Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Side 57

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Side 57
13. júlí 2018 FRÉTTIR 57 Englands óhamingju verði allt að vopni Heimsókn Donalds Trump kemur á slæmum tíma fyrir Theresu May Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is E nglendingar eru í sár- um eftir að knattspyrnu- lið þeirra beið lægri hlut fyrir Króötum í undanrás- um heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Fimmtíu og tvö ár voru liðin frá því að enskt landslið spilaði úrslitaleik mótsins en þá hömpuðu Englendingar titlinum eins og frægt er. Biðin lengist því enn fyrir ensku þjóðina sem þarf að gera sér óspennandi leik um þriðja sætið við Belgíu að góðu. Það er skammt stórra högga á milli hjá Englendingum því á 12.- 13. júlí mun Donald Trump, for- seti Bandaríkjanna, koma í op- inbera heimsókn og funda með helstu ráðamönnum þjóðarinn- ar. Segja andstæðingar Trump að ekki sé til grimmari refsing en heimsókn forsetans eftir reiðar- slagið í Moskvu. Englands óham- ingju verði allt að vopni. Fær ekki að snæða í Bucking- ham-höllHeimsókn Trumps hef- ur mætt mikilli andstöðu frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, bauð honum til landsins þegar hún heim- sótti Hvíta húsið í janúar síðastliðnum. Í ljósi and- stöðunnar var horfið frá því að öllu yrði tjaldað til við heimsóknina, eins og kvöldverði í Bucking- ham-höll og skrúðgöngu í miðbænum, en þess í stað er heimsóknin titl- uð sem „vinnuheimsókn“. Mun Trump meðal annars funda með May og hitta El- ísabetu drottningu á stutt- um fundi áður en hann flýgur úr landi. Þegar May bauð Trump í heimsókn var tilgangurinn meðal annars sá að tryggja hollustu hans og Bandaríkjanna við samherja sína í NATO. Mikið vatn hefur síðan runnið til sjáv- ar og hægt er að færa rök fyrir því að heimsóknin gæti ekki komið á verri tíma fyrir breska forsætisráð- herrann. May berst nú fyrir póli- tísku lífi sínu heima fyrir eftir að hafa tilkynnt umdeilda Brexit-á- ætlun sína og afsögn tveggja ráð- herra, þeirra David Davis og Boris Johnson. Sá síðastnefndi er sagð- ur leiða uppreisn Brexit-sinna gegn May. Vill hitta vin sinn Boris John- sonÞá var Trump samur við sig á Nato-fundi í Brussel í vikunni. Móðgaði hann verðandi gestgjafa sína með því að segja að landið væri í upplausn vegna Brexit og að hann vonaðist til þess að hitta vin sinn, títtnefndan Boris Johnson, á meðan heimsókn hans stæði yfir. Þá sagði hann að viðræður við Vladimir Putin, forseta Rúss- lands, yrðu auðveldari en viðræð- ur við May og aðra leiðtoga NATO- -ríkja. Þá féllu ummæli hans um að Þýskaland væri í heljargreipum Rússlands útaf því hversu háðir Þjóðverjar eru gasi frá Rússlandi í grýttan jarðveg. Orðum Trumps var ekki vel tekið enda eru leiðtogar NATO- -ríkjanna í fullkominni óvissu um hvort Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu halda grundvallar- gildi sambandsins í heiðri ef Vlad- imir Putin og Rússar færa sig upp á skaftið, það er að árás á eitt NATO-ríki jafngildi árás á þau öll. Trump fer ekki leynt með að hann vill að G7-ríkin svokölluðu hleypi Rússum aftur inn í hópinn sem er nánast útilokað fyrir May í kjöl- far þess að Rússar eru sakaðir um taugaeitursárásina í Salisbury á dögunum. Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með hvernig heimsókn Trump til Bretlands heppnast. Hún verð- ur söguleg nánast hvernig sem hún fer. Eins og áður segir mæt- ir heimsóknin mikilli andstöðu í Bretlandi. Búist er við fjölmenn- um mótmælum gegn Trump hvar sem hann stígur niður fæti. Enginn hefur þó gengið lengra en ónefndur listamaður sem borg- aði enskum bónda hátt gjald fyr- ir afnot af kornakri einum. Hafði listamaðurinn reiknað það út að allar líkur væru á því að flugvél Trump myndi fljúga yfir svæðið og þar með væri kominn fullkom- inn „náttúrulegur strigi“ fyrir lista- manninn til þess að koma skila- boðum sínum á framfæri. Ekki ert hægt að segja að þessi einstakling- ur hafi ákveðið að búa til eitthvað tímalaust meistaraverk heldur lét hann einföld textaskilaboð duga: „Блядь Trump“. Rússneska orðið þýðir bókstaflega „hóra“ en er í rússnesku notað á sama hátt og enska orðið „fuck“. Svo mörg voru þau orð.n Boris Johnson. Ráðherrann fyrr- verandi er sagður leiða uppreisn Brexit-sinna gegn Theresu May. Listamaðurinn greiddi háa fjárhæð til þess að koma skilaboðunum „Блядь Trump“ á framfæri. Donald Trump og Theresa May ræða saman. S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður Prentun endist í 7, 10 & 15 ár Er fyrirtækið þitt að nota löggiltan pappír ? Eigum allar stærðir á lager

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.