Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 18
18 13. júlí 2018FRÉTTIR
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt
Högnuðust um 207 milljónir
vegna fjárhættuspila
Á dögunum óskaði Sigurbjörg
Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi
Pírata í Kópavogsbæ, eftir upplýs-
ingum frá bænum varðandi mál-
ið. Spurði Sigurbjörg hvernig
það hafi getað viðgeng-
ist að stofnanir bæj-
arins, eins og heil-
brigðiseftirlit og
byggingarfull-
trúi, hafi ekki
gefið réttar
upplýsingar
til bæjarráðs
þegar um-
sagnarbeiðni
Vídeó-
markaðsins
um vín-
veitingaleyfi
hefur verið lögð
aftur og aftur fyrir
bæjarráð. Síðustu tíu
ár hefur bæjarráð Kópa-
vogs alltaf gefið jákvæða um-
sögn vegna umsóknar Vídeó-
markaðins án athugasemda.
DV hafði samband við Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópa-
vogs, vegna málsins. Upplýsti Ár-
mann blaðamann um að bæði
byggingarfulltrúi Kópavogsbæj-
ar og forstjóri heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar
hafi komið á fund bæjarráðs til að
útskýra mál sitt. Ekki væri þó hægt
að gefa upp hvað kom fram á
fundinum þar sem trúnaður gild-
ir um bæjarráðsfundi. Aðspurð-
ur hvort honum þætti eðlilegt að
reknir séu staðir eins og Videó-
markaðurinn í Kópavogi, sem
selja áfengi og börn geta heimsótt
án takmarkana, sagði hann: „Mér
finnst það ekki fara saman.“ Sam-
kvæmt bestu vitund blaðamanns
er Kópavogur eina sveitarfélagið í
landinu þar sem sjoppa sem sel-
ur eingöngu pylsur er með vín-
veitingaleyfi í flokki þrjú.
Eins og hefur áður komið fram
í umfjöllun DV um málið hefur
komið í ljós að bæði Heilbrigð-
iseftirlit Hafnarfjarðar og Kópa-
vogs, ásamt byggingarfulltrúa
Kópavogs hafi brotið lög og reglur
þegar kom að umsagnarferli Vid-
eómarkaðsins um umsókn þeirra
fyrir vínveitingaleyfi. Ástæðan
fyrir því að þessi gamla vídeóleiga
þarf vínveitingaleyfi er sú að með
því leyfi geta þeir séð um rekstur
spilakassa. Virðist sá rekstur
ganga ágætlega og höfðu eigendur
Vid-
eó-
markaðsins
vel upp úr krafs-
inu. Högnuðust þeir um 207
milljónir króna á árunum 2015 og
2016 vegna fjárhættuspila. Í því
samhengi er rétt að geta þess að
Hanna Sigurðardóttir, sem á 50%
hlut í Videómarkaðnum ehf., er
einnig starfsmaður á bæjarskrif-
stofu Kópavogsbæjar.
Engar athugasemdir til sýslu-
manns
Sýslumaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu sér um útgáfu vín-
veitingaleyfa í Kópavogi og safnar
saman gögnum frá umsagnaraðil-
um eins og Heilbrigðiseftirlitinu,
byggingarfulltrúa, bæjarráði,
lögreglu, vinnueftirlitinu og
slökkviliðinu. DV hafði sam-
band við Sigurð G. Hafstað
fagstjóra hjá þinglýsinga-
og leyfissviði hjá Sýslu-
manninum á höfuð-
borgarsvæðinu sem sér
um að gefa út leyfin og
spurði hann út í málið.
„Eftirlitsaðilar skulu til-
kynna leyfisveitanda um
alvarlegar athugasemd-
ir sem þeir kunna að gera
við rekstur leyfishafa og ann-
að sem er tilefni athugasemda af
þeirra hálfu við starfsemi og áhrif
kann að hafa á rekstrarleyfið.“
Hann staðfestir að sýslumanns-
embættið hafi ekki fengið nein-
ar athugasemdir varðandi vín-
veitingaleyfi Videómarkaðsins
og segir: „Síðan umrætt leyfi var
endurnýjað hefur leyfisveitanda
ekki borist nein gögn frá eftirlits-
eða umsagnaraðilum sem tengj-
ast athugasemdum um rekstur
staðarins eða hnekkt geta efni fyr-
irliggjandi umsagna.“
„Jájá, það eru einhverjar pylsur
og eitthvað svoleiðis“
Lögreglan á Höfuðborgarsvæð-
inu fer með eftirlit á starfsemi
Vídeómarkaðsins samkvæmt lög-
um um veitingastaði, gististaði og
skemmtanahald. Í umsögn sinni
vegna leyfis Videómarkaðsins á
sínum tíma gerði lögreglan engar
athugasemdir og hefur ekki gert
athugasemdir við rekstur eins
stærsta spilakassasalar á landinu
undanfarin tíu ár. Það er þrátt fyr-
ir að gögn sýni fram á að staður-
inn hefur aldrei uppfyllt kröfu
laganna öll þau tíu ár sem Vid-
eómarkaðurinn hefur verið með
vínveitingaleyfið.
DV hafði samband við Lög-
regluna á höfuðborgarsvæðinu til
að fá svör við því hvers vegna lög-
reglan hafi ekki tekið eftir þeim
augljósu brotum sem eiga sér
þar stað í hvert skipti sem þeir
gerðu út staðinn og skiluðu já-
kvæðri umsögn til sýslumanns-
ins. Í samtali við DV staðfesti
Gunnar Hilmarsson aðalvarð-
stjóri að hann hafi farið í eftirlits-
ferð eftir að DV birti frétt um að
unglingar gátu keypt áfengi í Vid-
eómarkaðnum og tekið með sér.
Blaðamaður spurði hann þá hvort
hann teldi að staðurinn uppfyllti
skilyrði laganna um að flokk-
ast sem vínveitingastaður svar-
aði hann: „ Já, þeir gera það að
mínu viti“. Samkvæmt lögunum
er gerð sú krafa að til þess að stað-
ur sé skilgreindur sem veitinga-
staður þarf hann að vera með fjöl-
breyttar veitingar í mat og drykk
og fulla þjónustu og auk þess þarf
að vera starfandi maður með full-
nægjandi þekkingu í framleiðslu.
Þegar blaðamaður spurði að-
alvarðstjórann hvort staðurinn
uppfyllti þá skilgreiningu svaraði
hann: „Nei ég hef svo sem… jájá,
það eru einhverjar pylsur og eitt-
hvað svoleiðis sem þeir eru að
búa til þarna, það er víða þannig.
Það er ekki matreiðslumaður
starfandi þarna.“
Velta hálfum milljarði fyrir HHÍ
Happdrætti Háskóla Íslands á 52
spilakassa af þeim rúmlega 90
kössum sem eru á Videómark-
aðnum. Sú tala er nokkuð undar-
leg í ljósi þess að samkvæmt leyfi
frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins mega eingöngu 49 manns
vera í húsnæðinu á hverjum tíma.
Um mikilvægt viðskiptasamband
er að ræða þar sem Videómarkað-
urinn veltir gríðarlegum fjárhæð-
um fyrir HHÍ. Alls velta spilakass-
ar um 9 milljörðum á ári hjá HHÍ
en Videómarkaðurinn er með um
10% allra spilakassa sem star-
fræktir eru. Veltan gæti því
verið allt að einn millj-
arður á ári og hagnast
báðir aðilar vel. Bryn-
dís Hrafnkelsdóttir,
forstjóri HHÍ, viður-
kenndi í samtali við
blaðamenn að það
„hljómaði illa“ að
mun fleiri spilakass-
ar væru í rekstri hjá
Videómarkaðinum en
rúmast þar innandyra
samkvæmt leyfum.
Þegar Bryndís var spurð
hvernig það gæti verið að
Happdrætti Háskóla Íslands og
starfsmenn fyrirtækisins hafi
aldrei tekið eftir því undanfarin
áratug að einn stærsti umboðs-
aðili þeirra uppfyllti ekki kröf-
ur sem gerðar eru til staða
sem geta verið með
spilakassa frá þeim
sagði hún: „Ekki
þarna í Videó-
markaðnum,
nei. Ég bara
viðurkenni
það að ég
hef ekki
haft hug-
mynd um
að það gæti
mögulega
verið.“
Staðfesti
hún við blaða-
mann að hún sem
forstjóri Happdrætt-
is Háskóla Íslands hafi
margsinnis farið að skoða
Videómarkaðinn sjálf. Aðspurð
hvort að hún hefði ekki átt að sjá
að ólíklegt væri að staðurinn upp-
fyllti skilyrði laganna sagði hún:
„Ég þarf bara að skoða þetta mál,
það er ekki flóknara en það.“
Passa fyrst og fremst aldurstak-
markanir
Þegar Bryndís var spurð út í hver
eftirlitsskylda Happdrættis Há-
skóla Íslands væri gagnvart sín-
um umboðsmönnum sagði hún
í tölvupósti að Sýslumaðurinn á
Suðurlandi sæi alfarið um eftirlit
með öllum spilakössum á landinu.
Þegar blaðamaður benti henni á
að það væri nú ákveðin eftirlits-
skylda sem fyrirtæki hennar hefði
gagnvart sínum umboðsmönn-
um svaraði hún: „Til dæmis með
aldurstakmörkin það er það sem
við pössum.“ Þegar blaðamað-
ur benti henni á að ekkert aldurs-
takmark gilti til að fara inn í sölu-
turninn Vídeómarkaðinn svaraði
hún um hæl: „Víst er aldurstak-
mark inn á Videómarkaðinn.
Það eru fleiri staðir til þar sem
þú þarft að labba í gegnum ein-
hverja sjoppu, ég man ekki hvort
það voru Íslandsspil sem voru
með þannig stað og það hefur ver-
ið horft fram hjá því. Þetta hefur
allavega verið viðurkennt. Hver er
að stoppa þetta ? Þetta hefur ver-
ið með þessum hætti síðan 1994.“
Bryndís var svo spurð í lok-
in hvort Happdrætti Háskóla Ís-
lands ætli að bregðast við þessum
ábendingum sem hafa komið fram
í fjölmiðlum og í hverju þau við-
brögð felast, sagði hún: „Ég ætla
að láta skoða þetta“.
„Eftirlit hefur ekki verið full-
nægjandi“
DV hafði enn fremur samband
við Sýslumanninn á Suðurlandi,
sem samkvæmt lögum á að sjá
um eftirlit með öllum spilaköss-
um á landinu, og spurði hvern-
ig eftirlitinu væri háttað. Í samtali
við Kristínu Þórðardóttur, sett-
an sýslumann á Suðurlandi, sagði
hún: „Hins vegar
skal ekki
dregin
fjöður
yfir það
að eftirlit
hefur ekki verið
fullnægjandi. Til þess
skortir embættið fjárheimildir. Til
þess að halda uppi virku eftirliti
þarf fjármagn. Eins er orðið tíma-
bært að heildarendurskoðun fari
fram á löggjöfinni í málaflokkn-
um.“
Svo virðist sem eftirlit með
spilakössum á Íslandi, sem velta
um 9 milljörðum á ári, sé lítið sem
ekkert og keppast aðilar við að
benda á hvorn annan þegar kem-
ur að því að fá svör varðandi leyfis-
veitingar og eftirlit. n
„Ekki þarna
í Videó-
markaðnum, nei.
Ég bara viður-
kenni það að ég
hef ekki haft
hugmynd um að
það gæti mögu-
lega verið.“
Bryndís
Hrafnkelsdóttir
Ármann Kr. Ólafsson
bæjarstjóri Kópavogs.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
bæjarfulltrúi.