég lagði
á mig að hjálpa fólki endurgjalds-
laust og leit á það sem hluta af lög-
mannsstarfinu. Ég var oft skam-
maður fyrir það á minni stofu
hvað ég væri mikill aumingi að
rukka, en það var bara þannig, ég
átti bara erfitt með að horfa að-
gerðarlaus á fólk sem glímdi við
erfiðleika.“
Gefur lítið fyrir Pírata og
Samfylkinguna
Á samfélagsmiðlum veigrar
Brynjar sér ekki við að skamma
þá sem hann telur það eiga skil-
ið. „Þegar ég læt menn heyra það,
þá er um að ræða fólk sem er búið
að hrauna yfir einhverja aðra með
ómálefnalegum hætti. Það er fyrst
og fremst stóryrt fólk sem ég er að-
allega að pota í. Ég ræðst almennt
ekki á fólk sem á erfitt.“
Þegar farið er gróflega yfir skot-
mörk Brynjars virðist sem það séu
helst Píratar og Samfylkingin sem
hann hafi í sigtinu.
Fara þessir flokkar í taugarnar
á þér?
„Eins ágætt fólk og það er þá
finnst mér oft eins og ég sé að tala
við einhverja á röngum stað í til-
verunni. Píratar eru ekki að tala
um neina pólitík, þeir eru bara
eins og hverjir aðrir teknókratar,
vilja að fá að vita hvar óskráðu
reglurnar eru skráðar og eru alltaf
að reyna að koma höggi á ein-
hvern. Menn eru alltaf að ráðast á
aðra stjórnmálamenn og saka um
spillingu. Þau eru ekki að hugsa
Brynjar Níelsson hefur setið á þingi fyrir
Sjálfstæðis flokkinn frá árinu 2013, síðan þá hefur
slitnað upp úr tveimur ríkisstjórnum. Blaðamaður
settist niður með Brynjari á skrifstofu hans við
Austur völl og ræddi við hann á persónulegu nót
unum um þingveturinn sem er að hefjast og stöðuna í
stjórnmálunum og samfélaginu í dag.
„Mín pólitík snýst um að
leyfa fólki bara að njóta sín“
LJÓSMYNDIR: DV/HANNA
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is