Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 6
6 13. júlí 2018FRÉTTIR U ndir lok apríl síðastliðinn opnaði nýtt veitingahús í splunkunýju húsnæði við Mýrargötu 31 í Reykjavík. Veitingahúsið fékk heitið LOF og sérhæfði staðurinn sig í spænskri matargerð. Tæplega þremur mánuðum síðar hefur staðnum verið lokað og samkvæmt heim- ildum DV blasir gjaldþrot fyrir- tækisins við. Þá sitja margir starfs- menn fyrirtækisins og birgjar eftir með sárt ennið. Hafa starfsmenn haft samband við stéttarfélag sitt, Eflingu, til þess að fá aðstoð. Borguðu hvorki birgjum né starfsfólki laun Í kringum rekstur veitingastaðar- ins var fyrirtækið Lof Restaurant ehf. stofnað. Eigendur þess voru Enzo Rinaldi, Birgir Örn Arnars- son og tengdasonur hans, Jakob Helgi Bjarnason. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrrum starfsmönn- um félagsins kom hugmyndin að opnun staðarins frá Rinaldi og fé- laga hans Garcia og leituðu þeir til Birgis Arnar og Jakobs Helga til þess að leigja húsnæðið við Mýrar- götu sem var í þeirra eigu og var nýreist. Tengdafeðgarnir höfðu þá mikinn áhuga á að taka þátt í ver- kefninu og varð það niðurstaðan. Samkvæmt heimildum DV var daglegur rekstur í höndum Rin- aldi og Garcia en Jakob Helgi sá um fjármál félagsins. Matreiðslu- mennirnir tveir hafa verið farsæl- ir í rekstri annarra veitingahúsa og þess vegna nutu þeir velvildar hjá hinum ýmsu birgjum fyrirtækisins varðandi hráefni og önnur tæki og tól. Það hafi síðan runnið á þá tvær grímur þegar birgjar fóru að hafa samband við þá persónulega vegna vangoldinna reikninga fé- lagsins og skömmu síðar blossaði upp reiði starfsmanna sem höfðu ekki fengið laun sín greidd. Það var ekki síst vegna þeirrar stað- reyndar að Jakob Helgi brunaði um á glænýrri Porsche-bifreið, sem kostaði um 14 milljónir króna á sama tíma og starfsfólk fékk ekki greidd laun. Fékk ekki aðgang að bókhaldi og reikningi félagsins Rinaldi krafðist þess þá að fá aðgang að reikningum fyrirtækisins en við því varð ekki orðið. Í byrjun júlí- mánaðar lokuðu Birgir og Jakob Helgi síðan veitingastaðnum og stefnir hann nú í þrot. Starfsmenn félagsins hafa leitað til stéttarfé- lagsins Eflingar vegna ógreiddra launa og launatengdra gjalda. DV hafði samband við Rinaldi og Garcia við vinnslu fréttarinnar. Þeir vildu ekki tjá sig um málið en staðfestu þó að veitingastaðnum hefði verið lokað og að eigendur staðarins hefðu deilt um fjárreiður hans. Þá sögðust þeir harma það að starfsfólk fyrirtækisins sæti eftir með sárt ennið og kváðust ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að réttindi þeirra yrðu ekki fyrir borð borin. „Ég hef ekkert komið nálægt rekstrinum og þekki það ekki neitt. Ég er fyrst og fremst húseigandi,“ sagði Birgir Örn Arnarsson þegar DV spurði hann hvort staðurinn væri kominn í þrot. Þá sagði hann að tengdasonurnn, Jakob Helgi, væri vissulega í stjórn veitinga- staðarins en kæmi ekkert nálægt daglegum rekstri að því er hann best vissi. Aðspurður hver hefði séð um bókhald staðarins vísaði hann á Enzo og Jakob Helga. Hunsaði beiðni um viðtal Jakob Helgi hafði sömu sögu að segja og tengdafaðir hans. Eft- ir ítrekaðar tilraunir til þess að ná í hann svaraði hann loks blaða- manni DV í gegnum tölvupóst með þessum orðum: „Ég á hús- næðið undir veitingastaðinn og kem þannig inn sem minnihluta- eigandi í LOF. Ég kem ekki að rekstrinum.“ Hann brást ekki við óskum blaðamanns um símavið- tal og svaraði ekki frekari spurn- ingum um málið, eins og hvernig það gengi upp að hann væri einn prókúruhafi fyrirtækisins en kæmi ekki nálægt rekstri veitingastaðar- ins. Jakob Helgi er einn eigandi byggingafyrirtækisins Modulus ehf. þar sem hann starfar einnig samhliða fjárfestingum sínum. Samhliða þessum störfum var hann ráðinn framkvæmdastjóri SUS – Sambands ungra sjálfstæð- ismanna í september 2017. Á síð- asta landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sóttist Jakob Helgi eftir sæti í Atvinnuveganefnd flokksins og þar sagði í stuttum kynningartexta um hann: „Ég hef þrátt fyrir ungan aldur reynslu af því að vera atvinnurekandi. Ég hef rekið eigið fyrirtæki í 3 ár og þekki hvað þarf til að koma nýju fyrirtæki á laggirnar. Ég vil að Sjálfstæðisflokk- urinn sé leiðandi í því að minnka bil á milli launa og heild- ar launakostnaðar fyrirtækja.“ n Setti veitinga- stað á hausinn á nokkrum mánuðum Framkvæmdastjóri SUS n Hvorki birgjar né starfsmenn fengu nokkuð greitt n Glænýr Porsche-bíll Jakobs hleypti illu blóði í starfsfólk Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Porsche Panamera Turbo S E-hybrid Það hleypti illu blóði í starfsmenn að sjá einn eiganda fyrirtækisins bruna um á þessum lúx- usbíl á sama tíma og laun fengust ekki greidd. Jakob Helgi Bjarnason Í september 2017 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Hann er að auki einn af eigendum Mod- ulus ehf. sem er byggingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í timburbyggingum. Hann starfaði þar samhliða starfinu hjá SUS og fjárfestingum í veitingageiranum. Veitingastaðurinn LOF Opnaði í lok apríl en lokaði hurðum sínum í byrjun júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.