Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 8
8 29. júní 2018FRÉTTIR
D
ýrasta umsýslugjaldið sem
fasteignasölur innheimta
er rúmlega 60% dýrara en
ódýrasta gjaldið sem í boði
er, samkvæmt úttekt DV. Af úrtaki
DV er dýrasta gjaldið hjá Fold
fasteignasölu, eða 79.980 krón-
ur. Til samanburðar er ódýrasta
gjaldið 48.900 krónur hjá Fast-
eignasölunni Bæ. Gjaldið hefur
sætt nokkurri gagnrýni því óljóst
þykir hvað sé innifalið í gjaldinu
og dæmi eru um að kaupendur
hafi hreinlega neitað að greiða
það. Þannig greindi stórleikar-
inn Jóhannes Haukur Jóhannes-
son frá því á dögunum að hann
hefði tvisvar lent í rimmu við fast-
eignasala út af gjaldinu og þurft
að hóta að hætta við viðskiptin ef
ekki yrði fallið frá því. Hann fékk
sínu framgengt.
Annað gjald sem er mishátt
hjá fasteignasölum er svonefnt
gagnaöflunargjald sem seljend-
ur fasteigna eru rukkaðir um. Það
gjald er til þess að standa straum
af kostnaði við afrit af þinglýstum
skjölum, veðbandayfirliti, teikn-
ingum og öðru sem er nauðsyn-
legt að afla til upplýsingar um
fasteignina. Ódýrasta gjaldið er
24.800 krónur hjá Hraunhamri
fasteignasölu en dýrasta gjaldið
er 59.900 krónur hjá Remax og
Lind fasteignasölu. Verðmunur-
inn er um 140%.
Margháttuð aðstoð,
samskipti og ráðgjöf
Þegar fjárfest er í fasteign er kaup-
andi eignarinnar iðulega rukkað-
ur um áðurnefnt umsýslugjald
auk kostnaðar við þinglýsingu
skjala og stimpilgjöld. Gjaldið
þykir afar umdeilt, ekki síst vegna
þess að óljóst þykir hvaða þjón-
ustu kaupandinn er að kaupa. Á
vef Félags fasteignasala eru nokk-
ur atriði tiltekin til þess að rétt-
mæta innheimtu gjaldsins. Þar
kemur fram að um sé að ræða
„margháttaða aðstoð og ráð-
gjöf við gerð kauptilboðs í fast-
eign“ sem og „margháttuð sam-
skipti við lánastofnanir, meðal
annars vinnu við veðflutninga,
uppgreiðslu lána, tryggja að fé
skili sér á rétta staði, útbúa skilyrt
veðleyfi, ná í lánsskjöl, auk marg-
háttaðra annarra sam-
skipa við lánastofnanir.
Oft er um mjög tíma-
freka og vandmeð-
farna vinnu að ræða.“
Þá er vísað í siðaregl-
ur félagsins til að árétta
að í gegnum allt ferlið
hafi kaupendur mjög
greiðan aðgang að fast-
eignasölum. Það sé
einnig svo ef eitthvað
fer úrskeiðis því fast-
LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM
Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060
Greiðslulausnir tengdar
helstu afgreiðslukerfum
Sjálfstandandi greiðslulausnir
og handfrjálsir posar
Mikill munur á umsýslu-
gjöldum fasteignasala
n Rúmlega 140% verðmunur á umsýslugjaldi n Afar umdeilt gjald
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Kaupandi á að
geta þinglýst sín-
um skjölum sjálfur og
hefur væntanlega mikla
hagsmuni af því að þing-
lýsing fari þannig að við
eigum erfitt með að sjá af
hverju kaupandanum er
ekki treystandi og hvern-
ig fasteignasali verður
ábyrgur ef þessi umsýsla
ferst fyrir.