Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐA 29. júní 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Hvernig í ósköpunum getum við gagnrýnt Heimi?
M
argir góðir félagar mínir
eru sífellt að hnippa í mig
og segja mér að gagnrýna
Heimi Hallgrímsson fyrir
hitt og þetta. „Spurðu Heimi að því
af hverju þessi sé ekki í hópnum?“
eða „Hvað var hann að hugsa með
því að stilla liðinu svona upp?“
Eftir að íslenska landsliðið lauk
keppni á Heimsmeistaramótinu
í Rússlandi urðu nokkrir af þess-
um félögum enn æstir og báðu
mig um að núna þyrfti ég afdrátt-
arlaus svör við hinu og þessu.
Stundum hafa þessir félagar mín-
ir eitthvað til síns máls en oftar en
ekki er þetta tóm steypa. Íslenska
karlalandsliðið í knattspyrnu hef-
ur síðustu fjögur ár verið að skrifa
söguna, söguna sem enginn bjóst
við að hægt væri að skrifa. Hver
sá það fyrir sér í kringum 2010 að
íslenska karlalandsliðið kæmist
á Evrópumótið? Enginn. Hver sá
það fyrir sér að íslenska landsliðið
kæmist á Heimsmeistaramótið í
Rússlandi? Enginn.
Heimir veit betur en við
Þegar rætt er um valið á íslenska
landsliðinu er umræðan yfirleitt
þannig að aðeins er talað um það
af hverju þessi og hinn sé ekki í
hópnum. Iðulega þegar sú um-
ræða fer af stað er sá sem talar
hæst yfirleitt ekki með svörin við
því hver ætti að detta úr hópnum
í staðinn. Þegar Heimir var nýr í
starfi þá var maður oftar en ekki að
spyrja út í samsetningu hópsins.
Svarið var alltaf það sama. Heimir
sagðist vera að velja besta hópinn
að þessu sinni. Í það verkefni sem
liðið væri á leið út í, eftir góð úrslit
og mögnuð afrek. Af hverju ætti ég
og þú að efast um að Heimir sé ekki
að velja réttan hóp? Hann hefur oft
sannað það að hann veit betur en
við hin, hann veit hvað íslenska
landsliðið þarf. Hann veit hvern-
ig samsetningin á hópnum þarf
að vera, það eru kannski ekki alltaf
bestu knattspyrnumennirnir sem
eru valdir. Auðvitað eru þeir valdir,
en það sem ég á við er að stundum
er leikmaður sem er kannski betri
en sá sem er í hópnum ekki valinn.
Ástæðan getur verið margþætt
en Heimir hugsar mikið út í það
hvernig allur 23 manna hópurinn
nær saman, hvernig andrúmsloft-
ið verði og að allir séu á sömu línu.
Að ekki sé maður í hópnum sem
verður reiður og pirraður á bekkn-
um, sem smitast svo út í fleiri.
Þessa list hefur Heimir fullkomn-
að, til að vera í íslenska landsliðinu
þá þarftu að róa í sömu átt og all-
ir hinir. Annars hefðum við aldrei
náð þessum árangri.
Sófasérfræðingurinn
„klikkar ekki“
Heimir hefur verið gagnrýndur fyr-
ir þá staðreynd að hann breytti um
leikkerfi fyrir leikinn gegn Nígeríu
á Heimsmeistaramótinu. Hún er
réttmæt en það er líka þunn lína
á milli. Íslenska liðinu mistókst í
þetta sinn en litlu mátti muna að
við hefðum hampað Heimi enn
einu sinni sem snillingi. Íslenska
liðið fékk færi til að komast yfir í
fyrri hálfleik og þá ætla ég að leyfa
mér að fullyrða að leikurinn hefði
unnist. Eftir leik var Heimir gagn-
rýndur en enginn gagnrýndi hann
fyrir leik. Sófasérfræðingurinn er
mjög góður í því að sjá hlutina eftir
að þeir hafa gerst.
Við þurftum á Kolbeini að halda
Ef ég ætti að gagnrýna Heimi
fyrir eitthvað í aðdraganda
Heimsmeistaramótsins og það
sem gerðist í Rússlandi, þá er það
einn hlutur. Það sá ég samt ekki
fyrr en eftir mótið svo því sé haldið
til haga. Það sem Heimir hefði
gjarnan mátt gera var að gefa sér
meiri tíma í að reyna að fá Kolbein
Sigþórsson með til Rússlands.
Þegar Heimir valdi hóp sinn var
Kolbeinn bara nýbyrjaður að spila
með Nantes. Þegar Heimir skildi
Kolbein eftir heima þá skildi ég
þá ákvörðun mjög vel, hann hafði
verið lengi frá en var að koma til
baka. Hann hefði hins vegar get-
að gefið honum tvær vikur í æf-
ingar og svo valið lokahóp sinn.
Á HM vantaði okkur Kolbein, það
var stóri munurinn frá EM. Hann
hefði valdið usla í 20–25 mínútur í
leikjum. Það er ég viss um, en gat
ég sagt þessa hluti fyrir mótið? Nei,
þetta er eitthvað sem ég sá í bak-
sýnisspeglinum.
Mín spurning er því til þeirra
sem vilja alltaf sjá það neikvæða.
Hvernig í ósköpunum getum við
gagnrýnt Heimi? n
Leiðari
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Spurning vikunnar Hefur veðrið áhrif á skap þitt?
„Veðrið hefur áhrif á alla en maður reynir að halda
reiðinni í sér og vera jákvæður.“
Marteinn Sigurgeirsson
„Já, ég er orðin þreytt á þessu en bý svo vel að því að
hafa farið tvisvar til heitra landa í vor.“
Kristín Stefánsdóttir
„Nei, þessi rigning skiptir engu máli.“
Ingimundur Jónasson
„Já og ég er orðin þreytt á þessari rigningu.“
Unnur Guðmundsdóttir