Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 70
70 FÓLK 29. júní 2018 „Saga þernunnar hafði gríðarlega mikil áhrif á mig“ R ithöfundurinn Sólveig Páls- dóttir gaf fyrir síðustu jól út sína fjórðu bók, Refurinn, sem kom nýlega í versl- anir í kiljuformi. Refurinn hefur verið vinsæll hjá lesendum, enda ekki bara hörkuspennandi, held- ur tekur efnið einnig á mikilvæg- um málum í samfélagi okkar. Sól- veig er leikari og hefur komið fram á sviði, í sjónvarpi og útvarpi. Hún hóf að skrifa bækur fyrir sjö árum og fyrsta bók hennar, Leikarinn, kom út árið 2012. En hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá Sólveigu? Hvaða barnabók er í eftirlæti? „Ég hef sérstakt dálæti á Dúa bíll eftir Barbro Lindgren og Eva Eriks- son sem er skotheld spennubók fyrir eins til þriggja ára börn. En svona almennt séð held ég mest upp á barnabækur sem eru laus- ar við predikun en innihalda þeim mun meira af ævintýrum, húmor og spennu. Mér koma í hug bæk- ur eftir Ole Lund Kirkegaard sem skrifaði til dæmis Gúmmí Tarsan og Fúsa froskagleypi og dásamlegu bækurnar þeirra Astridar Lindgren og Guðrúnar Helga- dóttur. Harry Potter- -bækurnar eru líka snilld!“ Hvaða bók er uppáhalds? „Sem barn tók ég algjöru ástfóstri við Ljóðmæli Páls Ólafssonar og kunni bókina spjaldanna á milli sem mér þykir í meira lagi undar- legt núna. Á unglingsárum hélt ég mikið upp á bækur Isaac Bashev- is Singer og drakk í mig frásagnir hans af samfélagi pólskra gyðinga og hreifst sömuleiðis mjög af Manntafli eftir Stefan Zweig. Með árunum varð bókmenntaáhuginn enn fjölbreyttari og þegar ég les bók sem grípur mig verður hún uppáhalds um stund eða þar til að ég finn þá næstu sem rígheldur mér.“ Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra? „Ég mæli almennt með öllum lestri en þær bækur sem koma fyrst upp í hugann núna eru Ekki gleyma mér. Grípandi minn- ingarsaga Kristínar Jóhannsdóttur sem stundaði nám í Austur-Þýska- landi skömmu áður en múrinn féll, ákaflega áhugaverð og mikil- væg frásögn af lífi ungs fólks á um- brotatímum. Ég myndi líka benda á Tvísögu eftir Ásdísi Höllu Braga- dóttur sem segir flókna sögu fjöl- skyldu sinnar á hlýjan og einlægan hátt. Þessa dagana er ég heilluð af þessari tegund bóka og má til með að bæta bókum Mikaels Torfa- sonar, Týnd í Paradís og Synda- fallið sem og bókunum hans Jóns Gnarr, Indjáninn og Sjóræninginn á þennan lista. Það má margt læra af þessum sjálfsævisögulegu verk- um.“ Hvaða bók hefurðu lesið oftast? „Að undanskildum bókum sem ég kenndi á meðan ég var kennari þá hlýtur svarið að vera annaðhvort Íslandsklukkan eftir Halldór Lax- ness eða Þjóðsögur Jóns Árnason- ar.“ Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig? „Mín fyrsta bók, Leikarinn, sem kom út vorið 2012 breytti lífi mínu því að velgengni hennar varð til þess að ég ákvað að halda áfram að skrifa. Núna, sex árum síðar, eru bækurnar orðnar fjórar. En þess utan þá nefni ég Sögu þern- unnar eftir Margaret Atwood. Ég var nýorðin móðir í annað sinn þegar ég las hana og bókin hafði gríðarlega mikil áhrif á mig. Því miður minnir margt sem er að gerast í heiminum í dag á bók- stafstrúarríkið Gíleað sem Atwood skapaði svo eftirminnilega í áður- nefndri bók.“ Hvaða bók bíður þín næst til lestrar? „Ég er rétt hálfnuð með marg- verðlaunaða bók sem heitir Það sem að baki býr og er eftir dansk- an höfund, Merete Pryds Helle. Þetta er ættarsaga með heilmiklu persónugalleríi fólks sem býr við bæði andlegan og veraldlegan skort. Sagan heldur mér ennþá en það er eitthvað við frásagnarhátt- inn sem truflar mig því mér virðist ekki unnið nægilega vel úr þeim efnivið sem er fyrir hendi en hver veit nema allt falli saman í lok- in og verkið öðlist þá meiri dýpt. Vonandi. Þegar þessu ættarsögu- æði mínu linnir bíða mín nokkr- ar freistandi glæpasögur sem ég hlakka til að lesa.“ n Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Sigurður Helgi eða vera annað en Siggi Hlö? Úff … væri til í eitthvað nafn sem Mannanafnanefnd hefur hafnað. Hverjum líkist þú mest? Það segja allir að ég sé alveg eins og móðir mín heitin og mér líkar það vel. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Í golfi. Skorið kemur mér samt alltaf í vandræði. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Almenna mannasiði og kurteisi mætti alveg setja í forgang. Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukku- tíma, í hvaða verslun færirðu? Jón og Óskar á Laugavegi að kaupa feitan demant handa eiginkonunni. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Dó ekki úr leiðindum. Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinn- inn sé til. Hvernig svarar þú? Auðvitað er jólasveinninn til. Jólin eru ekkert án jólasveinsins. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? The way lifé s meant to be með ELO. Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? Billie Jean með Michael Jackson. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Wannabe með Spice Girls. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Who let the dogs out. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Meistari, meistari, meistari. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Dumb and Dumber. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? 80 ś tískan frá mínum tíma er öll að koma aftur en líklega eru það ennisbönd. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Frasier þáttunum. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Nei, helst ekki, er með einhverja fóbíu fyrir því. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þó þú þekkir þá ekki persónulega? Já, það geri ég. Hverju laugstu síðast? Ég er lélegasti lygari í heimi. Finnst best að segja bara alltaf satt, þá þarf maður ekki að muna hverju maður laug síðast. Um hvað geta allir í heiminum verið sam- mála? Að vilja heimsfrið. Á hvern öskraðirðu síðast? Leikmenn Vík- ings í fótbolta. Þurfti að hvetja þá til sigurs. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þó þú hafir aldrei hitt hann? Sir Alex Ferguson. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Tölvuöldin. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Hrotur. Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Michael Jackson. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Strympa. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Tónleikum með George Michael. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Maður á aldrei að slást við ófrítt fólk … það er eins og það hafi engu að tapa. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Ég hef verið mjög heppinn hvað varðar vinnu. Öll störf hafa verið skemmtileg en fáein verkefni verið hundleiðinleg en það þarf víst líka að klára þau. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Að slá 300 m golfhögg. Það var geggjað. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Skák. Það væri massa fyndið. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Godfather. Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár? Veip-reykingar. Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Neitað að spila You never walk alone á balli þar sem ég er Dj. Læt frekar handtaka mig. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Mér finnst Hómer Simpson vera vinur minn nú þegar. Við erum nokkuð líkir. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Sjá leik með Manchester United á Old Trafford. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Ertu með ofnæmi? Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast? Vá … þvílíkt hlaðborð sem það væri. Myndi hverfa. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Júróvisjón fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Ormur myrtur í Eurovision. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Alls ekki. Við Geir erum miklir vinir. Ég myndi rétta honum handklæði. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Að skemmta sér og hafa gaman af tilverunni. Hvað er fram undan um helgina? Útvarpsþáttur, golf og faðmur fjölskyldunnar. Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, plötusnúður og fararstjóri með meiru, fagnaði nýlega 10 ára afmæli útvarpsþáttarins Veistu hver ég var? Siggi Hlö sýndi á sér hina hliðina, staddur í Berlín með hóp á vegum ferða- skrifstofunnar Visitor á On the Run-tónleikum Beyoncé og Jay Z. „Dó ekki úr leiðindum “ HIN HLIÐIN Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Ásta Garðars í nýju hlutverki – ömmustúlka mætt í heiminn Þ ann 26. júní síðastliðinn var flaggað um allt land, enda afmælisdagur Guðna Th., forseta okkar, og stóraf- mæli í þokkabót, 50 ára. Sá dagur mun þó líklega hafa aðra þýðingu í framtíðinni fyrir Ástu Hrafn- hildi Garðarsdóttur, sem fylgt hefur þjóðinni í fjölmörg ár, sem blaðamaður, ritstjóri Séð og heyrt, kennari í Garðabæ og síðast en alls ekki síst, sem Ásta og Keli í Stund- inni okkar. Þennan dag fékk hún fyrsta ömmubarnið í heiminn og getur því bætt nýju hlutverki á fer- ilskrána sína. „A true lady is never late, she just arrives in her own sweet time,“ segir Ásta á Facebook-síðu sinni. „Undurfalleg óræð blanda foreldra sinna. „Samt alveg eins og amma sín“, hefði langamman staðhæft á innsoginu og drepið í um leið … mér sýnist hafa stytt upp.“ Foreldrar ömmu- barnsins eru elsti son- ur Ástu, Garðar B. Sigurjónsson, handboltakappi með Stjörnunni, nemi til löggildingar fasteigna- sala og fyrrverandi blaðamaður á Séð og heyrt. Barnsmóðir hans er kærastan og Eyjamærin, Sand- ra Dís Pálsdóttir, sem starfar á 101 hárhönnun. Þau kynntust á sínum tíma þegar Garðar bað um frí á Séð og heyrt til að skreppa í klippingu og settist í stólinn hjá Söndru, sem heillaði hann upp úr handbolta- skónum, um leið og hún græjaði hár hans. Segir Garðar það næst- bestu ákvörðun sína að hafa farið í klippingu og heillast af Söndru og þá bestu að hafa tekið skrefið og boðið henni út. Við óskum hinum nýbök- uðu foreldrum og ömmu inni- lega til hamingju með nýja fjöl- skyldumeðliminn. Dóttir Secret Solstice skipu- leggjanda fædd að lokinni hátíð Ú tlit var fyr- ir að Katrín Ólafsson, að- alskipuleggj- andi tónlistarhá- tíðarinnar Secret Solstice, og unnusti hennar, Jón Bjarni Steinsson, gætu ekki komist sjálf á hátíðina, þar sem Katrín var sett með annað barn þeirra sunnu- daginn 24. júní síðastliðinn, lokadag hátíðarinnar. Voru þau búin að skipu- leggja allt í tíma ef ske kynni að Katrín myndi eiga fyrir tilsettan dag. Það skipulag reyndist síð- an óþarft því daman leyfði for- eldrum sínum bara að klára hátíðina og mætti svo í heiminn fjórum dögum síðar, fimmtudaginn 28. júní. „Þessi kom í heiminn snemma í morgun á fullu tungli eins og pabbi sinn. Mamman stóð sig eins og hetja og allir eru heilir,“ segir Jón á Facebook-síðu sinni. Við óskum hinum nýbökuðu foreldrum innilega til hamingju með dótturina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.