Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 42
Suðurfirðir 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Það er eitthvað sérstakt við plokkfiskinn á Hótel Bláfelli og af mörgum vinsælum réttum er þetta langvinsælasti réttur staðarins og hefur alltaf verið. „Fastakúnnar margir – til dæmis atvinnubílstjórar sem koma hingað á hálfsmánaðar- fresti – segja að þetta sé besti plokk- fiskur landsins. Ég fullyrði ekkert um það, það er víða í boði góður matur, en þetta er það sem menn segja,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells. Hótel Bláfell er staðsett á Sólvöll- um 14 á Breiðdalsvík og er klárlega einn helsti veitinga- staðurinn á Aust- urlandi. „Í hádeginu keyrum við mikið á gömlum íslensk- um heimilismat, íslenskri kjötsúpu og plokkfiski,“ segir Friðrik. Í heildina liggur áherslan helst á ferskum fiski og lamba- kjöti. „Fiskurinn kemur úr sjónum hérna í kring og lambakjötið frá nærliggjandi sveitabæjum,“ segir Friðrik og matargestir kunna vel að meta að fá þessar afurðir beint frá býli. Friðrik segir að erlendir ferða- menn sæki meira í fiskinn en hjá Íslendingum séu hamborgarar sívin- sælir en Bláfell býður upp á rómaða hamborgara. Ekki erfitt eða dýrt að fá gistingu Hótel Bláfell hefur verið í samfelldum rekstri frá árinu 1983, eða 35 ár, og er Friðrik fjórði eigandinn. Hann keypti staðinn fyrir tíu árum. Margt hefur breyst á þeim tíma, t.d. hefur orðið mikil fjölgun erlendra ferðamanna. „Aðallega hefur annatíminn lengst, hann nær núna yfir 5–6 mánuði í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Hins vegar er sú breyting að verða í ár að það er ekki allt lengur uppbók- að á gististöðum úti á landi á sumrin og verðið er ekki hátt lengur. Sífelldar fréttir um okur snúast oft um hátt verð á vatnsflösku eða kökusneið í einhverri sjoppu. Veruleikinn núna er hins vegar sá að það er ekki dýrt að gista á innlendum hótelum á sumrin og það eru laus pláss,“ segir Friðrik. Hótel Bláfell er með um 90 gisti- rými í 37 herbergjum og leigir því til viðbótar út tvær íbúðir sem henta til dæmis vel fyrir fjölskyldur. Það er óþarfi fyrir þá sem vilja ferðast um Austurland í sumar að vera með fellihýsi í eftirdragi því það er víða laus gisting á viðráðanlegu verði – til dæmis á Hótel Bláfell. Veislusalur fyrir 350 manns Til hliðar við rekstur hótelsins og veitingastaðarins er Friðrik með öfluga veisluþjónustu í gamla frysti- húsinu á staðnum og veislusalurinn þar rúmar 350 manns. Sjá nánar á Facebook-síðunni Frystihúsið. – Sjá nánar um Hótel Bláfell á Facebook- síðunni Hótel Bláfell. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og bóka gistingu í síma 475 6770. HÓTEL BLÁFELL: Besti plokkfiskur á landinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.