Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 60
60 FÓLK 29. júní 2018 Ó lafur Darri Ólafsson hef- ur verið ráðinn til að leika í glænýrri gamanmynd frá Netflix með stórstjörnunum Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Myndin ber heitið Murder Mystery og segir frá lögreglumanni og kærustu hans sem fara í langþráð frí til Evrópu. Þegar þangað er komið flækjast þau í kostulega og heldur óvenju- lega morðgátu þar sem bæði liggja undir grun. Um er að ræða sjöttu kvik- myndina sem grínarinn Adam Sandler vinnur að í samstarfi við streymiveituna en þau Aniston léku áður saman í myndinni Just Go with It frá árinu 2011. Fréttir herma að tökur á Murder Mystery hafi byrjað í vikunni í Montreal og fara góðkunnir leikar- ar á borð við David Walliams, Ter- ence Stamp, Gemma Arterton og Luke Evans með önnur hlutverk ásamt Ólafi. Enn er óvitað hversu stórt hlutverkið er og náðist ekki í leikarann við vinnslu fréttarinnar. Handritshöfundur myndar- innar, James Vanderbilt, á að baki kvikmyndir á borð við Zodiac og The Amazing Spider-Man og situr leikstjórinn Kyle Newacheck við stjórnvölinn, en hann er annar höfundur Workaholics-þáttanna vinsælu. Úr gríni í hrylling Ólafur Darri hefur verið duglegur að skjóta upp kollinum í erlendum verkefnum síðastliðin ár og unnið með fagfólki eins og Steven Spi- elberg, Matthew McConaughey, Ben Stiller, Jason Statham og Vin Diesel. Næst er Ólafur væntan- legur í hákarlamyndinni The Meg sem sýnd verður í ágúst og bregð- ur honum einnig fyrir í gaman- myndinni The Spy Who Dumped Me með Milu Kunis og Kate McK- innon, en hún er frumsýnd í sama mánuði. Þess má einnig geta að Ólaf- ur hefur nýlega verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröð með hrollvekjuívafi sem nefnist NOS4A2. Það er sjónvarpsstöð- in AMC sem sér um framleiðslu á seríunni og er hún byggð á sam- nefndri bók eftir Joe Hill, sem er oft betur þekktur sem sonur rithöfundarins Stephen King. Ólafur fer með hlutverk hins áhrifagjarna Bing Partridge, efnaverk- fræðings með dular- fulla fortíð. Reiknað er með því að bæði Murder Mystery og NOS4A2 hljóti útgáfu á næsta ári. n Ólafur Darri flæktur í morðgátu með Adam Sandler og Jennifer Aniston Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Hollt og gott heimagert Snickers Amöndu Cortes Hráefni karamellufylling n 1 kúffullur bolli af ferskum döðlum (munið að taka steininn úr) n 2 msk. hnetusmjör n 1 tsk. vanillu extrakt n 1 tsk. maca-duft (gefur aukna sætu) n ¼ tsk. salt Botninn n 2/3 bolli hafrar, malaðir í blandara n ¼ af karamellufyllingunni Annað n 1/3 bolli ristaðar salthnetur (ég notaði kasjúhnetur), grófsaxaðar n 3 plötur af suðusúkkulaði Aðferð: Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar í skál og leyfið þeim að mýkjast upp í um 10 mín. Malið rúmlega 2/3 bolla af höfrum í blandara þar til þeir verða að mjöli. Sigtið vatnið frá döðlunum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, vanillu, maca-dufti og salti. Blandið þar til fyllingin verður silkimjúk, notið sleif til að ýta hráefn- unum niður meðfram veggjum skálarinnar ef þess þarf. Fjarlægið karamellufyllinguna og leggið til hliðar. Útbúið botninn með því að blanda saman haframjöli og ¼ af karamellufyll- ingunni í matvinnsluvél þar til klístrað deig myndast sem helst vel saman. Þjappið því saman í mjótt og langt ílát eða mótið á disk. Bætið karamellufyll- ingunni við og mótið. Þrýstið salthnetunum í fyllinguna. Geymið í frysti í hálfan til einn sólarhring. Skerið deigið í stangir eftir þann tíma og geymið áfram í frysti meðan súkkulað- ið er undirbúið. Bræðið saman 2–3 suðusúkkulaðiplötur í vatnsbaði. Ég beið í 1–2 klst. í viðbót með að bera stangirnar fram en þær urðu enn þéttari og girnilegri á degi 2. Þessar hnetustangir innihalda engar dýraafurðir, engan unninn sykur og eru bara svo dásamlega góðar. Það er virkilega gott að eiga svona nart inni í frysti en ég skar mér yfirleitt hálfa stöng í einu sem var nóg til að seðja nart- og sykurlöngun minni. A manda Cortes lífsstíls- bloggari á síðunni Ösku- buska.is er dugleg að deila hollum og girnilegum uppskriftum sem eiga það allar sameiginlegt að vera vegan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.