Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 12
12 14. sept 2018FRÉTTIR Þ jálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiðar aðstæður. Það er alveg sama hvað er gert, iðkandinn kemur alltaf illa út úr svona aðstæðum,“ segir Ómar Már Þóroddsson, faðir þriggja stúlkna, en hann telur dætur sínar hafa orðið fyrir grófri mis- munun hjá Skautafélagi Akur- eyrar. Upphaf málsins má rekja til ágreinings sem kom upp í kjölfar þess að yfirþjálfari hjá fé- laginu hóf, að sögn Ómars Más, að gera hosur sínar grænar við, þá 17 ára gamla, dóttur Ómars. Ómar gagnrýnir harðlega við- brögð stjórnar SA við málinu en hann segir ásakanirnar hafa verið virtar að vettugi og málið sagt „óheppilegt.“ Bauð henni út að borða og í bíó Dætur Ómars, 19, 14 og 8 ára, hafa allar æft listdans á skautum hjá fé- laginu en umræddur þjálfari, sem kemur frá Hollandi, hefur að sögn Ómars starfað hjá SA síðastliðin tvö ár og þjálfað allar dætur hans. Lýsir Ómar því þannig að hlutirn- ir hafi breyst til hins verra eftir að yfirþjálfarinn byrjaði að reyna við elstu dóttur hans. Hann hafi með- al annars boðið henni út að borða fyrir utan bæinn og einnig í bíó. „Þegar hún vildi ekki fara með honum fór það eitthvað í taugarnar á honum og fór hann að þjálfa dætur mínar illa. Hætti að sinna þeim og ætlaði að sleppa því að leyfa þeim að fá þjálfun hjá danskennara eins og allir hinir fengu. Við vorum búin að reyna að tala við hann og sagði hann ástæð- una vera að þeir sem væru í stjórn legðu mikla áherslu á að þeirra börn fengju góða þjálfun og þess vegna gæti hann ekki sinnt stelp- unum mínum betur.“ „Bara einhver misskilningur“ Ómar Már kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann reyndi að bera málið undir stjórn LSA. „Stjórnin sagði að þetta væri allt saman bara einhver misskiln- ingur. Ég geri mér grein fyrir því að það getur alltaf komið upp misskilningur en hann á aldrei að bitna á börnunum. Ég sagði að það væri undarlegt að þessi misskilningur bitnaði bara á mín- um börnum. Ef þetta væri tungu- málaörðugleikar þá þyrfti bara að kenna manninum íslensku. Við náðum þó því í gegn að stelpurnar fengu danstíma eins og hinir iðkendurnir. En ekki batnaði framkoma yfirþjálfarans eða for- mannsins. Voru ýmis mál kominn upp á borðið svo sem að það átti að láta okkur borga meira en suma aðra iðkendur fyrir æfingabúðir. Ýmislegt annað í framkomunni við okkar dætur var kornið sem fyllti mælinn og þær vildu ekki halda áfram að æfa með þessum klúbbi þar sem þeim var greini- lega mismunað bæði af stjórn og þjálfara.“ Gögn af tölvupóstsamskiptum breyttu litlu Ómar segir þau hjónin eiga af- rit af nánast öllum tölvupóstsam- skiptum sem sýna svart á hvítu til- raunir yfirþjálfarans til að nálgast dóttur hans. Þau gögn hafi verið lögð fyrir stjórn SA en virt- ust ekki hafa haft mikið að segja. „Ég veit til þess að stjórnin kvartaði undan samskiptum við okkur og fékk ÍBA í málið. Þegar ÍBA sá tölvupóstinn var ákveðið að reyna að ná sáttum, reyna að laga þetta.“ Í kjölfarið var haldinn fundur með ÍBA og stjórn SA og formanni SA. „Það var reynt að ná sáttum, og við vorum alveg tilbúin til þess, eins og ég sagði við konu mína og dætur þá væri allt í lagi að vera þarna áfram ef þetta yrði lagað. Svörin sem við fengum þar voru að þetta mál, að þjálfari væri að reyna við dóttur mína væri jú, vissulega „óheppilegt“ og að það yrði talað um þetta við hann. Ég veit ekkert hvort það var gert eða ekki. Þegar stjórnin sagði að það væri ekkert að hjá henni þá sagði ég hreinlega að við hefðum ekk- ert meira að ræða. Ég ætla ekki að gefa neitt eftir hvað þetta varð- ar og það kemur ekki til greina að ég láti bjóða mínum börnum upp á þetta,“ segir Ómar Már jafn- framt, en seinustu samskipti hans við félagið áttu sér stað í mars síð- astliðnum. „Þegar bæði stjórn SA og þjálfarinn segja að það sé ekk- ert að þá er í raun ekkert hægt að gera.“ Mikil fækkun Ómar segir það skjóta skökku við að segja að allt sé í lagi á sama tíma og fækkað hefur umtalsvert í klúbbnum. Kveðst hann telja að um 15 til 20 prósent iðkenda hafi hætt eftir fund þeirra hjóna með stjórninni í mars síðastliðnum. „Ég veit fyrir víst að það hafa nokkrir hætt af því að þeim hefur hreinlega ekki verið sinnt. Þegar fólk vissi að við værum að fara úr félaginu þá hringdu nokkrir for- eldrar í okkur og hrósuðu okkur fyrir að láta ekki bugast.“ Í kjölfarið tók fjölskyldan þá ákvörðun að mæðgurnar myndu flytja tímabundið til Reykjavíkur til að dæturnar gætu átt möguleika á að æfa íþróttina áfram. „Þetta er það sem þær langar að gera og þetta er það sem þær eru góðar í. Þær eru búnar að æfa skauta í langan tíma og vilja halda áfram.“ Umræddur þjálfari starfar enn hjá Skautafélagi Akureyrar. DV hafði samband við forsvarsmenn félagsins vegna málsins en við- brögð þeirra voru að senda eftir- farandi yfirlýsingu til blaðsins: „Í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Skautafélagið vann mál- ið með fagaðilum innan íþrótta- hreyfingarinnar en engar sann- anir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðreglur eða mismunað iðkend- um. Við teljum málinu lokið af okkar hálfu og munum ekki tjá okkur frekar um það.“ Yfirlýsingin birtist á heimasíðu Skautafélags Akureyrar. n Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Ómar flúði með dætur sínar í annað bæjarfélag „Þegar hún vildi ekki fara með honum fór það eitthvað í taugarnar á honum og fór hann að þjálfa dætur mínar illa. Hætti að sinna þeim og ætlaði að sleppa því að leyfa þeim að fá þjálfun hjá danskennara eins og allir hinir fengu. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is n Var mismunað vegna höfnunar n Elsta dóttirin vildi ekki þýðast þjálfarann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.