Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 66
66 MENNING 29. júní 2018
B
ækur þessarar viku eru
þrjár frumraunir frá
frændum okkar á Norð-
urlöndum, bækur sem
koma út á íslensku í þessari
viku. Og tvær bækur á ensku
eftir vinsælustu spennusagna-
meistara heims.
Frábærar frumraunir
Örlagasaga um vináttu og minn-
ingar: Frá vinum okkar Svíum kem-
ur Rauða minnisbókin, frumraun
fjölmiðlakonunnar Sofiu Lund-
berg. Fjallar hún um hina 96 ára
gömlu Doris sem hefur frá tíu ára
aldri skrifað nöfn allra sem skiptu
hana máli í lífinu í rauða minnis-
bók. Nú nánast vina- og ættingja-
laus ákveður hún að skrifa ævisögu
sína byggða á minnisbókinni. Frá-
bær frumraun um ást, vináttu,
hamingju og sorg. Ef þér líkaði
við Gamlingjann
sem skreið út um
gluggann og Mað-
ur sem heitir Ove
þá muntu elska
þessa bók.
Sálfræðitryllir sem
grípur mann frá
fyrstu málsgrein:
Danski blaðamaðurinn og sagn-
fræðingurinn Anne Mette Hancock
skrifar Líkblómið, sem fjallar um
blaðamanninn Heloise Kaldan,
sem telur sig búa yfir góðu skúbbi,
en allar heimildir hennar reyn-
ast falsaðar. Anna Kiel, sem er eft-
irlýst fyrir morð
á ungum lög-
fræðingi, sendir
henni bréf. Kald-
an fer að kanna
málið, annað
morð er framið.
Eru morðingj-
arnir tveir, hvern-
ig tengjast málin Kaldan og er líf
hennar sjálfrar í hættu?
Ógleymanleg og ljúfsár sönn saga
um sorg, missi, lífið og dauð-
ann: Í Hvert andartak enn á lífi,
fyrstu skáldsögu hins sænska Tom
Malmquist, sem er fyrrverandi ís-
hokkíleikari, segir hann frá eigin
lífsreynslu. Hann og Karin, kona
hans, áttu von á sínu fyrsta barni
þegar Karin var greind með hvít-
blæði undir lok meðgöngunnar.
Dóttirin er tekin með bráðakeisara-
skurði og Tom upplifir ólýsanlega
martröð á hlaupum sínum um
gangana á milli vökudeildarinn-
ar og gjörgæslunnar; á milli lífs og
dauða. Þegar hann snýr heim er
hann einn með litlu dóttur sinni og
sárri sorginni. Og fáeinum mánuð-
um síðar missir hann föður sinn,
sem hann hefur alltaf átt flókið
samband við. Bókin var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 2016, hlaut bókmennta-
verðlaun Karin Boye og menn-
ingarverðlaun DN. Spænska blaðið
El País útnefndi hana eina af bestu
bókum áratugarins um líf og dauða.
Spennusagnameistarar spinna
nýja vefi
Kyngimögnuð spenna: Nýjasta bók-
in úr smiðju hrollvekjukonungs-
ins Stephen King er The Outsider,
sem fjallar um hafnaboltaþjálfar-
ann Terry Maitland sem er grun-
aður um morð á 11 ára gömlum
dreng. Lögreglumaðurinn Ralph
Andersen er miður sín vegna máls-
ins, en Maitland þjálfaði einnig son
hans. Öll sönnunargögn benda á
Maitland, sem hins vegar er með
fjarvistarsönnun og var ekki í bæn-
um þegar morðið var framið. Geta
menn verið á tveimur stöðum í einu?
Pólitískur tryllir úr smiðju raðritar-
ans Patterson: Spennusagnamet-
söluhöfundurinn James Patterson
sem spýtir fleiri bókum frá sér á ári
en flestir rithöfundar gera á heilli
mannsævi, fær engan annan en Bill
Clinton, fyrrverandi Bandaríkjafor-
seta, sem meðhöfund í nýjustu bók
sinni, The President is Missing.
Líkt og nafnið bendir til þá hverf-
ur forseti Bandaríkjanna, fyrrver-
andi hermaður, á sama tíma og
leyniþjónusta Bandaríkjanna á
undir högg að sækja vegna netárása.
Reynsla Clinton úr forsetatíð hans
er einstök viðbót við frásagnargáfu
og rússíbanareið Patterson. n
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Hreinskilin og skemmtileg
frásögn úr íslenskum nútíma
261
dagur er fyrsta
bók Kristborgar
Bóelar Stein-
þórsdóttur,
fjörutíu og tveggja ára, fjögurra
barna móður. Eftir að hafa tek-
ið erfiðustu ákvörðun ævi sinnar
ákveður hún að skilja við seinni
barnsföður sinn. Til að komast í
gegnum skilnaðinn, andlega, lík-
amlega, félagslega, ákveður hún
að skrifa dagbók. Dagbók sem lýsir
næstu 261 degi í lífi hennar, bæði
slæmum, góðum og
allt þar á milli.
Fyrst þegar ég byrj-
aði á bókinni fannst
mér fullmikið um
grátköstin og hugsaði
hvenær hún ætlaði nú
að taka sér tak og fara
að láta hversdagslífið í
fullan gang aftur. Síð-
an áttaði ég mig á að
svona brást höfund-
ur við sínum skilnaði,
þetta er hennar saga,
hennar líðan, hennar
tilfinningar. Nokkrum köflum síð-
ar var ég farin að tengja mun frekar
við sögu höfundar, við erum svip-
að gamlar, báðar búnar að skilja
oftar en einu sinni, báðar með sára
reynslu að baki. Hvar var þessi bók
þegar ég skildi á sínum tíma? Mik-
ið hefði verið gott að geta lesið bók
eins og þessa og séð að ég var ekki
ein í heiminum
Bókin er full
af kaldhæðnis-
legum setning-
um og tilsvör-
um: „Þú þarft
að byrja á því að
fyrirgefa sjálfri
þér og sættast
við þínar ákvarð-
anir áður en þú
ferð að pakka
fyrrverandi ofan
í jólaskrautskassa
og gefa hann í
Fjölskylduhjálp, ef þau vilja þá
taka við honum. Nei, myndi fara
með hann í Hjálpræðisherinn
frekar, þau eru ekki eins vandlát
og taka við öllu.“ (bls. 176).
Spjall við vinkonur um karl-
menn og hið eilífa ástarbras fá sitt
pláss: „Í sameiningu komumst við
að þeirri niðurstöðu að mann-
skepnan sé líklega það sáraeinföld
að maður komist aldrei alveg yfir
einn án þess að fara undir annan.“
(bls.191).
Ég hef orðið vör við að bók-
in hefur sætt gagnrýni fyrir þá
samlíkingu höfundar að skilnaður
sé jafn makamissi. Vissulega hef-
ur sú gagnrýni rétt á sér, en eins og
ég, í upphafi bókar, verða lesendur
að átta sig á að hér opnar höfund-
ur sig um eigin reynslu, eigin tilf-
inningar og líðan, og hennar upp-
lifun er aldrei sú sama og annarra.
Við erum öll ólík og því verður
upplifun okkar aldrei sú sama, þó
að reynslan sem við verðum fyrir
geti verið sú sama.
„… en þó höfuðáhersla lögð á
að ástarsorgarferlið sé bara ná-
kvæmlega það sama og þegar ein-
hver missir maka í gröfina.“ (bls.
160).
Bókin er afar hreinskilin,
skemmtileg, ljúfsár, kaldhæðin
lýsing höfundar á skilnaði henn-
ar og aðstæðum og ekki síst henni
sjálfri. Höfundur hleypir lesand-
anum alveg inn á gafl í tilfinn-
ingalíf sitt, eitthvað sem margir
höfundar myndu ekki þora, og
allra síst í frumraun sinni.
Ég hlakka til að lesa næstu bæk-
ur höfundar, því ég hef fulla trú á
að hún eigi eftir að skrifa mun
fleiri. 261 dagur er skyldulesning
fyrir alla sem hafa skilið, eru að
skilja eða íhuga að skilja.
Til viðbótar við bókina er sam-
nefndur lagalisti á Spotify, lög sem
lýsa líðan höfundar yfir tímabilið
sem bókin fjallar um. Skemmtileg
viðbót sem til þessa hefur ekki ver-
ið á íslenskum bókamarkaði.
„Eat like you love yourself.
Move like you love yourself. Speak
like you love yourself. Act like you
love yourself.“ (bls. 245). n
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Bækur
261 dagur
Höfundur: Kristborg Bóel
Útgefandi: Björt
416 bls.
Frábærar frumraunir og gamalreyndir spennusagnakonungar
Nýtt í bókahillunni: