Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 4
4 13. júlí 2018FRÉTTIR Kylfingurinn og frægu foreldrarnir Þann 19. júlí næstkom- andi verður stórt skref stig- ið í íslenskri golfsögu þegar kylfingurinn Haraldur Frank- lín Magnús tekur þátt í Opna breska meistaramótinu í golfi. Haraldur Franklín verður þar með fyrsti ís- lenski karl- kylfingurinn sem spilar á einu af risamótun- um í golfi en þátt- tökurétt- inn tryggði hann sér með því að enda í öðru sæti á afar sterku úr- tökumóti fyrir stór- mótið. For- eldrar Haraldar Franklíns eru þjóðþekktir. Faðir kylfingsins er leikarinn Kristján Frank- lín, sem síðast skelfdi þjóðina, og í raun heimsbyggðina, sem illmennið í sjónvarpsþáttun- um Ófærð. Móðir Haraldar Franklín er fjölmiðlakonan góðkunna, Sigríður Arnardótt- ir, betur þekkt sem Sirrý, sem um árabil hefur heillað þjóð- ina með alúðlegri framkomu og persónutöfrum. Lítt þekkt ættartengsl: H ann er voða rólegur og ekki oft í þessum gír. Þarna voru bara svo margir að taka þátt og enginn hafði slas- ast nema bara eitthvað lítilega, þannig að honum fannst þetta líta sakleysilega út,“ segir Jónheið- ur Pálmey Ragnarsdóttir, unnusta Adolfs Arnar Adolfssonar en Ad- olf varð fyrir harkalegri árás nauts í spænska smábænum Denia í fyrrakvöld. Spænski fréttamiðil- inn Denia birtir meðfylgjandi ljós- myndir af átökunum en atvikið hefur vakið talsverða athygli meðal bæjarbúa. Undanfarna daga hefur árleg nautahlaupshátíð farið fram í Denia en þá er nautum slept laus- um niður aðalgötu bæjarins á með- an hugrakkir þátttakendur forða sér undan á hlaupum. Algengt er að þátttakendur nálgist hálftrylltar skepnurnar og ögri þeim. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára gamall erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu sem átti sér stað síðastliðið miðviku- dagskvöld. Fram kemur að hann hafi hlotið áverka undir hönd- um og á baki og verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann sé í stöðugu ástandi. Í samtali við DV kveðst Jón- heiður ekki hafa verið viðstödd þegar atvikið átti sér stað, en parið hefur verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga. „Við vorum búin að fara þarna áður sem áhorfendur og við vor- um fullviss um að ekki væri verið að pína dýrin og engin vopn not- uð, bara verið að hlaupa undan þeim. Annars hefði ég strax labb- að út og við aldrei farið aftur. Ég var búin að banna Adolf að taka þátt því ég var hrædd um að eitt- hvað myndi gerast. En hann fór svo án mín og stóðst ekki freistinguna!,“ segir Jón- heiður. Hún segir Adolf að- eins hafa ætlað að snerta nautið, enda hafði hann séð marga viðstadda gera slíkt hið sama. „Hins vegar snéri það pínu upp á sig og hann missti undan sér fæturna og datt. Nautið notaði tækifærið og stakk hornunum undir hann og henti honum yfir sig. Það náði að gera þrjár ágætis holur í kallinn.“ Adolf áttaði sig ekki alveg á hvað hafði gerst, stóð upp og stökk út í vatnið og ætlaði bara að synda í land og fara heim. Hann var hins vegar sóttur á bát og beint í sjúkrabíl,“ segir hún en svæðinu var í kjölfarið lokað tímabundið. „Þetta leit verr út en það var af því að hann var dreginn í burtu og honum skýlt með hvítum tjöldum á meðan hann var færð- ur í sjúkrabílinn,“ segir Jónheið- ur jafnframt en þegar henni var tilkynnt um slysið leit út fyrir að það hefði verið mun alvarlega en raun bar vitni. „Ég varð gríðarlega hrædd því ég fékk ekkert meira að vita í einhverja tvo klukku- tíma, bara það að hann hefði verið stunginn og ég gæti ekki hitt hann.“ Hún segir Adolf hafa sloppið afar vel miðað við aðstæður og eru þau bæði frekar brött þrátt fyrir þetta óvænta atvik. „Hann er við fína heilsu og má teljast heppinn af því að ef hornin hefðu farið annars staðar inn þá hefðu líffæri getað skaddast.“ Jónheiður segir mik- ið líf og fjör hafa verið í bænum undanfarna daga í tengslum við hátíðina en óhjákvæmilega fylgja slys þessum hamagangi. „Það er samt ekki mik- ið um stungusár held ég. Það allavega vita allir af þessu hér. Ég er að spá i að vera bara heima í húsi þar til við förum aftur heim!“ Þá kom hún eftirfarandi athugasemd á framfæri fyrir hönd Adolfs: „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“ n Adolf varð fyrir harka- legri nautaárás á Spáni n Árlegt nautahlaup fer fram í spænska bænum Denia n Stunginn þrisvar og hent upp í loft„Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur! Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Hver er hún n Hún er fædd 25. júlí 1957. Ættuð frá Goðdal í Bjarnarfirði á Ströndum. n Hún vakti fyrst athygli á Alþýðublaðinu sem þá var undir ritstjórn Hrafns Jökulssonar. n Hún þótti óvæginn gagnrýnandi og gaf hauskúpur þegar skáldverk vöktu litla hrifningu hjá henni. n Hún var ráðin ritstjóri DV með Eggerti Skúlasyni en hætti seint á síðasta ári og færði sig yfir til Fréttablaðsins. n Hún þykir einn besti blaðamaður landsins og var til umfjöllunar í DV þar sem hún tætti í sig íslenskar fjölmiðlakonur. SVAR: KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.