Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 60
60 FÓLK 29. júní 2018
Ó
lafur Darri Ólafsson hef-
ur verið ráðinn til að leika
í glænýrri gamanmynd frá
Netflix með stórstjörnunum
Adam Sandler og Jennifer Aniston
í aðalhlutverkum. Myndin ber
heitið Murder Mystery og segir frá
lögreglumanni og kærustu hans
sem fara í langþráð frí til Evrópu.
Þegar þangað er komið flækjast
þau í kostulega og heldur óvenju-
lega morðgátu þar sem bæði liggja
undir grun.
Um er að ræða sjöttu kvik-
myndina sem grínarinn Adam
Sandler vinnur að í samstarfi við
streymiveituna en þau Aniston
léku áður saman í myndinni Just
Go with It frá árinu 2011.
Fréttir herma að tökur á Murder
Mystery hafi byrjað í vikunni í
Montreal og fara góðkunnir leikar-
ar á borð við David Walliams, Ter-
ence Stamp, Gemma Arterton og
Luke Evans með önnur hlutverk
ásamt Ólafi. Enn er óvitað hversu
stórt hlutverkið er og náðist ekki í
leikarann við vinnslu fréttarinnar.
Handritshöfundur myndar-
innar, James Vanderbilt, á að baki
kvikmyndir á borð við Zodiac og
The Amazing Spider-Man og situr
leikstjórinn Kyle Newacheck við
stjórnvölinn, en hann er annar
höfundur Workaholics-þáttanna
vinsælu.
Úr gríni í hrylling
Ólafur Darri hefur verið duglegur
að skjóta upp kollinum í erlendum
verkefnum síðastliðin ár og unnið
með fagfólki eins og Steven Spi-
elberg, Matthew McConaughey,
Ben Stiller, Jason Statham og Vin
Diesel. Næst er Ólafur væntan-
legur í hákarlamyndinni The Meg
sem sýnd verður í ágúst og bregð-
ur honum einnig fyrir í gaman-
myndinni The Spy Who Dumped
Me með Milu Kunis og Kate McK-
innon, en hún er frumsýnd í sama
mánuði.
Þess má einnig geta að Ólaf-
ur hefur nýlega verið ráðinn í
stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröð
með hrollvekjuívafi sem nefnist
NOS4A2. Það er sjónvarpsstöð-
in AMC sem sér um framleiðslu á
seríunni og er hún byggð á sam-
nefndri bók eftir Joe Hill, sem er
oft betur þekktur sem
sonur rithöfundarins
Stephen King. Ólafur
fer með hlutverk hins
áhrifagjarna Bing
Partridge, efnaverk-
fræðings með dular-
fulla fortíð.
Reiknað er með
því að bæði Murder
Mystery og NOS4A2
hljóti útgáfu á næsta
ári. n
Ólafur Darri flæktur í morðgátu með
Adam Sandler og Jennifer Aniston
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Hollt og gott heimagert
Snickers Amöndu Cortes
Hráefni
karamellufylling
n 1 kúffullur bolli af ferskum döðlum (munið
að taka steininn úr)
n 2 msk. hnetusmjör
n 1 tsk. vanillu extrakt
n 1 tsk. maca-duft (gefur aukna sætu)
n ¼ tsk. salt
Botninn
n 2/3 bolli hafrar, malaðir í blandara
n ¼ af karamellufyllingunni
Annað
n 1/3 bolli ristaðar salthnetur (ég notaði
kasjúhnetur), grófsaxaðar
n 3 plötur af suðusúkkulaði
Aðferð:
Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar í skál og
leyfið þeim að mýkjast upp í um 10 mín.
Malið rúmlega 2/3 bolla af höfrum í
blandara þar til þeir verða að mjöli.
Sigtið vatnið frá döðlunum og setjið þær
í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, vanillu,
maca-dufti og salti. Blandið þar til fyllingin
verður silkimjúk, notið sleif til að ýta hráefn-
unum niður meðfram veggjum skálarinnar
ef þess þarf.
Fjarlægið karamellufyllinguna og leggið
til hliðar.
Útbúið botninn með því að blanda
saman haframjöli og ¼ af karamellufyll-
ingunni í matvinnsluvél þar til klístrað deig
myndast sem helst vel saman.
Þjappið því saman í mjótt og langt ílát
eða mótið á disk. Bætið karamellufyll-
ingunni við og mótið. Þrýstið salthnetunum
í fyllinguna. Geymið í frysti í hálfan til einn
sólarhring.
Skerið deigið í stangir eftir þann tíma
og geymið áfram í frysti meðan súkkulað-
ið er undirbúið. Bræðið saman 2–3
suðusúkkulaðiplötur í vatnsbaði.
Ég beið í 1–2 klst. í viðbót með að bera
stangirnar fram en þær urðu enn þéttari og
girnilegri á degi 2.
Þessar hnetustangir innihalda engar
dýraafurðir, engan unninn sykur og eru bara
svo dásamlega góðar. Það er virkilega gott
að eiga svona nart inni í frysti en ég skar mér
yfirleitt hálfa stöng í einu sem var nóg til að
seðja nart- og sykurlöngun minni.
A
manda Cortes lífsstíls-
bloggari á síðunni Ösku-
buska.is er dugleg að deila
hollum og girnilegum
uppskriftum sem eiga það allar
sameiginlegt að vera vegan.