Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Side 58
58 FÓLK 13. júlí 2018
G
eorge Lucas, ofurframleiðandi
og faðir Stjörnustríðsmynd-
anna, er staddur á Íslandi um
þessar mundir. Samkvæmt
heimildum DV hefur talsvert sést
til kappans á Krýsuvíkursvæðinu á
Reykjanesskaga. Þá herma heimildir
DV að Lucas hafi verið á miklu flakki
um höfuðborgina og heimsótti hann
meðal annars verslunina 66° Norður
á Laugaveginum.
Lucas hefur ekki verið einn á
ferð heldur hefur sést til hans með
öðrum heimsfrægum einstaklingi.
Það er breski kappakstursmann-
inum Lewis Hamilton, en saman
lentu þeir hér á landi á þriðju-
daginn síðastliðinn.
Þeir Lucas og Hamilton eru
miklir mátar og hafa verið um
árabil. Lucas hefur sjálfur alla tíð
haft brennandi áhuga á bílum,
sérstaklega spyrnuköggum og
áður en hann fór að spreyta sig í
kvikmyndagerð var stóri draumur
hans að gerast kappakstursmaður.
Þessi draumur fjaraði fljótt
út þegar hann lenti í alvarlegu
bílslysi árið 1962. Þá var Lucas
búsettur í Modesto í Kaliforníu.
Dag einn keyrði hann um á upp-
gerðri Autobianchi-bifreið og fip-
aðist þegar skólafélagi hans tók
fram úr honum á leifturhraða. Af-
leiðinginn var sú að Lucas missti
stjórn á bílnum og ítalski smá-
bíllinn valt nokkra hringi áður
en hann klessti á tré. Lucas var
fluttur upp á sjúkrahús illa slas-
aður og var ekki útskrifaður fyrr
en nokkrum mánuðum síðar. Eft-
ir þetta atvik ákvað Lucas að segja
skilið við hraðafíknina og snéri
sér að kvikmyndagerð. Það verð-
ur að teljast góð ákvörðun.
Fjallað var um bílslysið á for-
síðu The Modesto Times.
Eins og kunnugt er skapaði
hinn 74 ára gamli Lucas Star-
-Wars heiminn vinsæla. Hann
leikstýrði fjórum myndum ser-
íunnar stórvinsælu og hefur
framleitt allar myndirnar fram til
ársins 2012, þegar hann sagði skil-
ið við sagnaheiminn og seldi fyr-
irtækið sitt, Lucasfilm, en þá tóku
risarnir hjá Disney við keflinu.
Hjá kvikmyndagerðarmannin-
um stendur næst til að taka þátt
í fimmta ævintýrinu um persón-
una Indiana Jones með Harrison
Ford og Steven Spielberg, en að
svo stöddu er áætlað að sú mynd
líti dagsins ljós árið 2021. n
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
n Nýtur lífsins með stórvini sínum, Lewis Hamilton n Ætlaði að verða kappaksturskappi
GEORGE
LUCAS Á
ÍSLANDI
M
Y
N
D
F
LI
CK
R
/
R
O
SI
N
O
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
MEÐ TUDOR
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
Eitt mesta úrval landsins
af rafgeymum í allar
gerðir farartækja