Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 31
FÓLK 3114. sept 2018 Við erum flutt á Malarhöfða 2 110 Reykjavík, 2. hæð Fataviðgerðir & fatabreytingar ÍSLENSKIR AUÐKÝFINGAR FRAMTÍÐARINNAR Ingólfur Abraham Shahin Eitt heitasta fyrirtæki landsins er bókunar- fyrirtækið Guide to Iceland. Fyrirtækið hagnaðist um 676 milljónir króna í fyrra og greidd út 600 milljóna króna arð til hluthafa. Þá var á dögunum tilkynnt að bandaríska ráðgjafar- og eignarstýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hafi fjárfest í fyrirtæk- inu fyrir 2,2 milljarða. Ingólfur Abraham á 55,3% hlut í fyrirtæk- inu í gegnum félag sitt, Djengis ehf. Á dögunum fjárfesti hann í glæsilegri fasteign til eigin nota að Fjölnisvegi 11 í miðbæ Reykjavíkur. „Bókunarævintýrið er rétt að byrja og er eiginlega alveg magnað. Ingólfur á eflaust eftir að láta til sín taka á öðrum sviðum,“ segir álitsgjafi. Andri Gunnarsson Bæjarstjórasonurinn í Garðabæ er um- svifamikill fjárfestir. Hann hefur setið í stjórnum fjölda félaga og er séfræðingur þegar kemur að skattamálum og kaupum og sölu fyrirtækja. Hann er meðal annars einn af eigendum Óskabeins ehf. sem á 2,05% hlut í VÍS auk þess að eiga 10% hlut í Kortaþjónustunni. „Andri er nánast ofvirkur, fluggreindur og útsjónarsamur. Hann er með öll verk- færin til þess verða afar farsæll í íslensku við- skiptalífi,“ segir álitsgjafi. Baldvin Þorsteinsson Samherjaprinsinn og fyrrverandi handboltakapp- inn hefur sinnt mörgum veigamiklum verkefnum innan veldis föður síns. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Kaldbaks, fjárfestingarfélags í eigu Samherja, og var síðan forstjóri Jarðbor- ana hf. um tveggja ára skeið á afar krefjandi tímum. Hann starfar í dag sem fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja. „Baldvin er keppnismaður fram í fingur- góma. Hann er búinn að ná sér í mikla reynslu í vernduðu hreiðri fjölskylduveld- isins. Hann á eftir að spjara sig vel á eigin fótum,“ segir álitsgjafi. Birgitta Líf Björnsdóttir Birgitta Líf er erfingi World Class-veldisins sem er hvergi nærri falli. Hún er þegar farin að hafa afskipti af fyrirtæk- inu með því að sjá um markaðssetningu þess á samfé- lagsmiðlum. Hún hefur gott auga á þeim vettvangi enda er hún ein af vinsælli samfélagsmiðlastjörnum landsins. „Birgitta er afar klók og með gott auga fyrir stíl og tísku. Hún lifir fyrir hreyfingu og allt tengt heilsu. Ís- lendingar verða bara feitari og því þarf einhver að sjá um það vanþakkláta hlutverk að taka við árskorta- greiðslum þeirra sem mæta aldrei í ræktina. Birgitta er best fallin til þess,“ segir álitsgjafi. Birgitta Líf mun taka við World Class- -veldinu. Baldvin Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.