Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 25
FÓLK - VIÐTAL 2514. sept 2018 um samkeppnishæfni fyrirtækja eða hvað stendur undir velferð þjóðarinnar. Þegar maður lætur hagsmuni atvinnulífsins sig varða þá er maður sakaður um að standa með sérhagsmunum. Samfylk­ ingin og Píratar, ég veit ekki fyrir hvaða pólitík þetta fólk stendur,“ segir Brynjar. „Þau grípa eitthvað sem er vinsælt og tala hátt um það. Þessi pólitík snýst alltaf bara um eitthvert upphlaup, oftast al­ gjört bull, ekki hvað gagnast landi og þjóð. Að því leytinu gef ég lítið fyrir þessa flokka tvo.“ Þarf reynslumeira fólk í stjórnmálin „Ég segi hluti sem stjórnmála­ menn vilja helst ekki segja. Þeir vilja ekki segja neitt sem veldur ugg eða óróa, það sé ekki póli­ tískt sniðugt eða heppilegt. Það er alveg rétt sem sumir segja, að maður verði að velja sína pólitísku slagi, en þegar ég byrjaði í stjórn­ málum var sú krafa gerð til stjórn­ málamanna að þeir segðu alltaf satt og kæmu heiðarlega fram, þótt óþægilegt kunni að vera. Svo þegar menn gera það þá fara allir á taugum. Margir vilja bara heyra þann sannleika sem hentar, engin óþægindi. Þannig er bara mann­ skepnan.“ Brynjar er ekki ánægður með stjórnmálaumræðuna í dag. „Mér finnst eins og menn séu tiplandi á tánum í öllum pólitísk­ um átakamálum, þá verður bara stöðnun. Þegar stjórnmálamenn hafa takmarkaða reynslu og póli­ tísk hugsjón er á reiki, gerist lítið. Þá aukast sjálfkrafa völd og áhrif embættismanna, sem ekkert um­ boð hafa. Ég held að við stjórn­ málamenn eigum að gera minna af því að gagnrýna embættismenn og líta frekar í eigin barm þegar okkur finnst eitthvað hafa farið úr­ skeiðis.“ Til að breyta þessu segir Brynj­ ar að það þurfi einfaldlega öflugra og reynslumeira fólk í stjórnmálin. „Ég vil sjá fjölda fólks með þekk­ ingu og reynslu úr atvinnulífinu, þegar litið er yfir þingið í dag eru sárafáir með slíka reynslu. Það má nánast segja að það séu sífellt fleiri með litla sem enga reynslu af vinnumarkaði,“ segir Brynjar. „Þetta á að snúast um að gera at­ vinnulífið öflugt og samkeppnis­ hæft, þá er hægt að standa und­ ir einhverri velferð. Svo getum við stjórnmálamenn deilt um for­ gangsröðun og réttlæti í þeim efn­ um.“ Halda að það séu til peningar í allt Hin pólitíska sýn Brynjars snýst um að tryggja öflugt atvinnulíf og gefa öllum tækifæri til þess að gera það sem hugurinn segir og hentar hæfileikum hvers og eins. Brynjar segir að stjórnmálin í dag snúist frekar um að steypa alla í sama mót. „Það er alltaf verið að hand­ smíða líf fólks. Taka alla ábyrgð af fólki. Ríkið á að fylgja þér alveg frá vöggu til grafar. Þú átt bara rétt á því að hafa sömu stöðu og ein­ hver annar. Pólitíkin í dag snýst um að við eigum að vera ein­ hverjir samfélagsverkfræðingar og hanna reglur sem eiga að leiða fólk í gegnum lífið. Það er bara vand lifað að fara eftir öllum þess­ um reglum. Smátt og smátt verður fólk alveg ábyrgðarlaust. Það verð­ ur mjög skrítið samfélag að lokum. Mín pólitík snýst um að skapa um­ hverfi þannig að hver og einn hafi tækifæri til að njóta sín, en með öryggisnet fyrir þá sem einhverra hluta vegna ná ekki að fóta sig.“ Hann telur borðleggjandi að hægt sé að hagræða víða í kerf­ inu og tekur menntakerfið sem dæmi. Það hefur þanist út á síð­ ustu áratugum án þess að sérstak­ ur árangur sé mælanlegur. Við höfum bætt við ýmsu námi, gjarn­ an einhverjum pólitískum vísind­ um eins og kynjafræði, sem er til óþurftar frekar en hitt. Við þurf­ um að skipuleggja nám eftir þörf­ um atvinnulífsins og þurfum ekki að bjóða upp á alla mögulega kúrsa, hvað þá gera þá meira og minna að skyldufögum. Við verð­ um að vera praktísk þegar kemur að skattfé.“ Sýn Brynjars á stjórnmál hefur oftar en einu sinni stangast á við sýn samherja hans og hann hefur sjálfur haft á orði að það ætti bet­ ur við hann að vera í stjórnarand­ stöðu. Hann var ekki hrifinn af til­ lögum Framsóknarflokksins um leiðréttingu á skuldum heimil­ anna þegar Sjálfstæðisflokkurinn starfaði með honum, hann var ekki heldur hrifinn af jafnlaunavottun­ inni í tíð síðustu ríkisstjórnar. Nú er hann stjórnarþingmaður ríkis­ stjórnar Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokks með stefnu sem Brynjar hefur sagt að muni drepa lýðræðissamfélagið á endanum. „Já, ef þessi sjónarmið yrðu ofan á þá yrðu þau jafn skaðleg og sósíal­ ismi annars staðar. Það er ekki þar með sagt að þetta sé ekki skynsamt og gott fólk. Mér finnst margir af þingmönnum VG mjög traustir, ég vann með Katrínu í efnahags­ og viðskiptanefnd þegar hún var í stjórnarandstöðu. Mjög glögg og klár. Ég hef þekkt Svandísi frá því í menntaskóla. Þótt maður sé ekki sammála því í pólitík þá er skyn­ semi í þessu fólki. Ég get líka farið á fund í Valhöll og hitt fólk sem ég er fullkomlega ósammála.“ Eins og áður segir er þetta þriðja ríkisstjórnin við völd frá því að Brynjar settist á þing. Með hverjum er best að vinna? „Þetta reynir ekki svo mikið á hinn almenna þingmann, meira á ráðherra og hvernig þeir vinna saman. Ég get unnið með öllum. Ef maður setur sig vel inn í málin í nefndarstörfunum þá getur mað­ ur haft heilmikil áhrif. Það er líka oft styttra á milli fólks en menn halda, nema þegar það er stór hugmyndafræðilegur munur. Slík mál eru hins vegar ekki oft á dag­ skrá.“ Erfiður þingvetur framundan Brynjar sér fram á erfiðan þing­ vetur. „Aðaláhyggjur mínar af þessum vetri eru að nú er kom­ ið inn í launþegahreyfingarnar fólk sem ætlar í alvöru pólitík. Það snýst ekkert um að ná hagstæðum samningum við atvinnurekend­ ur heldur að þrýsta á stjórnvöld. Þetta er vond og hættuleg þróun, þegar menn ætla að krefja stjórn­ völd og atvinnulífið um útgjöld sem er ekki innistæða fyrir. Ég ótt­ ast að menn sýni ekki nógu mikla ábyrgð.“ Var ekki hægt að kæfa óánægj- una í fæðingu með því að setja lög á kjararáð? „Nei, það á að fara eftir þeim leikreglum sem við setjum en ekki breyta þeim afturvirkt. Ég man ekki þá tíð að ekki hafi verið almenn óánægja með launahækkun æðstu embættismanna og þingmanna. Ekki má gleyma í þessu samhengi að laun þessara hópa voru lækk­ uð um 10–15 prósent 2009 og síð­ an fryst fram til 2013 á sama tíma og aðrir fengu hækkanir. Það er því ósanngjarnt að segja að þessir hóp­ ar hafi hækkað meira í launum en aðrir og miða við 1. janúar 2013. Svo er nú komið í dag að þótt mið­ að sé við árið 2013 er launaþróun þingmanna sú sama og annarra því engin hækkun hefur verið frá síð­ asta úrskurði kjararáðs. Nú er búið að leggja kjararáð niður og engin hækkun verður því á næstunni.“ Það heyrist á Brynjari að hann vill hafa reglur í föstum skorðum. „Ég spyr fólk, finnst þér 1.100.000 krónur mikið kaup fyrir þingmann? Menn segja nei, bara þessi aðferð. Ókei, ákveðum þá bara hvað þing­ menn eiga að hafa í laun, ein­ hver tala og tengjum við einhverja launavísitölu. Þá er ekki hægt að fara að hringla endalaust í þessu.“ Drekkur aldrei einn Brynjar tekur upp rafrettu og fær sér smók. Nú verðum við að gera hlé á umræðum um allt annað, notar þú rafrettu? „Já já,“ segir Brynjar rólegur. „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“ „Ég segi hluti sem stjórnmálamenn vilja helst ekki segja Brynjar er mikill húmoristi og sést það vel á samfélagsmiðlum. Hann byrjaði á Twitter í sumar. Talar tæpitungulaust Brynjar segir að þegar hann hafi stigið sín fyrstu skref í stjórnmálum hafi það verið krafa samfélagsins að stjórn- málamenn kæmu heiðarlega fram, nú fari allir á taugum þegar hann segi skoðanir sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.