Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 54
54 29. júní 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 27. mars 1912 Betri Svefn Klósett- pappírs- sölumenn í fangelsi Um miðjan febrúarmánuð árið 1990 héldu tveir ungir menn af stað í leiðangur á sendibíl til að selja klósettpappír fyrir íþrótta- félag á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin endaði hins vegar í fang- elsisklefa á Eskifirði. Mennirnir tveir sögðust ætla að selja pappírinn, um fjögur þúsund rúllur, á höfuðborgar- svæðinu en héldu engu að síð- ur austur á firði og á leiðinni þangað fengu þeir sér sitt lítið af hassi. Þegar þeir komu austur á Breiðdalsvík brutust þeir inn í vélaverkstæði og stálu verk- færum. Síðan brutust þeir inn í kaupfélagið á staðnum og tóku myndbandstökutæki, sælgæti og fleira. Sama dag voru þeir hand- teknir í Neskaupstað og færðir í fangaklefa. Rúllurnar voru þá allar óseldar. Þ egar Sovétmenn sendu her- lið sitt inn í Ungverjaland árið 1956 tóku Íslendingar við 52 flóttamönnum. Síð- an þá höfum við tekið við samtals yfir 500 flóttamönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna frá hrjáð- um svæðum heimsins. Þessi saga hefði getað byrjað miklu fyrr því að árið 1920 stóð til að Íslendingar tækju við 100 austurrískum flótta- börnum sem sultu heilu hungri á götum Vínarborgar. Fyrri heimsstyrjöldin riðlaði al- þjóðastjórnmálunum og einn stór leikandi, Austurríki-Ungverjaland, var tekinn út þegar ríkið leystist upp í mörg smærri og stór svæði voru innlimuð af nágrönnum. Ein af meginástæðum fyrir þessu var bæði upprisa þjóðerniskenndar á fjölþjóðlegu svæði og ekki síð- ur getuleysi stjórnvalda í Vín til að fæða borgarana í stríðinu. Hið nýja Austurríki var smáríki og ákaflega illa statt í þokkabót þar sem geng- ið hríðféll. Hungursneyð brast á í höfuðborginni Vín og börnin fóru verst út úr henni. Um einn fjórði af öllum börnum voru vannærð og mæður eyddu heilu og hálfu dögunum í biðröð- um eftir matvælum, sem oft voru seld rándýru verði á svörtum mark- aði. Sumarið 1918 braust út svokall- að kartöflustríð milli kvenna, barna og uppgjafarhermanna annars vegar og bænda í nágrenni við Vín hins vegar. Heimurinn frétti af ang- ist Vínarbarnanna og Íslendingar buðust til að hjálpa. Prófessor Bang biður um aðstoð Hinn 18. nóvember árið 1919 barst íslenska stjórnarráðinu skeyti frá Jóni Magnússyni forsætisráðherra, sem staddur var í Kaupmanna- höfn. Í skeytinu stóð: „Prófessor Bang frá Austur- ríki hefur komið til mín af hendi ríkisstjórnar og sveitarstjórn- ar í Wien með beiðni um að Ís- lendingar, eins og aðrar hlutlaus- ar þjóðir, tækju börn frá Wien, alt að 100, til þess að forða þeim frá hungurdauða.“ Málið var tekið fyrir tveimur dögum síðar í bæjarstjórn Reykja- víkur og vel tekið í þá tillögu um að taka við flóttabörnunum. Var strax samþykkt að fela Knúti Zimsen borgarstjóra að skipa nefnd í sam- vinnu við landstjórn til að skipu- leggja komu barnanna. Í kjölfarið Í desember árið 1984 greindi DV frá því að dyraverðir á skemmti- staðnum Broadway væru með handjárn á sér til að yfirbuga ofurölvi menn með dólgslæti. Guðmundur Gunnlaugsson, aðstoðaryfirdyravörður staðar- ins, sagði þetta þó langt í frá eins- dæmi í samtali við DV. Á reyk- vískum skemmtistöðum væru sennilega um tuttugu handjárn í notkun og lögreglan vissi af þeim þar sem hún væri vön að skella sínum handjárnum fyrir ofan eða neðan. Annað ráð dyravarðanna væri að líma saman þumalfing- ur ólátaseggja með óslítandi lím- bandi. „Við megum ekki taka menn hálstaki og alls ekki snúa upp á hendurnar á þeim. Hvað er ætl- ast til að við gerum þegar menn í vígahug ganga berserksgang fyrir framan augun á okkur?“ Dyraverðir á Broad- way með handjárn Vínarbörnin sem aldrei komu til Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.