Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 9
14. sept 2018 FRÉTTIR 9 opnu rými fyrir framan alla,“ bætti konan við. Kostar það hundrað þúsund? spurði blaðamaður. „Já. Við munum eiga magnaða lífsreynslu saman.“ Er allt innifalið í þeirri lífs- reynslu? „Auðvitað. Ertu hrifinn af stell- ingunni 69?“ spurði konan og blaðamaður svaraði játandi. „Dríf- um okkur þá.“ Blaðamaður kvaðst þá einungis hafa 40 þúsund krón- ur í veskinu. Konan svar- aði að ekkert væri upp úr því að hafa. Blaðamaður sagðist þá þurfa að fara í hraðbanka en konan sagðist ekki hafa tíma til bíða eft- ir því. „Þér liggur sem sagt á,“ sagði blaðamaður. „Já. Ég er mjög spennt. Ég vil fá þig upp í herbergið. Þetta rými hér er óþægilegt. Við þurfum að fara upp. […] Komdu elskan,“ sagði konan og upplýsti aftur að í lokuðu rými á þriðju hæð staðar- ins gætu þau verið í næði þar sem vændið fer fram. Hvaðan koma konurnar á Shooters? Einn heimildarmanna DV er leigubílstjóri sem upplýsti að á Dyngjuvegi 14 væri að finna konur sem stunduðu vændi. Konurnar væru jafnframt að selja vændi á Shooters og væri athvarf þeirra í hinu glæsilega ein- býlishúsi á meðan þær eru hér á landi. Í reisulegu húsinu eru skráðar saman nokkrar austurevrópskar konur sem eru venjulega sóttar upp úr níu að kvöldi til og fluttar á Shooters eða keyrðar á aðra áfangastaði í höfuðborginni. Heimildarmenn segja að mannaferðir þar hafi ver- ið gríðarlegar undanfarin ár og hafi dömur búið þar saman, allt að tuttugu í einu um tíma. „Ég skil ekki hvernig lögreglan gerir ekki neitt í þessu. Þetta fer fram fyrir allra augum,“ segir einn heimildarmaður DV sem hefur búið í nágrenni hússins á Dyngju- vegi undanfarin ár. „Þetta er fjöl- skylduvænt hverfi og hryllir mann við að sjá þessa umferð á vænd- iskonum og strípidömum, því al- máttugur má vita hvað gengur á í þessu húsi. Ekki líst mér heldur á alla leigubílana.“ Grunur um innherjasvik Húsið á Dyngjuvegi 14 var sett á sölu í kringum haustið 2015. Fyrir- tækið Fastrek ehf. er nú skráð fyrir húsinu en eigandi þess fyrirtækis er Elena Litsova Sigtryggsson, eigin kona Ómars Sigtryggssonar, framkvæmdastjóra markaðsvið- skipta hjá Saga Capital fjár- festingarbanka. Bæði eru búsett í Bretlandi. Við innkeyrsluna hjá Dyngju- vegi 14 hefur reglulega sést til umferða bifreiðar sem er skráð á Kjartan Berg Jónsson, sem að sögn heimildarmanns hefur fengið viðurnefnið „Kjarri Kólus“. Kjartan var einn þriggja aðila sem grun- aðir voru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf Icelandair en all- ir sem lágu undir grun neituðu alfarið sök vegna málsins sem er nú enn í ferli. Talið er að mennirnir þrír hafi hagn- ast um rúm- lega 61 milljón króna en hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Mennirnir eru ýmist ákærð- ir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af hér- aðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármun- ir þeirra og félagsins Fastreks, sem einnig er ákært í málinu, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Gef- in var út ákæra í málinu á dögun- um sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður næsta fyrir- taka í málinu þann 21. september næstkomandi. Einnig er Kristján Georg Jó- steinsson á meðal hinna grunuðu í þessu máli, en hann er stjórnar- formaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Fastreks ehf. ásamt Elenu. Eiginkona Kristjáns, Anzela Jósteinsson, situr einnig í stjórn hjá fyrirtækinu og vill heimildar- maður DV meina að þær Elena Litsova og Anzela séu perluvin- konur. Kristján og Anzela voru bæði dæmd þann 3. nóvember 2015 fyrir fjárhættuspil í gegnum fyr- irtækið P&P áhugamannafélag. Kristján hlaut tólf mánaða fang- elsisdóm, þar af níu mánuði skil- borðsbundna, en eiginkona hans hlaut níu mánaða dóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Dómun- um var áfrýjað. Vændiskonur í íbúðum Íslendinga DV kannaði einnig vændi sem á sér stað í Airbnb-íbúðum og gisti- heimilum. Eina kvöldstund hafði DV samband við yfir tuttugu konur og var auðsótt mál að fá þá þjón- ustu sem þær auglýstu á hinum ýmsu síðum. Konurnar voru flestar til húsa miðsvæðis í Reykjavík. Flestar konurnar auglýstu á City of Love og hafa auglýsingar á vefsíð- unni aukist jafnt og þétt undanfar- in ár, þótt talsvert sé um að sama konan sé með fleiri en eina aug- lýsingu. Sterk tengsl virðast vera á milli fjölgunar ferðamanna og starfsemi vændiskvenna. Það er misjafnt hvað konurnar bjóða upp á, en þær auglýsa allt frá hefð- bundnu kynlífi yfir í svæsið ofbeldi þar sem karlmanninum er boðið að ganga hart fram gegn greiðslu, og dæmi um að konur bjóði karl- mönnum að slá sig á meðan á „kynlífi“ stendur líkt og í svæsnum klámmyndum. Margar konurnar virtust vera á eigin vegum en rannsókn DV leiddi einnig í ljós að svo virð- ist sem þriðji aðili hafi tekjur af vændi. Þegar blaðamaður DV hafði hringt í konurnar var hringt í síma blaðamanns og spurt hvað honum gengi til. Af hverju í ósköp- unum hann væri að hringja í allar þessar stúlkur. Hann væri búinn að panta sér þjónustu hjá sex stúlk- um á skömmum tíma. Af þessu má draga þá ályktun að einhver haldi utan um konurnar á meðan þær eru hér á landi og geri þær út eins og í tilviki barnaverndarstarfs- mannsins fyrr á árinu. Snorri Birgisson, sem er sér- fræðingur í mansali hjá lög- reglunni, hefur sagt mörg tilvik hafa komið upp þar sem vændi er stundað í skammtímaleiguíbúð- um, svo sem Airbnb. Hefur Snorri sagt að gestgjafar séu ekki alltaf meðvitaðir um í hvaða tilgangi fólk komi hingað til lands og átti sig ekki á að vændi geti verið VÆNDISKONURNAR Í REYKJAVÍK OG DULARFULLA HÚSIÐ Á DYNGJUVEGI n Tugir vændiskvenna í miðborginni n Blaðamanni boðið vændi n Vændiskonur í íbúðum Íslendinga n DV fylgdist með kaupendum n Dularfullt hús á Dyngjuvegi n Allt í boði gegn kampavínskaupum„Ertu hrifinn af stellingunni 69? 35 þúsund klukkutími 35 þúsund klukkutími Vinna tvær saman: Skúla- gata, 35 þús- und klukkutími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími, 55 þúsund tveir tímar Grettisgata, 35 þúsund hálftími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími Laugavegur, 35 þúsund klukkutími, 60.000 trekantur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.