Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 41
Suðurfirðir 29. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ
Á Stöðvarfirði við þjóð-veg 1 er eitt af áhuga-verðari söfnum lands-
ins, Steinasafn Petru, sem er
einkasafn byggt upp af ástríðu
Ljósbjargar Maríu Petru Sveins-
dóttur. Petra lést 10. janúar
2012, en fjögur börn hennar
tóku við rekstri safnsins og
halda arfleifð móður sinnar við.
„Við erum steinasafn með
fullt af náttúruminjum líka,
uppstoppaða fugla, blómagarð
og fleira úr náttúrunni. Safnið
er nánast eins og hún skildi við
það. Húsið sem Petra byggði og
bjó í alla ævi ásamt manni og
börnum er hér á sama stað og
upprunalegt.
Petra var kona sem hafði
gaman af náttúrunni, að safna
steinum, og fór til fjalla sem ung
kona og þótti stórskrýtin fyrir vik-
ið, að fara þangað með þrjú börn
og nesti í poka í stað þess að vera
heima að elda eða baka. Petra
safnaði öllu og því er ýmislegt
fleira á safninu en steinarnir.
Systkinin reka einnig lítið kaffi-
hús á staðnum, en það var opnað
fyrir þremur árum. „Þetta er lítið
og heimilislegt kaffihús þar sem er
hægt að fá súpu og brauð, sætt og
ósætt bakkelsi. Það er garðskáli sem
fólk getur setið í og borðað. Og síðan
garðurinn þar sem hægt er að sitja
þegar gott er veður.“
Mikið af erlendum ferðamönnum
sækja safnið heim, bæði hópar og
einstaklingar. Skólahópar koma líka í
heimsóknir, sem og Íslendingar.
Steinasafn Petru er að
Fjarðarbraut 21, Stöðvarfirði.
Síminn er 475-8834. Safnið er
opið 1. maí–15. október frá kl.
9–18 og kaffihúsið frá kl. 10–17.
Heimasíða er steinapetra.is
og safnið er einnig á Facebook.
STEINASAFN PETRU
Einstakt safn náttúruunn-
andans Petru Sveinsdóttur