Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 18
18 14. sept 2018FRÉTTIR geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr „Ég hef alltaf verið heillaður af norður ljósunum og hef aldrei séð þau fallegri en hér á Íslandi Í slendingar hafa staðið sig frá- bærlega við skipuleggja og taka á móti þessum gríðarlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína til landsins. Að mínu mati er þetta afrek sem á engan sinn líka í veröldinni. Það eru vissulega stór verkefni og áskoranir fram undan en ég er handviss um að Ís- land verði áfram eftirsóttur ferða- mannastaður,“ segir Björn Nygaard Kers í samtali við DV. Björn kom fyrst til Íslands fyrir rúmum 15 árum þegar hann hóf uppbyggingu Hótel Rangár ásamt Friðriki Páls- syni. Hann segir að um ævintýra- legt ferðalag hafi verið að ræða sem hafi gert það að verkum að hann elski Ísland. „Ég er fæddur í Svíþjóð, alinn upp í Bandaríkj- unum, á pólska eiginkonu og hef búið víða um heim. En hjarta mitt er á Íslandi,“ segir Björn og hlær. Blaðamaður DV settist niður með honum og ræddi um farinn veg og hvernig Íslendingar hafa stað- ið sig í að takast á við ferðamanna- byltinguna. Krefjandi að byggja upp lúxushótel á Íslandi Eins og áður segir er bakgrunnur Björns fjölbreyttur. „Faðir minn var ljósmyndari, Leif-Erik Nygaard, og við fluttum frá Svíþjóð til Chicago í Bandaríkjunum þegar ég var á barnsaldri. Hann var fær í sínu fagi og á meðal annars heiðurinn af því að hafa tekið síðustu ljósmyndina af Marilyn Monroe,“ segir Björn. Björn stefndi um tíma á að feta listabrautina. „Ég fékk plötu- samning sem rokksöngvari um tíma og sá fyrir mér heimsfrægð. Síðan starfaði ég sem kennari og síðan fjárfesti ég í nokkrum eldis- fyrirtækjum og rak þau. Að lokum rak ég lúxusveitingastað um tíma og þaðan slysaðist ég inn í hótel- bransann,“ segir hann. Sameiginlegur vinur kynnti hann fyrir Friðriki Pálssyni og verk efni hans með Hótel Rangá og Björn kolféll fyrir hugmyndinni. „Mér fannst þetta verkefni vera gríðarlega spennandi áskorun. Á þessum tíma var lítið af lúxus- hótelum á Íslandi, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Þá var Ísland líka eitt dýrasta land í heimi, rétt eins og í dag, en hafði ekki hlot- ið þá ótrúlegu landkynningu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Það var því mjög erfitt að markaðssetja hótelið og sannfæra erlenda gesti um að það væri þess virði að eyða hárri upphæð í ferða- lag til Íslands,“ segir Björn. Liður í því hafi verið að skipta um samstarfsaðila. „Fyrst um sinn vorum við meðlimir í hótelkeðju Icelandair. Það hentaði ekki okkar rekstri og stefnu og því urðum við sammála um að ljúka því sam- starfi í góðu. Hótel Rangá var lítið hótel með háan kostnað á hverja gistinótt. Við þurftum því að gera þjónustuna persónulegri og veita gestum margs konar þjónustu fyrir utan gistinguna, til dæmis við að skipuleggja ferðalagið þeirra,“ segir Björn. Lottóvinningur að ganga í Great hotels of the world Þegar samstarfinu við Icelandair lauk fékk Hótel Rangá inngöngu inn í Great hotels of the world-sam- tökin sem reyndist mikið gæfu- spor. „Það var mikil vinna að kom- ast þangað inn. Ég tók að mér að sjá um að Hótel Rangá uppfyllti ströng gæðastjórnunarskilyrði samtakanna. Að lokum reyndist innganga okkar sannkallaður lottó- vinningur. Þar fengum við mikla og ódýra umfjöllun sem skilaði sér í fleiri gestum,“ segir Björn. Þá hafi hann einnig séð um hönnun hót- elherbergjanna ásamt Olgu Rei frá Tiffany & Co í New York. „Þau hafa vakið mikla athygli enda afar sérstök. Mín sýn var sú að markaðssetja hótelið einnig fyrir Ís- lendinga þannig að þeim liði eins og þeir væru komnir til útlanda. Það gekk ágætlega þótt útlendingar hafi verið mikill meirihluti gesta,“ segir Björn. Frumkvöðlar í markaðssetningu norðurljósanna Þá segir hann að aðstandendur hótelsins hafi lagt mikla vinnu í að markaðssetja Ísland á fjölbreyttan hátt, til dæmis með norðurljósun- um. „Ég hef alltaf verið heillaður af norðurljósunum og hef aldrei séð þau fallegri en hér á Íslandi. Ég held að orðatiltækið „glöggt er gests aug- að“, eigi ágætlega við. Ég var agn- dofa yfir þessari fegurð en það var eins og Íslendingar væru svo vanir þeim að þeir gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir verðmætunum,“ segir Björn. Norðurljósin hafi því skipað veigamikinn sess í markaðsstarfi Hótel Rangár. „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að við höfum verið frumkvöðlar í þeim efnum „Það hafa verið kraftaverk unnin í ferðamennsku hérlendis“ n Björn Nygaard Kers tók þátt í uppbyggingu Hótel Rangár n Segir hjarta sitt vera á Íslandi n Íslendingar lausnamiðaðir tækifærissinnar sem frábært er að vinna með Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.