Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 39
Suðurfirðir 29. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ
BELJANDI BRUGGHÚS:
„Eftirspurnin hefur
verið vonum framar“
Ef það fæst ekki í Kaup-
fjelaginu þá þarftu það ekki
KAUPFJELAGIÐ:
Á þjóðhátíðardaginn árið 2017 opnuðu Elís Pétur og Daði brugghúsið Beljanda á
Breiðdalsvík. Í brugghúsinu fer fram
hágæða bjórframleiðsla ásamt því
að státa af einum skemmtilegasta
bar landsins þar sem heimamenn og
gestir geta smakkað framleiðsluna í
þægilegu umhverfi.
„Elís og Daði, sem báðir ólust upp
á Breiðdalsvík, fengu hugmyndina að
brugghúsinu hvor í sínu lagi. Fé-
lagarnir hittust í Breiðdalnum sumar-
ið 2015 og eftir stuttar umræður var
slegið til og ráðist í framkvæmdir við
gamla sláturhúsið á staðnum. Belj-
andi Brugghús var síðan opnað þann
17. júní í fyrra með feikna miklu partíi,“
segir Elís Pétur. Brugghúsið hefur því
slitið barnsskónum og eftirspurn hef-
ur verið meiri en eigendurnir bjuggust
við.
Beljandi sérhæfir sig í framleiðslu
á bjór á kútum og er bjórinn í boði á
flestum börum Austurlands ásamt
völdum stöðum í Reykjavík.
„Við erum með fjórar tegund-
ir núna, en höfum bruggað nokkra
fleiri. Á ársafmælinu kom LLK, sem er
léttur ljúfur og kátur sumarbjór með
limebragði. Beljandi er léttur pale ale,
auðdrekkanlegur og skemmtilegur,
Spaði er IPA sem er mjög vinsæll
og útlendingar elska hann og svo er
Skuggi, sem er porter bjór. Við erum
stöðugt að þróa uppskriftir en fyrst
og fremst er að hafa gaman af þessu
og skapa skemmtilega stemningu á
Breiðdalsvík.“
Boðið er upp á bjórkynningar þar
sem fræðst er um brugghúsið og
afurðir smakkaðar. „Stærri hópar
panta með fyrirvara, en aðrir bara
koma inn,“ segir Elís Pétur. Á staðnum
er einnig pool-borð og í boði að koma
inn með veitingar frá Kaupfjelaginu á
Breiðdalsvík sem er í næsta húsi.
Beljandi er að Sólvöllum 23a, Breið-
dalsvík. Síminn er 860-9905 og net-
fangið er beljandibrugghus@gmail.com
Opnunartími er kl. 11 til miðnætt-
is alla daga og stundum lengur um
helgar.
Beljandi er á Facebook: Beljandi
Brugghús.
Á Breiðdalsvík reka Helga Rakel Arnardóttir og Elís Pétur Elís-son Kaupfjelagið, litla fallega
matvöruverslun, þá einu í bæjar-
félaginu, og kaffihús með „fish and
chips“ og fleiri veitingum.
„Við keyptum reksturinn og versl-
unarhúsið fyrir ári síðan,“ segir Helga,
sem er ættuð frá Hvammstanga, en
Elís er frá Breiðdalsvík. Verslunin er
sett upp á gamaldags máta og má
þar finna mikið af munum úr sögu
kaupfélagsreksturs á Breiðdalsvík.
Eins er að finna söguágrip af upp-
byggingu staðarins, gamlar myndir
og skjöl sem gaman er að grúska í
með kaffinu.
Hjá Kaupfjelaginu er gott úrval af
mat- og gjafavöru og á grillinu er
boðið upp á hamborgara, panini-
brauð, pulled pork, bökur og „local
fish and chips,“ en fiskurinn kemur frá
útgerð sem Helga og Elís reka einnig
á staðnum. Pitsuofninn er alltaf í
gangi á föstudögum og laugardögum
og ýmsum fleiri tyllidögum.
Kaupfjelagið þjónar mikilvægum
tilgangi sem verslun og kaffihús, bæði
fyrir heimamenn en ekki síður fyrir
gesti sem sækja Breiðdalsvík heim,
en í bænum búa um 140 manns.
Á sumrin er staðurinn vel sóttur af
ferðamönnum, bæði innlendum og
erlendum. „Iðnaðarmenn og sjómenn
koma mikið til okkar í hádeginu í mat
og í pitsu um helgar. Það eru mjög
margir heimamenn sem koma hér á
hverjum degi, sumir oft á dag, og fá
sér kaffi og sitja lengi og spjalla. Mað-
ur hittir alltaf alla í Kaupfjelaginu,“
segir Helga. „Svo gildir það sama hér
og annars staðar: „Ef það fæst ekki í
Kaupfjelaginu, þá þarftu það ekki.“
Kaupfjelagið er að Sólvöllum 25,
Breiðdalsvík. Síminn er 475-6670 og
netfangið er kaupfjelagid@gmail.com
Afgreiðslutími sumars er 10–20
alla daga nema sunnudaga en þá er
opið til 17. Afgreiðslutími vetrar er kl.
11–17 alla daga.
Kaupfjelagið er á Facebook: Kaup-
fjelagid Verzlun – Kaffihús.