Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 58
58 14. september 2018LÍFSSTÍLL - KYNLÍF É g á konu og við erum þónokkuð virk í kynlífinu þrátt fyrir fimmtán ára hjónaband. Við stundum kynlíf einu sinni til tvisvar í viku, af og til meira að segja oftar. Og miðað við það sem ég heyri hjá fé- lögum mínum er þetta bara í háu meðallagi hjá okkur. Ég þarf varla að taka fram að ég elska dömuna og finnst hún frá- bær, annars væri ég ekki hangandi með henni eftir öll þessi ár. Það er eitt smáatriði að plaga mig og það er úthaldið hjá sjálf- um mér. Kynlífið okkar er í frekar föstum skorðum, við gerum eigin- lega alltaf sömu hlutina einhvern veginn á þessa leið: kossar og káf í fötum, klæðum hvort annað úr, brjóstahnoð í nokkrar mínútur, hún sleikir vininn, ég nudda sníp- inn, ég kem inn í hana og pang ég fæ það. Ég fæ sem sagt sáðlát eft- ir um fjórar sekúndur inni. Ég er reyndar harður áfram en það fer í taugarnar á mér að duga ekki leng- ur. Hvað er til ráða? Með kveðju, Guðmundur Komdu sæll Guðmundur Hvað finnst konunni? Lítur hún á þig súr á svip í hvert sinn sem sek- úndurnar fjórar eru að baki? Hef- ur þú spurt þessa æðislegu kynlífs- gyðju hvers vegna hún nennir að stunda kynlíf með þér oft í viku? Ég er nokkuð viss um að henni líki eitthvað í þeirri röð aðgerða sem þú lýsir svo skemmtilega í bréfi þínu. Ég legg það til sem fyrsta skref, að þú setjist niður með þinni yndislegu konu og fáir svör hjá henni. Ef hún brotnar saman og er algjörlega í rusli yfir þessu eru nokkrir möguleikar í stöðunni: Halda áfram Þú nefnir að þú haldir stinn- ingunni þrátt fyrir að sáðlátið komi kannski einum of fljótt. Hvers vegna ekki að nýta þessa stinn- ingu og halda einfaldlega áfram? Hver veit nema þú fáir extra full- nægingu. Það er munaður sem fáir heppnir kynbræður þínir njóta. Sumir hafa jafnvel lagt á sig ára- langa þjálfun og lúslestur tantra- fræða til að ná þangað. Hugarfarsbreyting Prófaðu að gera dálítið meira úr öllu öðru en samförunum. Auð- vitað eru samfarir frábærar en það er samt hellingur af öðrum skemmtilegum hlutum sem hægt er að dunda sér við bæði fyrir og eftir samfarir. Stingdu upp á að þið breytið röð atburða. Kannski er rútínan orsök vandans.n Verstu nöfnin sem þú getur kallað karlmann Hvað er það versta sem þú getur kallað karlmann? Karlmenn eru afskaplega viðkvæmir yfir því hvað við köllum þá. Viðkvæmnin virðist mest ef þeir eru gagnkynhneigðir og sér- staklega ef það er kona sem talar. Eftir að hafa kafað ofan í efnið er niðurstaðan í megindráttum sú að þeir þola verst orð sem smækka þá eða vísa til einhvers sem er álitið kvenlegt. Tittur. Allir karlmenn hata að vera kallaðir tittir, nema að þeir séu 1,90 og 90 kíló, þá skilst það sem kaldhæðni. Dúlla. Þetta er það sem flestir karlmenn nefndu. Þeir gjörsamlega hata að vera kallaðir dúllur eða dúllulegir. Segja að það eigi frekar við um lítil börn, sæta hunda eða bollakökur. Sykurpúði. Ógleðivaldandi að mati viðmælenda minna. Nokkrum þótti þetta þó í lagi ef það kom frá öðrum aðila með typpi áfast. Vinur eða kútur. Glatað að vera kallaður þetta af stelpu sem þú ert heitur fyrir, sagði einn vinur minn. Glatað! Bangsi. Alla vega ekki í rúminu. „Það er allt í lagi að vera kallaður bangsi í öllum fötunum, en í guðanna bænum ekki þegar ég er allsber”,“ sagði einn viðmælenda minna, stæðilegur karlmaður og loðinn. Meistari. Þetta skaltu að minnsta kosti ALDREI kalla hipster úr hund- raðogeinum. Hann mun líklega ekkert segja, en þegar hann kemur heim í reykelsisilmandi risíbúðina sína við Hverfisgötu mun hann setja Sin Fang á grammófóninn og sauma vúdúdúkku sem er í laginu eins og þú. Það getur verið snúið að vita hvenær sambandinu er lokið. Fólk hangir saman af gömlum vana. Stundum eru börn eða fasteignir lím sem heldur fólki saman. Hér eru 15 ástæður sem gefa fullt tilefni til að endurskoða sambandið strax í dag. n Hann pissar standandi og setur ekki setuna niður n Hann setur klósettrúlluna öfugt á haldarann n Hann er leiðinlegur við mömmu þína n Hann nöldrar stöðugt í þér n Hann ætlast til þess að þú sért alltaf að þrífa n Hann er dónalegur við þjónustufólk n Hann er leiðinlegur við börnin þín og börnin sín. n Hann borðar hor n Hann vill aldrei ríða n Hann býr enn þá hjá foreldrum sínum n Hann heldur framhjá n Hann heimtar að fá lykilorðið að Facebook-síðu þinni n Hann er vondur við hvolpa og önnur dýr n Hann talar um uppáhaldsfótboltaliðið sitt eins og hann sé í því n Hann er með manneskju sem tekur mark á svona listum 15 ástæður til að hætta með kærastanum strax SVONA ENDIST ÞÚ LENGUR Í RÚMINU Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. raggaeiriks.com raggaeiriks@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.