Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 29
Borgarfjörður
13. júlí 2018
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is
LANDNÁMSSETRIÐ:
Frábær áningarstaður fyrir
fjölskyldur í sumar
Landnámssetrið í Borg-arnesi er fjölbreytt menningarsetur og af-
þreyingarmiðstöð sem hentar
ekki síst fjölskyldum sem vilja
eiga saman skemmtilega
stund enda státar Land-
námssetrið af frábærum
veitingastað þar sem boðið
er upp á hollan mat úr úrvals
hráefni. Hljóðleiðsagnirnar
um sögusýningarnar í setr-
inu, Landnámssýninguna
og Egilssögusýninguna, eru
fáanlegar á 15 tungumál-
um en auk þess er sérstök
barnaleiðsögn á íslensku.
Enginn aðgangseyrir er að
sýningunum fyrir börn undir
14 ára sem eru í fylgd með
fullorðnum.
„Krakkar hafa afskaplega
gaman af sýningunum og
barnaleiðsögnin höfðar til
krakka allt niður í 5 ára ef þau
hafa gaman af sögum. Það
hefur verið gaman að fylgjast
með öllum fjölskyldunum sem
hafa komið hingað þar sem
foreldrar og afar og ömm-
ur njóta þess að fara með
börnin á sýningarnar,“ segir
Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri
Landnámssetursins.
Að sögn Sigríðar eru er-
lendir ferðamenn í meirihluta
á meðal gesta Landnáms-
setursins en staðurinn höfðar
þó ekkert síður til Íslendinga.
Veitingastaðurinn er fjöl-
skylduvænn og notalegur og
er opinn alla daga frá kl. 10 til
21. „Við erum með hollustu-
hlaðborðið okkar alla daga
frá 11:30-15:00. Vinsældir
þess eru alltaf að aukast
enda er það á hagstæðu
verði,“ segir Sigríður. Á hlað-
borðinu eru fjölbreyttir græn-
metisréttir, salöt, heit súpa og
ilmandi nýbakað brauð.
Draugaleg sýning sem
krakkar eru spenntir fyrir
Sögusýningarnar tvær
veita einstaka innsýn í fortíð
þjóðarinnar á afar lifandi
hátt með áhrifamiklum
myndverkum. Á Egilssögu-
sýningunni eru gestir leiddir
í gegnum nokkurs konar
völundarhús inn í ævin-
týraheim sögunnar. And-
rúmsloftið er lævi blandið
og sýningarrýmið er myrkt,
dulúðugt og draugalegt, sem
er sennilega ein af ástæð-
unum fyrir því hvað krakkar
hafa gaman af sýningunni.
Landnámssýningin byggir
á þeim einstöku heimildum
um upphaf Íslandsbyggðar
sem er að finna í Íslendinga-
bók og Landnámu. Bækurn-
ar voru skrifaðar á 12. öld,
sennilega báðar af Ara fróða.
Það eru ekki margar þjóðir
sem eiga svo nákvæm-
ar skrifaðar heimildir um
uppruna sinn aðeins um 200
árum eftir að atburðirnir áttu
sér stað. Efni sýningarinnar
byggir á þessum heimildum
en engin ábyrgð er tekin á
sannleiksgildi þeirra. Með
lýsingu og lifandi mynd-
um er leitast við að skapa
spennandi andrúmsloft, auk
þess sem þar er að finna fá-
gætt líkan af Íslandsfari eftir
Gunnar Marel Eggertsson.
Leiksýningar og uppákom-
ur með rithöfundum sem
sent hafa frá sér vinsælar
sögulegar
skáld-
sögur
eiga sér
stað á Söguloftinu í Land-
námssetrinu en sú dagskrá
lifnar við á haustin og er þá
auglýst sérstaklega.
Fallegar gjafavörur
Í Landnámssetrinu er rekin
verslun með fallegri og vand-
aðri gjafavöru. „Þessar vörur
eru ekkert endilega fyrir
útlendinga heldur henta þær
prýðilega sem gjafir handa
Íslendingum líka. Við leggjum
áherslu á íslenska hönnun og
erum líka með afurðir hand-
verksfólks úr héraðinu,“ segir
Sigríður Margrét.
Góður vettvangur fyrir hópa
Í Landnámssetrinu er hægt
að bjóða uppá allskyns afþr-
eyingu fyrir fyrirtæki og hópa
og staðurinn hentar prýði-
lega fyrir ráðstefnur, árshá-
tíðir og hópefli. Fundarað-
staða á fallegu pakkhúslofti
er fyrir allt að 80 manns
en fyrir allt að 30 manns ef
þátttakendur sitja við borð.
Vinsælt er að fara í ratleiki
úti við í nágrenni Landnám-
setursins. Ratleikurinn er
í snjallsímum og hægt að
aðlaga þrautir og spurningar
hópnum.
Ítarlegar og fróðlegar
upplýsingar um þjónustu og
dagskrá Landnámssetursins
er að finna á vefsíðunni
landnam.is. Einnig eru veittar
upplýsingar í síma 437 1600
og fyrirspurnir má einnig
senda á netfangið land-
nam@landnam.is.