Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 42
Suðurfirðir 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Það er eitthvað sérstakt við plokkfiskinn á Hótel Bláfelli og af mörgum vinsælum réttum er þetta langvinsælasti réttur staðarins og hefur alltaf verið. „Fastakúnnar margir – til dæmis atvinnubílstjórar sem koma hingað á hálfsmánaðar- fresti – segja að þetta sé besti plokk- fiskur landsins. Ég fullyrði ekkert um það, það er víða í boði góður matur, en þetta er það sem menn segja,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells. Hótel Bláfell er staðsett á Sólvöll- um 14 á Breiðdalsvík og er klárlega einn helsti veitinga- staðurinn á Aust- urlandi. „Í hádeginu keyrum við mikið á gömlum íslensk- um heimilismat, íslenskri kjötsúpu og plokkfiski,“ segir Friðrik. Í heildina liggur áherslan helst á ferskum fiski og lamba- kjöti. „Fiskurinn kemur úr sjónum hérna í kring og lambakjötið frá nærliggjandi sveitabæjum,“ segir Friðrik og matargestir kunna vel að meta að fá þessar afurðir beint frá býli. Friðrik segir að erlendir ferða- menn sæki meira í fiskinn en hjá Íslendingum séu hamborgarar sívin- sælir en Bláfell býður upp á rómaða hamborgara. Ekki erfitt eða dýrt að fá gistingu Hótel Bláfell hefur verið í samfelldum rekstri frá árinu 1983, eða 35 ár, og er Friðrik fjórði eigandinn. Hann keypti staðinn fyrir tíu árum. Margt hefur breyst á þeim tíma, t.d. hefur orðið mikil fjölgun erlendra ferðamanna. „Aðallega hefur annatíminn lengst, hann nær núna yfir 5–6 mánuði í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Hins vegar er sú breyting að verða í ár að það er ekki allt lengur uppbók- að á gististöðum úti á landi á sumrin og verðið er ekki hátt lengur. Sífelldar fréttir um okur snúast oft um hátt verð á vatnsflösku eða kökusneið í einhverri sjoppu. Veruleikinn núna er hins vegar sá að það er ekki dýrt að gista á innlendum hótelum á sumrin og það eru laus pláss,“ segir Friðrik. Hótel Bláfell er með um 90 gisti- rými í 37 herbergjum og leigir því til viðbótar út tvær íbúðir sem henta til dæmis vel fyrir fjölskyldur. Það er óþarfi fyrir þá sem vilja ferðast um Austurland í sumar að vera með fellihýsi í eftirdragi því það er víða laus gisting á viðráðanlegu verði – til dæmis á Hótel Bláfell. Veislusalur fyrir 350 manns Til hliðar við rekstur hótelsins og veitingastaðarins er Friðrik með öfluga veisluþjónustu í gamla frysti- húsinu á staðnum og veislusalurinn þar rúmar 350 manns. Sjá nánar á Facebook-síðunni Frystihúsið. – Sjá nánar um Hótel Bláfell á Facebook- síðunni Hótel Bláfell. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og bóka gistingu í síma 475 6770. HÓTEL BLÁFELL: Besti plokkfiskur á landinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.