Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 72
29. júní 2018
25. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Djöfull er ég
skakkur!
Á
dögunum greindi lögreglan
á Suðurnesjum frá því að
rútubílstjóri hefði ver-
ið stöðvaður í umdæminu,
grunaður um akstur undir áhrif-
um fíkniefna. Rútan var fullsetin
af farþegum þegar meint brot á að
hafa átt sér stað. Bílstjórinn, sem er
á fertugsaldri, var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð þar sem þar
til gerð próf sýndu jákvæða svörun
varðandi fíkniefnaneyslu. Það sem
ekki kom fram í yfirlýsingu lög-
reglu var að farþegi í rútunni hafði
samband við yfirvöld þegar hann
taldi að bílstjórinn væri að reykja
kannabis undir stýri.
Þegar DV hafði samband við
bílstjórann vegna málsins þá
neitaði hann því staðfastlega að
hann hefði verið að reykja jónu
í vinnunni en viðurkenndi þó
að THC, virka efnið í kannabis,
hefði greinst í blóði hans. Bíl-
stjórinn segist hafa verið að vefja
sér sígarettu úr svonefndu Bali
Shaq tóbaki í langri kaffipásu.
Hann staðfestir að þá hafi far-
þegi misskilið gjörðir hans og haft
samband við lögreglu.
„Ég myndi ekki undir neinum
kringumstæðum reykja kannabis
á vakt,“ segir bílstjórinn í samtali
við DV. Hann viðurkennir þó að
hann hafi fengið sér jónu kvöldið
áður þegar hann var gestur á tón-
listarhátíðinni Secret Solstice. „Ég
var bara að skemmta mér, þetta er
nú tónlistarhátíð,“ segir bílstjór-
inn. Eftir því hversu mikils magns
er neytt þá mælist THC í blóði
fólks allt frá viku og upp í 80 daga
frá því að kannabis er neytt. Þar
af leiðandi féll bílstjórinn á fíkni-
efnaprófi lögreglu.
Afleiðings brotsins er sú að
bílstjóranum var sagt upp störf-
um auk þess sem hann hefur ver-
ið sviptur ökuréttindum sínum.
Hann bíður nú eftir endanlegum
niðurstöðum blóðprufu sem mun
ákvarða hvort að hann verði svipt-
ur ökuréttindum í sex mánuði eða
tvö ár. n
tomas@dv.is
Neytti kannabis á Solstice og missti vinnuna
T
ómas Þór Þórðarson,
íþróttafréttamaður hjá
Vodafone, fékk held-
ur betur góða gjöf eft-
ir að Íslendingar luku keppni
á heimsmeistaramótinu á
þriðjudaginn. Eftir síðasta
leik liðsins gegn Króatíu fékk
Tómas treyju fyrirliðans Arons
Einars að
gjöf. Þetta
kom fram í
hlaðvarps-
þættinum
Innkastið
á Fótbolti.
net.
Treyjan
er ekki sú
fyrsta sem
Tómas
fær en eft-
ir síðasta leik íslenska liðsins
á Evrópumótinu í Frakklandi
fékk Tómas einnig treyju Ar-
ons. „Hann kastaði í mig treyj-
unni og sagði: „Við höldum í
hefðir,“ sagði Tómas í þættin-
um.
Tómas er greinilega mikill
aðdáandi Arons en hann fór
fögrum orðum um fyrirliðann
í hlaðvarpinu. „Ég get bara
ekki beðið eftir að hann verði
forseti,“ sagði Tómas.
Fékk treyju
Arons annað
stórmótið
í röð
Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land
REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR -30% • GARÐHÚSGÖGN -27% • SLÁTTU-
VÉLAR -20-40% • RAFMAGNS- OG BENSÍNGARÐVERKFÆRI -20-40%
NAPOLEON GRILL -30% • BROIL KING GRILL -30% • BLÓMAPOTTAR
OG GARÐSKRAUT -35% • TIMBURBLÓMAKASSAR -25% • BLÓM, TRÉ
OG RUNNAR -30% • FRÆ -40% • REYKOFNAR OG ELDSTÆÐI -30%
GJØCO INNIMÁLNING -25% • VERKFÆRABOX OG -SKÁPAR -30%
JÁRNHILLUR -30% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -25% • EINHELL
RAFMAGNSVERKFÆRI -25% • HARÐPARKET -20% • LJÓS -25%
PLAST-BOX -35% FERÐAVARA -25% • FERÐATÖSKUR -35%
LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD -30% • POTTAR,
PÖNNUR OG BÚSÁHÖLD -25% • TEXTÍLVÖRUR -25%
BLÁ BOSCH VERKFÆRASETT -25% • COFRA ÖRYGGISSKÓR
OG FATNAÐUR -25% • LOFTASTIGAR -25% • MOTTUR OG
DREGLAR -25% • BAÐFYLGIHLUTIR -25% • SALVIA ESPALE
GIRÐINGAEININGAR -20% • OG MARGT MARGT FLEIRA!
Sjáðu öll
tilboðin á
byko.is
B
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
-/
pr
en
tv
ill
ur
o
g/
eð
a
m
yn
db
re
ng
l.