Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 9
14. sept 2018 FRÉTTIR 9 opnu rými fyrir framan alla,“ bætti konan við. Kostar það hundrað þúsund? spurði blaðamaður. „Já. Við munum eiga magnaða lífsreynslu saman.“ Er allt innifalið í þeirri lífs- reynslu? „Auðvitað. Ertu hrifinn af stell- ingunni 69?“ spurði konan og blaðamaður svaraði játandi. „Dríf- um okkur þá.“ Blaðamaður kvaðst þá einungis hafa 40 þúsund krón- ur í veskinu. Konan svar- aði að ekkert væri upp úr því að hafa. Blaðamaður sagðist þá þurfa að fara í hraðbanka en konan sagðist ekki hafa tíma til bíða eft- ir því. „Þér liggur sem sagt á,“ sagði blaðamaður. „Já. Ég er mjög spennt. Ég vil fá þig upp í herbergið. Þetta rými hér er óþægilegt. Við þurfum að fara upp. […] Komdu elskan,“ sagði konan og upplýsti aftur að í lokuðu rými á þriðju hæð staðar- ins gætu þau verið í næði þar sem vændið fer fram. Hvaðan koma konurnar á Shooters? Einn heimildarmanna DV er leigubílstjóri sem upplýsti að á Dyngjuvegi 14 væri að finna konur sem stunduðu vændi. Konurnar væru jafnframt að selja vændi á Shooters og væri athvarf þeirra í hinu glæsilega ein- býlishúsi á meðan þær eru hér á landi. Í reisulegu húsinu eru skráðar saman nokkrar austurevrópskar konur sem eru venjulega sóttar upp úr níu að kvöldi til og fluttar á Shooters eða keyrðar á aðra áfangastaði í höfuðborginni. Heimildarmenn segja að mannaferðir þar hafi ver- ið gríðarlegar undanfarin ár og hafi dömur búið þar saman, allt að tuttugu í einu um tíma. „Ég skil ekki hvernig lögreglan gerir ekki neitt í þessu. Þetta fer fram fyrir allra augum,“ segir einn heimildarmaður DV sem hefur búið í nágrenni hússins á Dyngju- vegi undanfarin ár. „Þetta er fjöl- skylduvænt hverfi og hryllir mann við að sjá þessa umferð á vænd- iskonum og strípidömum, því al- máttugur má vita hvað gengur á í þessu húsi. Ekki líst mér heldur á alla leigubílana.“ Grunur um innherjasvik Húsið á Dyngjuvegi 14 var sett á sölu í kringum haustið 2015. Fyrir- tækið Fastrek ehf. er nú skráð fyrir húsinu en eigandi þess fyrirtækis er Elena Litsova Sigtryggsson, eigin kona Ómars Sigtryggssonar, framkvæmdastjóra markaðsvið- skipta hjá Saga Capital fjár- festingarbanka. Bæði eru búsett í Bretlandi. Við innkeyrsluna hjá Dyngju- vegi 14 hefur reglulega sést til umferða bifreiðar sem er skráð á Kjartan Berg Jónsson, sem að sögn heimildarmanns hefur fengið viðurnefnið „Kjarri Kólus“. Kjartan var einn þriggja aðila sem grun- aðir voru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf Icelandair en all- ir sem lágu undir grun neituðu alfarið sök vegna málsins sem er nú enn í ferli. Talið er að mennirnir þrír hafi hagn- ast um rúm- lega 61 milljón króna en hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Mennirnir eru ýmist ákærð- ir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af hér- aðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármun- ir þeirra og félagsins Fastreks, sem einnig er ákært í málinu, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Gef- in var út ákæra í málinu á dögun- um sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður næsta fyrir- taka í málinu þann 21. september næstkomandi. Einnig er Kristján Georg Jó- steinsson á meðal hinna grunuðu í þessu máli, en hann er stjórnar- formaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Fastreks ehf. ásamt Elenu. Eiginkona Kristjáns, Anzela Jósteinsson, situr einnig í stjórn hjá fyrirtækinu og vill heimildar- maður DV meina að þær Elena Litsova og Anzela séu perluvin- konur. Kristján og Anzela voru bæði dæmd þann 3. nóvember 2015 fyrir fjárhættuspil í gegnum fyr- irtækið P&P áhugamannafélag. Kristján hlaut tólf mánaða fang- elsisdóm, þar af níu mánuði skil- borðsbundna, en eiginkona hans hlaut níu mánaða dóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Dómun- um var áfrýjað. Vændiskonur í íbúðum Íslendinga DV kannaði einnig vændi sem á sér stað í Airbnb-íbúðum og gisti- heimilum. Eina kvöldstund hafði DV samband við yfir tuttugu konur og var auðsótt mál að fá þá þjón- ustu sem þær auglýstu á hinum ýmsu síðum. Konurnar voru flestar til húsa miðsvæðis í Reykjavík. Flestar konurnar auglýstu á City of Love og hafa auglýsingar á vefsíð- unni aukist jafnt og þétt undanfar- in ár, þótt talsvert sé um að sama konan sé með fleiri en eina aug- lýsingu. Sterk tengsl virðast vera á milli fjölgunar ferðamanna og starfsemi vændiskvenna. Það er misjafnt hvað konurnar bjóða upp á, en þær auglýsa allt frá hefð- bundnu kynlífi yfir í svæsið ofbeldi þar sem karlmanninum er boðið að ganga hart fram gegn greiðslu, og dæmi um að konur bjóði karl- mönnum að slá sig á meðan á „kynlífi“ stendur líkt og í svæsnum klámmyndum. Margar konurnar virtust vera á eigin vegum en rannsókn DV leiddi einnig í ljós að svo virð- ist sem þriðji aðili hafi tekjur af vændi. Þegar blaðamaður DV hafði hringt í konurnar var hringt í síma blaðamanns og spurt hvað honum gengi til. Af hverju í ósköp- unum hann væri að hringja í allar þessar stúlkur. Hann væri búinn að panta sér þjónustu hjá sex stúlk- um á skömmum tíma. Af þessu má draga þá ályktun að einhver haldi utan um konurnar á meðan þær eru hér á landi og geri þær út eins og í tilviki barnaverndarstarfs- mannsins fyrr á árinu. Snorri Birgisson, sem er sér- fræðingur í mansali hjá lög- reglunni, hefur sagt mörg tilvik hafa komið upp þar sem vændi er stundað í skammtímaleiguíbúð- um, svo sem Airbnb. Hefur Snorri sagt að gestgjafar séu ekki alltaf meðvitaðir um í hvaða tilgangi fólk komi hingað til lands og átti sig ekki á að vændi geti verið VÆNDISKONURNAR Í REYKJAVÍK OG DULARFULLA HÚSIÐ Á DYNGJUVEGI n Tugir vændiskvenna í miðborginni n Blaðamanni boðið vændi n Vændiskonur í íbúðum Íslendinga n DV fylgdist með kaupendum n Dularfullt hús á Dyngjuvegi n Allt í boði gegn kampavínskaupum„Ertu hrifinn af stellingunni 69? 35 þúsund klukkutími 35 þúsund klukkutími Vinna tvær saman: Skúla- gata, 35 þús- und klukkutími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími, 55 þúsund tveir tímar Grettisgata, 35 þúsund hálftími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími Hverfisgata, 35 þúsund klukkutími Laugavegur, 35 þúsund klukkutími, 60.000 trekantur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.