Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 35
Fyrir bílinn 14. september 2018 KYNNINGARBLAÐ
HUGAÐU AÐ VETRINUM:
Veldu finnsku gæðadekkin
frá Nokian hjá MAX1
Nú er mikilvægt að fara að huga að vetrinum tímanlega og forðast örtröð í dekkjaskiptum.
Við hjá MAX1 bjóðum finnsku gæða-
dekkin frá Nokian sem eru sérhönnuð
fyrir notkun á norðlægum slóðum í
mörgum verðflokkum. MAX1 leggur
áherslu á að veita viðskiptavininum
ráðgjöf við val á dekkjum því dekk
eru flókin vara og mismunandi hvað
hentar hverjum og einum. Skoðaðu
úrvalið á vefsíðu okkar https://www.
max1.is.“
Vertu ábyrgur ökumaður því öku-
tæki á lélegum dekkjum er líklegri til
umferðaóhappa
„Vanmat ökumanna á ástandi dekkja
getur verið stórvarasamt. Við sjáum
því miður alltof oft að viðskiptavinir
koma með dekk á haustin til þess að
skipta fyrir veturinn og þá kemur í
ljós að mynstur dekkjanna er komið
undir slitmörk til þess að flokkast sem
gagnleg vetrardekk. Nokian-dekkin
eru með svokallaðar DSI-merkingar
á öllum sínum dekkjum sem segja til
um hversu mikið er eftir af dekkinu
til þess að uppfylla öryggi þess. Eins
ráðleggjum við viðskiptavinum að
fylgjast með loftþrýstingi í dekkjun-
um reglulega því það eykur öryggi og
endingu. Einnig er gott að víxla dekkj-
unum á milli fram og aftur til þess að
jafna slit dekkjanna,“ segir Sigurjón
Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri
MAX1.
Þú getur treyst Nokian gæðadekkj-
unum
„Nokian-dekk hafa ávallt komið
gífurlega vel út í könnunum og eiga
sigurvegara í öllum flokkum. Lögð
er áhersla á að valin séu gæðadekk
undir bílinn því dekk eru mikilvægt ör-
yggistæki. Það er mikilvægt að geta
treyst eiginleikum dekkja í krefjandi
aðstæðum. Nokian-dekk eru prófuð
á 700 hektara fullkomnu prófunar-
svæði Nokian í Finnlandi. Á svæðinu
eru um 50 mismunandi brautir þar
sem þeir prófa og sannreyna Nokian-
-dekk á mismunandi undirlagi í afar
erfiðum og krefjandi vetraraðstæð-
um. Framleiðandi Nokian er leiðandi í
visthæfni og notkun vistvænna efna
við framleiðslu Nokian gæðadekkja,“
segir Sigurjón.
Hvað er rétta vetrardekkið?
Hjá Nokian getur þú valið um negld
dekk, harðkorna vetrardekk sem og
vetrardekk sem henta allt árið. Þegar
kemur að vali á réttum dekkjum er
gott að velta því fyrir sér hvernig dekk
henta hverjum og einum. Þegar kem-
ur að vetraröryggi kemur ekkert í stað
nagladekkja, næst þar á eftir koma
harðkornadekk síðan almenn vetr-
ardekk og síðast í röðinni eru vetrar-
dekk sem henta vel sem heilsársdekk.
Best er að leita ráða hjá ráðgjöfum
Nokian hjá MAX1 Bílavaktinni.
Aramíð hliðarstyrking bjargar
mannslífum
Nokian Tyres Aramid hliðarstyrk-
ing er ný tækni sem eykur endingu
dekkja og verndar þau í óvæntum
aðstæðum. Efnasamband hliðanna
er einstaklega endingargott og
inniheldur gríðarsterkar aramíðtrefj-
ar, sem eru sambærilegar efninu
kevlar sem er notað í skotheld vesti.
Aramíðtrefjarnar styrkja hliðarveggi
dekksins þannig að það þolir betur
utanaðkomandi álag eins og holur í
vegum. Nokian Aramid hliðarstyrk-
ing er í dekkjum fyrir jeppa, jepplinga
og 4x4 bíla. Nokian Aramid hliðar-
styrking er í eftirfarandi dekkjum frá
Nokian: Nokian WR SUV 4 , Nokian
WR SUV 3, Nokian WR C3, Nokian
Hakkapeliitta R3 SUV, Nokian Hakka-
peliitta LT2,° Nokian Rotiiva AT, Noki-
an Rotiiva AT Plus, Nokian Hakka-
peliitta 8 suv og Nokian Hakkapeliitta
9 suv.
Nokian tryggir dekk með aramíð
hliðarstyrkingu
Reynsla Nokian af aramíð hliðar-
styrkingunni er gríðarlega góð og svo
góð að Nokian ábyrgist öll dekk með
aramíð hliðarstyrkingu. Dekk er bætt
að fullu ef það hoggið á eðlilegan
hátt og slittalan 4 er sýnileg á dekki
og dekkið er ekki eldra en 24 mánaða
frá kaupdegi. Nánari upplýsingar
fást hjá söluráðgjöfum MAX1.
Nokian Hakkapeliitta 9 SUV er framúrskarandi vetrar- og
nagladek með Aramid hliðarstyrkingu. Dekk sem aðlagar sig að
öllum vetraraðstæðum norðlægra slóða.
Hliðar á Nokian dekkjum eru sérstyrktar með aramíð gúmiblöndu. Gúmíblandan sem notuð er til að styrkja
hliðarnar er úr aramíð sem er flokkur hitaþolinna og sterkra gervitrefja. Þetta efni er, m.a. notað í flugvélar, báta
og skotheld vesti.
Reynsla Nokian af Aramid hliðarstyrkingunni er gríðarlega góð og svo góð að Nokian tryggir öll dekk með
Aramid hliðarstyrkingu
Nokian Hakkapeliitta R3 er harðkorna vetrardekk þar sem öryggi og
þægindi blandast fullkomlega saman. Dekkið er byggt upp af Arctic
Sense Grip hugmyndafræðinni þar sem áhersla er lögð á stöð-
ugleika, nákvæmni og áhyggjulausan akstur í vetrarfærð.