Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Side 30
30 FÓLK 14. sept 2018
ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ?
Pallinn upp á
einfaldari hátt með
jarðvegsskrúfum
ÍSLENSKIR AUÐKÝFINGAR FRAMTÍÐARINNAR
Gísli Hauksson
Gísli Hauksson stofnaði hið umdeilda
fjármálafyrirtæki GAMMA rétt fyrir
efnahagshrunið árið 2008. Fyrirtækið óx
hratt á næstu árum og sérstaklega með
því að koma auga á ýmis tækifæri, eins og
þau sem sköpuðust á fasteignamarkaði
höfuðborgarsvæðisins. Gísli hætti sem
forstjóri GAMMA með hvelli í mars á
þessu ári. Hann hefur síðan einbeitt sér
að eigin fjárfestingum og hefur sýnt að
hann er klókur á því sviði.
„Gísli þefar uppi tækifæri til að græða
peninga. Hann á eftir að gera
eitthvað stórt,“ segir einn
álitsgjafi.
Þorsteinn B. Friðriksson
Þorsteinn var maðurinn á bak við
Plain Vanilla-ævintýrið sem var
ótrúlegt í meira lagi. Leikur fé-
lagsins, Quiz up, sló í gegn
meðal notenda smáforrita
um allan heim. Tilboðum
upp á milljarða rigndi inn
en Þorsteinn og félagar
ákváðu að taka fyrirtækið
alla leið og stóðu í stafni er
verðmæti þess fuðraði upp.
Eftir stendur gríðarleg þekk-
ing og reynsla sem Þorsteinn
mun búa að við uppbyggingu
næstu gullgæsar, Teatime
Games.
„Það þarf bara einhver að löðr-
unga Steina næst og garga á
hann: Seldu Steini,
seldu,“ segir
álitsgjafi.
Agnes og Rebekka
Guðmundardætur
Agnes og Rebekka eru dætur eins umsvifamesta kvótakóngs landsins, Guðmundar Kristjánssonar í
Brimi. Þær hafa setið í stjórn félagsins síðan í apríl 2016 og hafa því aflað sér mikilvægrar þekkingar á
stjórnun fyrirtækja og fjárfestingum.
„Þetta eru flottar ungar konur með bein í nefinu. Guðmundur hefur byggt upp ótrúlegt veldi og
því er aldrei að vita nema dæturnar verði föðurbetrungar og fari með himinskautum í íslensku við-
skiptalífi,“ segir álitsgjafi.
Benedikt Einarsson
Benedikt er sonur Einars Sveinssonar, sem er einn af ættarlaukum
Engeyjarættarinnar valdamiklu. Einar, faðir hans, hefur verið
afar umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi undanfarna
áratugi og á hluta í mörgum öflugum fyrirtækj-
um. Þar má meðal annars nefna Kynnisferð-
ir, Dagar (áður ISS) Borgun og Tékkland.
Einar hefur eftirlátið Benedikt að stýra
ýmsum veigamiklum þáttum fjölskyldu-
veldisins.
„Hann er hámenntaður lögfræðingur
en skartar einnig MBA-gráðu frá virt-
um skóla í Barcelona. Það og öflugur
heimanmundur mun gera að verkum
að Benedikt verður áhrifamikill í ís-
lensku viðskiptalífi á næstu árum,“ seg-
ir álitsgjafi.
Gísli Hauksson, einn stofnandi GAMMA
Frægð fylgir ekki alltaf peningum ekki frekar en
að peningum fylgi frægð, á það sérstaklega við
hér á landi. Það gerist þó oft og eiga margir þekkt-
ir einstaklingar nóg af peningum. DV tók saman
nokkra fræga sem eru ekki á flæðiskeri staddir.
Umfjöllun um fleiri fræga er hægt að sjá á vef DV.