Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Síða 32
32 FÓLK 14. sept 2018 Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum SVONA BÚA HINIR RÍKU Í BORGINNI Þórður Már Jóhannesson: Heimalind 24, Kópavogur Fjárfestirinn Þórð- ur Már Jóhannesson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum en hann er þekktastur fyrir að hafa verið for- stjóri fjárfestingarbank- ans Straums-Burðaráss en var rekinn eftir tíu mánuði í starfi. Þá var hann einnig forstjóri og hluthafi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem fór á hliðina í bankahruninu. Eftir hrunið dró hann sig í hlé frá viðskiptalíf- inu en kom svo af fullum þunga inn aftur árið 2012. Þórður á meðal annars 6,5 prósenta hlut í Festum, sem reka lágvöru- verslunina Krónuna og Elko. Nýlega keypti olíufélagið N1 12 prósenta hlut á 1,7 milljarða króna. Þórður hefur einnig verið eigandi í félögum á borð við Brekku Retail, leigufélaginu Heimavöllum og bílaþvottastöðinni Lindinni. Eiginkona Þórðar er Nanna Björg Lúðvíksdóttir, fyrrverandi ritstjóri og golfari. Þau búa í glæsilegu einbýlishúsi við Heimalind í Kópavogi. Björgólfur Thor Björgólfsson: London, Bretland Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor hefur komið víða við á sínum ferli í viðskiptum. Hann byrjaði sem skemmtistaðaeigandi í Reykjavík ásamt Skúla Mogensen, þeir ráku skemmtistaðina Hótel Borg og Tunglið. Hann hefur viðskipti í blóðinu, en hann er barnabarnabarn Thors Jen- sen athafnamanns, barnabarn Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra og sonur Björgólfs Guðmundssonar, sem áður var einn áhrifamesti maður í íslensku viðskiptalífi. Björgólfur Thor, sem þekktur er sem Thor á erlendri grundu, átti og rak bruggverksmiðjur í Rússlandi ásamt föður sínum. Þeir komu síðan heim til Íslands og keyptu Landsbankann og lyfjafyrirtæki, sem í dag er Actavis. Síðar fór hann inn í fjarskiptamarkað og átti símafyrirtæki í Búlgaríu og Ís- landi. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á lista Forbes yfir 500 rík- ustu menn í heimi, hann féll af þeim lista í bankahruninu en er nú aftur byrjaður að klifra upp listann. Í janúar var hann í 1.116 sæti með eignir upp á rúmlega 186 milljarða króna. Hann er reyndar eini Íslendingurinn sem kemst á lista Forbes. Björgólfur Thor býr að mestu í London ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur og þremur börnum, en ættaróðal hans er við Tjörnina í Reykjavík. Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Sig- urðsson: Birkihvammur 3, Hafnarfjörður Guðrún og Ágúst stofnuðu útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði árið 1970 og ráku það í rúmlega fjörutíu ár. Árið 2014 ákváðu þau að selja frystitogara útgerðarinnar, Þór HF 4, til Rússlands og kvótann til Síldarvinnslunnar, Gjögurs og Út- gerðarfélags Akureyringa. Guðrún og Ágúst áttu þá samanlagt fjörutíu pró- senta hlut í Stálskipum og þrjú börn þeirra fimmtán prósent hvert en eign- ir félagsins árið 2012 voru 3,6 milljarð- ar. Fyrirtækið var þó ekki aflagt heldur var skipt um gír og fjárfest í fasteignum og rekstri innanlands. Guðrún og Lárus, sem eru komin á ní- ræðisaldur, hafa meðal annars fjárfest í eignarhaldsfélaginu Heima- völlum GP sem hefur umsýslu fyrir leigufélagið Heimavelli. Hagn- aður Heimavalla var 2,7 milljarðar árið 2017 sem var aukning um hálfan milljarð milli ára. Guðrún og Ágúst búa í glæsilegu einbýlishúsi við Birkihvamm ná- lægt Hafnarfjarðarhöfn. Hilmar Veigar Pétursson: London, Bretland Nýverið var tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem gefur út geimleikinn EVE Online, seldur suðurkóreska fyrirtækinu Pearl Abyss. Kaupverðið var 46 milljarðar króna en salan hefur verið í pípunum hjá eigendum í nærri tvö ár. Hilmar Veigar hefur verið forstjóri CCP í átján ár. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og gaf út borðspil sem nefndist Hættuspil. Það var þó aðeins undanfari tölvuleikjaævintýrisins sem hefur síðan þá velt millj- örðum króna og aðdáendur hópast til Íslands til að sækja ráðstefnur um EVE Online. Auk þess að stýra fyrirtækinu var Hilmar sjálfur einn af stærstu hluthöf- unum fyrir kaupin, og átti hann 6,5 prósenta hlut. Hans hagnaður af sölunni var því um þrír milljarðar króna. Afkoma fyrirtækisins hefur gengið í bylgjum undanfarin ár. Árið 2014 tapaði það 8,7 milljörðum króna en ári síðar var hagnaðurinn 2,7 milljarðar og afgangur hefur verið í rekstrinum síðan þá. Hilmar er kvæntur Guðrúnu Elísabetu Stefánsdóttur tölvunarfræðingi og eru þau búsett í London. Hreggviður Jónsson: Byggðarendi 13, Reykjavík Hreggviður er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, sem á og rek- ur ýmis fyrirtæki. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norður- ljósa þar sem hann starfaði náið með Jóni Ólafssyni vatnskóngi. Félag Hreggviðs, Veritas, seldi nýverið 12 prósenta hlut sinn í Festi, rekstraraðila Krónunnar og Elko, til N1. Hagnaðurinn nam rúmlega 1,7 milljörðum króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.