Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 24
24 29. júní 2018FRÉTTIR V iðar Skjóldal hefur um nokkurt skeið verið mik- ið á milli tannanna á fólki. Viðar, sem jafnan er kall- aður Enski, er með nokkur þúsund fylgjendur á Snapchat. Hann legg- ur nú spilin á borðið og talar opin- skátt um baráttu sína við alkóhól- isma í von um að opna umræðuna um sjúkdóminn. Hann segist stað- ráðinn í að leggja flöskuna á hill- una og hætta að drekka í eitt skipti fyrir öll. Versta ákvörðun lífsins að smakka áfengi Viðar, sem er 32 ára, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Sautján ára gamall flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur en þar hefur hann meira og minna búið síðan. „Ég ólst upp á Akureyri og þar upplifði ég góða tíma, ég fékk frábært uppeldi og á æðislega fjöl- skyldu sem vildi allt fyrir mig gera. Ég var efnilegur í fótbolta og spil- aði lengst af með Þór á Akureyri. Þegar fjölskyldan ákvað að flytja suður hætti ég í boltanum og ég sé mikið eftir því.“ Það var skömmu eftir að Við- ar flutti til Reykjavíkur og hætti að æfa fótbolta sem hann kynntist áfengi. „Ég smakkaði fyrst áfengi þegar ég var 17 ára gamall og það var og verður versta ákvörðun lífs míns,“ segir Viðar og bætir við: „Þegar ég prófaði áfengið leið mér strax vel, það var eins og það hefði fyllt upp í ákveðið tómarúm inni í mér.“ Viðar segir áfeng- ið alla tíð hafa komið í veg fyrir frama hans í lífinu. „Mig langaði alltaf að verða eitt- hvað en ég hefði getað náð lengra ef áfeng- ið hefði ekki verið að flækjast fyrir mér og verið minn Akkiles- arhæll í gegnum lífið,“ segir Viðar. Eins og áður segir hefur Við- ar getið sér gott orð sem snappari en hann viðurkennir að áfengis- neyslan hafi oftar en ekki verið til trafala. Á Snapchat-reikningnum, sem Viðar kallar enskiboltinn, hefur hann leyft fylgjendum sín- um að fylgjast með sér ræða um ensku knattspyrnuna. Með tím- anum hafa snöppin sífellt orðið persónulegri og áhorfendur feng- ið að kynnast lífi Viðars. Lífi þar sem djammið hefur tekið sinn toll. Ætlar að takast á við vandann „Auðvitað hefur þetta oft og tíð- um verið mjög skemmtilegt en líka erfitt. Stundum hef ég ekkert snappað í tvo til þrjá daga en þá er ég að glíma við sjúkdóminn. Ég er bara alkóhólisti,“ segir Viðar, sem bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á því að ná langt í fjölmiðl- um og standa sig vel. Viðar segist nú hafa fengið sig fullsaddan af áfengisneyslunni og er staðráðinn í því að taka á vand- anum. Hann náði góðum tíma árin 2011 til 2013 þegar hann flutt- ist til Akureyrar og var edrú í tvö ár. Hann horfir nú til þess tíma. Þá á Viðar átta ára gamla dóttur sem hann vill standa sig fyrir. Dótt- ir Viðars, Carmen Lind, býr með móður sinni í Bretlandi. „Það er alltaf möguleiki að koma til baka og bæta sig. Ég gerði það árið 2011 og veit ég get þetta,“ segir Viðar og bætir við: „Ég er byrjaður að taka á vandanum og ég ætla að standa mig.“ Hann hef- ur undanfarna daga verið að leita sér hjálpar hjá AA-samtökunum. Hann segir umræðuna um Hjört Hjartarson íþróttafrétta- mann hafa hreyft við sér en eins og DV greindi frá í upphafi vik- unnar hefur Hjörtur sagt starfi sínu lausu til að glíma við áfengis- fíkn. „Umræðan um Hjört hreyfði við mér og mig langaði mikið að stíga fram og segja mína sögu. Ég finn mikið til með Hirti og ég vona innilega að hann nái bata. Svo vona ég að mín saga geti hjálp- að fólki sem er í sömu stöðu og ég er. Ég er góður strákur og vil bara reyna að hjálpa,“ segir Viðar. Að lokum vill hann benda öll- um þeim sem hafa brennandi áhuga á enska boltanum að adda honum á Snapchat undir nafninu enskiboltinn. n MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK „STAÐRÁÐINN Í AÐ STANDA MIG“ Enski leggur spilin á borðið og ætlar að hætta að drekka: n Versta ákvörðun lífsins að smakka áfengi n Langar til að standa sig fyrir dóttur sína„Auðvitað hefur þetta oft og tíðum verið mjög skemmtilegt en líka erfitt. Stundum hef ég ekkert snappað í tvo til þrjá daga en þá er ég að glíma við sjúkdóm- inn. Ég er bara alkóhólisti. Viðar ásamt dóttur sinni, Carmen. Óðinn Svan Óðinsson odinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.