Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 8
8 11. maí 2018fréttir
M
agnús Ólafsson var lista
maður með myndavélina.
Hann var 75 ára þegar
hann lést eftir stutta legu
á Landakotsspítala þann 26. júlí
1937. Magnús var á meðal elstu
og þekktustu borgara Reykjavíkur.
Hann fæddist þann 10. maí 1862 í
Saurbæ í Dalasýslu. Magnús giftist
Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust
þau sjö börn.
Magnús flutti ungur með for
eldrum sínum til Stykkishólms.
Þar nam hann verslunarfræði og
23 ára gamall gerðist hann versl
unarstjóri á Akranesi og rak versl
un Th. Thomsen í ein 15 ár. Þá
varð hann seinna oddviti Akra
neshrepps og fjárhaldsmaður
kirkjunnar á staðnum og gegndi
embætti sóknarnefndarmanns.
Þá var hann einn stofnenda
bindindisfélags Akranes. Árið
1901 ákvað Thomsen að hætta
verslunarrekstri á Akranesi. Má
segja að það hafi orðið gæfa fyrir
fólk sem hefur áhuga á sögu og
kann að meta fallegar ljósmynd
ir. Magnús tók þá ákvörðun að
leggja fyrir sig ljósmyndagerð.
Ekki leist nú öllum á þá ákvörðun,
sex barna faðir með nánast tvær
hendur tómar eftir flutning til
höfuðborgarinnar. En Magnús
var staðráðinn í að læra fagið og
hélt til Kaupmannahafnar til að
ljúka námi og festi kaup á þeim
besta búnaði sem völ var á, kom
heim og opnaði ljósmyndastofu í
Reykjavík.
Á hverju sumri ferðaðist Magn
ús um landið þvert og endilangt
og tók fagrar myndir af landslagi
og fólki. Eru myndir Magnúsar
margar unun á að horfa og óhætt
að fullyrða að hann hafi verið
brautryðjandi á sviði ljósmyndun
ar. Vöktu myndir hans af náttúru
Íslands athygli bæði hér heima
og erlendis. Erfitt er að meta verk
Magnúsar en ljóst að þær verða
aldrei metnar til fjár. Magnús var
einnig fyrstur til þess hér á landi
að lita stækkaðar myndir og nýtti
til þess vatnsliti. Í minningargrein
um Magnús segir að hann hafi
verið teiknari góður og líklega get
að orðið einn okkar fremstu list
málara hefði hann haft áhuga á að
leggja þá listgrein fyrir sig. Þá mun
Magnús hafa smíðað sínar eigin
myndavélar.
Síðustu tíu ár ævi sinnar dró
Magnús sig mikið til í hlé. Hann
hafði tapað heyrn og hafði það
djúpstæð áhrif á hann. Dvaldi
hann því mikið á heimili sínu. Í
minningargrein um Magnús segir:
„Var hann sístarfandi heima fyrir,
enda næstum alltaf heilsuhraust
ur, þar til hann kenndi sjúkdóms
þessa, hjarta bilunar, sem leiddi
hann til bana eftir stutta legu.“
Myndabanki Magnúsar er
geymdur hjá Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Safnið er eitt fjöl
margra stofn ana í heim inum
sem hlaðið hefur inn merki
legum gömlum ljós myndum hjá
Commons verkefninu hjá vef síð
unni Flickr. Við hvetjum lesendur
til að heimsækja Ljósmyndasafn
Reykjavíkur, bæði á neti og í raun
heimum.
Hér má sjá ýmsar stórbrotnar
myndir sem sýna hvernig lífið var í
Reykjavík og nágrenni fyrir um 100
árum. n
Aftur í tímann með merkasta myndasmið landsins
n Lífið í Reykjavík fyrir 100 árum n Hætti sem kaupfélagsstjóri til að gerast ljósmyndari n Sex barna faðir með tvær hendur tómar n Smíðaði eigin myndavélar
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Um 1917 Sex konur í skrúðgarði við Thorvaldsensstræti 6, Önnur f.v. er
Kristjana Blöndal, en önnur f.h. er Guðrún Magnúsdóttir. Í baksýn er Thor-
valdsensstræti 2–4.1910–1920 Maður og kona á hestbaki á Vonarstræti í Reykjavík.
1924–1925 Fólk á gangi í Austurstræti.
Pósthúsið, Sápuhúsið og Íslandsbanki.
Gamla bíó í byggingu.
1910–1930 Prjónað í setustofu Sigurjóns snikkara og Elínar konu hans
að Vonarstræti 8. Dóttir Páls Einarssonar borgarstjóra t.v. og sennilega
Helga. Í dyrum er Sigurjón snikkari.
Hópur kvenna
að tedrykkju í
kringum 1910.
1910–1920 Hópur af mönnum á áningarstað við fjallavatn. Þeir virðast vera með einhvers kona mælitæki.
Magnús
Ólafsson